Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 4
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS f 352 fjárhagslegan hagnað af sigri sín- um á borgarafundinum, en hann bjó að sigrinum enn, því að hann hafði stælzt við hann og fengið auk- ið sjálfstraust. Nú bættust þó nýar áhyggjur of- an á annað. Hann sá að Norah var orðin heilsulaus. Hún var að því komin að drekka sig í hel. Henni hefði getað batnað ef hún hefði hætt að drekka, en eins og aðrir ofdrykkjumenn sóttist hún í það, sem var henni fyrir verstu. Lækn- arnir gátu ekki hjálpað henni. Og Jörundur var oft að hugsa um hvort ekki fyndist neitt ráð til þess „að bjarga mönnum frá þeirri böiv- un, er fyrst eyðileggur líkamann og síðan sálina.“ Já, hún var veik og hann var ekki hraustur heldur. Hann hafði stöðugt slæman hósta, því að lung- un voru biluð. í þessum raunum sínum heldu þau enn fastar saman en áður, einmana og bjargarvana eins og þau voru. Það var þeim huggun að geta verið saman, þar sem þau voru fjarri ættjörðum sínum og öllu venzlafólki, innan um fólk, sem ekkert skifti sér af þeim. Og þá gat það komið fynr að þau reyndu að hughreysta hvort annað. Þau elskuðust enn, og ástin fyrirgefur allt og umber allt. En það var ekki nema stundum. Það sótti oft í sama horfið um jag og nagg og jafnvel áflog. Þannig var þá komið hinum björtu vonum æskunnar. Þau hafði bæði dreymt stóra æskudrauma, en þeim lauk með þessu. Ef Norah hefði aldrei ráðið sig í vist í Eng- landi, heldur verið kyrr heima og gifzt og átt mörg börn og sinn eigin kofa í Kerry.... En hvað var að tala um það sem hefði getað orð- ið.... Og hann? Ef hann hefði gifzt Maria Fraser og sezt að í Darm- stadt.... Nei, það verður aldrei ráðin bót á yfirsjónum manna. Þau urðu að sætta sig við það sem orðið var, og reyna að halda saman. Norah vildi ekki hætta að drekka. Eftir langvarandi ölvun í slæmum drykkjum, fekk hún aðsvif hinn 17. júlí 1840. Hún var flutt í spítala. Þegar Jörundur kom þangað, var hún dáin. Rannsókn var hafin út af fráfalli hennar, og þótt allir vissu að hún hefði drukkið sig í hel, þá var bana- mein hennar talið „að guð hefði kallað hana til sín“ — þægilegt undanbragð í slíkum tilfellum. Það var hráslaga haustveður, þegar jarðarförin fór fram. Þegar Jörundur kom heim frá jarðarför- inni, skreið hann í flet sitt, slökkti ljósið og grét, fyrst út af Norah og svo út af raunum sínum. Á JÓLADAGINN þetta sama ár var sólskin og steikjandi hiti, því að jólin koma þarna um hásum- ar. — Jörundur var að hugsa um bernskujólin sín í Danmörku, hve allt hefði þá verið ólíkt. Hann var þá heima hjá ástvinum sínum, en nú var útséð um að hann mundi nokkuru sinni sjá Kaupmannahöín framar. Svo var það molludag einn rétt eftir nýárið að hann gekk út í skóg- inn utan við bæinn, þar sem stórir burknar fléttuðust milli gúm- trjánna og akasíutrjánna. Þegar leið að kvöldi var hann orðinn þreyttur og settist til að hvíla sig. Hátt í lofti flugu nokkrir svartir svanir fram hjá. Kvöldgola utan af hafi þaut í trjánum. Það var farið að kveikja í húsunum í bænum, því nú dimmdi. „Ég verð að komast heim,“ sagði Jörundur við sjálfan sig. — Heim! Hann reyndi að rísa á fætur, en gat það ekki. Hann fekk svo mikinn verk fyrir brjóstið. Hann valt út af og lá þarna við veginn. Brjóstgóðir menn, sem rákust á hann, báru hann til sjúkrahússins. Og hinn 20. janúar kastaði hann þar landfestum á þessari jörð og fluttist til annars heims. Banameinið var talið lungna- bólga. Hann var grafinn í kirkju- garðinum í Hobarth Town, en nú er leiði hans týnt. •— Þegar bærinn stækkaði og varð að borg, þá var gerður skemmtigarður með trjám og blómskrauti þar sem gamli kirkjugarðurinn var. Nú leika sér börn þarna, elskendur leiðast þar undir trjánum og gamlir menn sitja þar á bekkjum og sleikja sól- skinið, og enginn hefur hugmynd um bein víkingsins, sem fúna þar undir fótum þeirra. <^^D®®®6^J BRIDGE *ÁK5 V K G 9 6 5 2 ♦ Á 7 4 * 8 A 10 4 V Á 3 ♦ D G 10 * Á D 10 9 5 2 ♦ DG873 ¥ 7 4 ♦ K 8 5 + G 6 3 Sagnir voru þessar: V N A S 1 L tvöf. pass 1 Sp 2 L 2 Hj pass 2 Sp pass 3 Sp pass 4 Sp pass pass pass Vestur slær út TD og er réttast fyrir S að drepa hana á hendi. Svo slær hann út lághjarta, V gefur og drepið er með K í borði. Svo slær hann enn út lág- hjarta og nú verður V að drepa með ásnum. Hann slær út tigli, sem er drep- inn í borði. Enn kemur hjarta og S drepur með SG, slær út SD og svo lág- spaða, sem drepinn er með ás og SK svo spilað. Þá eru andstæðingar trompr lausir og nú er hjartað frítt. N V A S m » o z ¥ D 10 8 ♦ 9 6 3 2 * K 7 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.