Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 363 verjar notuðu hann á ýmsan hátt í sambandi við trúariðkanir sínar. Hann var og í miklum metum með- al Gyðinga. í 30. kapitula í annarri bók Móse, er talað um kanel og ilmreyr til þess að gera af heilög smyrsl, og eru þetta kallaðar hinar „ágætustu kryddjurtir“. Kanelolía er gerð úr berkinum á bol og greinum kaneltrjánna. — Þessi trjátegund er upp runnin í Kína, en er nú aðallega ræktuð á Java. Úr berjum trjánna fæst önn- ur olía, sem ekki er ósvipuð eini- berjaolíu, en úr rótunum fæst kamfóra. Nellikuolía er gerð úr blómuin nellikutrjánna. Þegar blómin eru orðin eldrauð, eru þau lesin með höndunum og síðan þurrkuð undir eins til þess að sem minnst missist af ilminum. Þetta eru sígræn tré og verða 7—16 metra há þar sem þau vaxa villt, en menn hafa kom- izt upp á að láta þau ekki verða hærri en 4 metra, til þess að auð- veldara sé að ná í blómin. — Á Zansibar er það venja að foreldrar gróðursetja nellikutré í hvert skifti sem þeim fæðist barn, og má sjá það á tölu trjánna og hæð þeirra hvað hjónin eiga mörg börn og hve langt er á milli þeirra. Muskat kemur líka af trjám. — Ávöxtur þeirra er mjög svipaður peru, en þegar hann er fullþroska, ílagnar hýðið utan af og kemur þá í ljós dökkt fræ og gulleitur kjarni. Af hverju tré fæst um tíu pund af fræi og IV2 pund af kjörnum á ári. Þessi tré bera ekki ávöxt fyr en þau eru orðin 6—8 ára gömul, en bera svo ávöxt á hverju ári í 70 til 80 ár eftir það. Mjög fáir munu vita hvernig mustarður er gerður. í hinu litla mustarðskorni eru tvær tegundir af olíu, sem neínast „sinigrin“ og „myrosin“. Þessar olíur éru bragð- lausar 'o'g anganlausar er þær koma úr kornunum, en um leið og vatn Hagur kvenna í Rússiandi og vaxandi stéttaskiíting FYRIR nokkrum árum varð hver ein- asta kona í Rússlandi að vinna, annars fékk hún engan matarskammt. En nú er að verða mikil breyting á þessu með vaxandi stéttaskiftingu í land- inu, og þar er að hefjast sú félagslega þróun, sem vel getur haft áhrif á stjórnmálin, er stundir líða. Borgarbúum í Rússlandi má nú þeg- ar skifta í þrjár aðalstéttir: lágstétt, millistétt og yfirstétt. Þetta hefir orðið til þess að kjör kvenna í landinu hafa breyzt mjög og verða misjafnari með hverjum mánuðinum sem líður. Konur úr lágstétt vinna erfiðisvinnu, sem körlum einum er ætluð annars staðar. Þær eru í gatnavinnu, vega- vinnu, byggingavinnu o. s. frv. Þær verða að vinna átta stundir á dag sex daga vikunnar, og fá aðeins 45 mín- útna matarhlé um hádegið. Þær ganga illa til fara, eru oft í hinum hræði- legustu lörfum, því að fataslit er meira en svo að þær hafi efni á að iá sér góð föt. Millistéttin lætur nú æ meira á sér bera. í henni eru þeir menn, sem hafa hærra kaup en almenningur og geta því veitt sér meiri þægindi. Og það færist nú meir og meir í vöxt að kon- ur í þessari stétt hætti að vinna. Og þegar ein konan hættir að vinna utan heimili^ og gefur sig eingöngu við heimilisstörfunum, þá vilja kunningja- konur hennar gera það líka. Þannig fjölgar óðum þeim, sem hætta að vinna utan heimilis. En svo bætist það við, að heimasæturnar Vilja ekki heldur fara í vinnu. Þær sitja heima, og eins og ungum stúlkum er títt, reyna þær að tolla í tízkunni, ef um tízku má er sett saman við, kemur þetta sterka bragð, sem er af sinnepi. Svo er hveiti eða hrísmjöl vætt í þessum vökva, og máske bætt í ediki, og þá er kominn mustarður- inn, sem mörgum þykir svo hress- andi a bragðið, og bætir margar fæðutegimciir. ræða í Rússlandi. Þær láta lita á sér neglurnar, fá sér „permanent" og ganga í lélegum nylonsokkum frá stjórninni. Fatnaðurinn er ekki margbrotinn og af þeirri tízku, sem var á Vesturlönd- um fyrir stríð, en er nú nýasta tízka í Rússlandi. Hér er orðinn mikill mun- ur á konum í lægstu stétt og milli- stéttinni, sem hæglega getur leitt til öfundar og úlfúðar þegar fram í sækir. Auk þessa geta hjón úr millistétt komið börnum sínum í hina „réttu skóla“, ef þau hafa sjálf „rétt hugarfar". En það hefir eigi minni þýðingu í Rússlandi, heldur en það hefir í Eng- landi að komast í sérréttindaskólana þar. Er því ástandið í Rússlandi að þessu leyti að færast í þá átt sem það er í „hinum afturhaldssömu þjóðfélög- um auðvaldsins". Sá, sem kemst í réttan skólá í Rússlandi á það nokk- urn veginn víst að fá góða stöðu hjá stjórninni. En hvað er þá að segja um kon- urnar í yfirstéttunum? Um þær veit enginn neitt, því að þær lifa algjör- lega einangraðar frá hinum stéttunum. Menn vita ekkert um lífið í Kreml, né í höllum stjórnarsinna úti á landi, þar sem hervörður varnar öllum óvið- komandi að koma nærri. Konur stjórn- arherranna lifa í algjörlega öðrum heimi heldur en annað fólk í Rússlandi. En þegar einhver stjórnarherranna fellur, eins og t. d. Bería, þá bíða kon- unnar og barnanna hræðileg örlög, því að enginn þorir að sýna þeirn minnstu samúð eða hjálp. Aldrei eru konur stjórnarherranna með þeim þegar þeir koma fram op- inberlega. Og ef svo skyldi fara að þær þyrfti að fara í búð, þá dulbúa þær sig og taka sér gerfinöfn. Enginn veit hvað verður um kon- ur stjórnarherranna, þegar menn þeirra deya. Það hvílir t. d. algjör hula yfir því hvað varð um konu Stalins og dóttur, þegar hann fell frá. (Þýtt). t_^"ö®®®G'v^_? Kona, sem er svo hyggin að leita ráða hja karlmanni, er aldrei svo heimsk að þún íari eftir því.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.