Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 357 kirkju, brá honum mjög í brún, því að lítill fugl kom fljúgandi inn um gluggann og fór að narta í kerti, sem stóð á altarinu. Trúboðinn kall- aði svo þenna fugl „passaro que come vera“, en það þýðir: fuglinn, sem etur vax. í bók sem Santos skrifaði og heitir „Ethiopia Orien- tal“, segir hann frá því að hann hafi oft séð fugla koma fljúgandi inn í kirkjuna og kroppa í kertin á altarinu, og hann segir líka að þessi fugl fái Svertingja til þess að leita að býflugnahreiðrum. Ég rakst á þessa bók í bókasafn- inu í Salisbury í Suður Rhodesíu, og að því er ég veit bezt, þá er þetta fyrsta heimildin um þennan einkennilega hæfileika fuglsins. Frásögn þessi er hundrað árum eldri, en þær frásagnir er fyrst bár- ust um þennan fugl til Evrópu á 17. öld, og þóttu svo furðulegar. Síðan hefur sagan um þennan fugl verið margsögð og þá oft krít- að liðugt. En í meginatriði er hún sönn, því að um margar aldir hefur þessi fugl vísað Svertingjunum á, hvar þeir geti fundið uppáhalds sælgæti sitt, hunangið. 4^ F'UGLINN mun vera um allan suðurhluta Afríku, fyrir sunnan Sahara, nema í hitabeltisskóginum og á hinum trjálausu auðnum í suðvesturhluta álfunnar. Þetta er ekki stór fugl — svona mitt á milli sólskríkju og skógarþrastar. Hann er brúnn á bakið, en gráleitur á bringu og slær stundum gulleitum blæ á bakið á karlfughnum. í stél- inu eru hvítar fjaðrir. Eigum vér svo ekki að reyna hæfileika hans? Vér erum staddir í Zululandi í suðáustur Afríku, í hinu mikla buskalandi, þar sem fuglinn heldur sig helzt. Vér leggjum á stað frá einhverju þorpi, því að fuglinn fer ekki til mamaabyggða að bjoða Rati hefir vísað hunangssleikju á býflugnabú. hjálp sína. Ekki er það þó vegna þess að hann sé mannfælinn, því að hann eltir oft veiðimenn, þeim til sárrar skaprauar, því að þeir segja að hann fæli veiðidýrin með gargi sínu. Hann slæst líka í för með mönnum þótt þeir sé margir saman, eins og kunnugt varð í Búa- stríðinu. Zului fer á undan oss og þegar vér komum út í buskann byrjar hann á því að kalla á fuglinn. Það gerir hann með því að slá saman spýtum eða berja í tré, blístra og reka upp einkennileg kokhljóð. Fuglinn lætur ekki standa á sér. Brátt tekur hann undir og það er gargandi hljóð líkt og hann segði „gutta-gutta-gutta“, eða „kurra- kurra“. Rétt á eftir bendir Zuluinn og á grein, svo sem 150 fet frá oss, situr fughnn. Vér staðnæmumst og þá stingur hann sér af greininni og flýgur á móti oss og sezt á lága grein í svo sem 15—20 feta fjar- lægð. Nú sjáum vér að hann er nærri hvítur á bringunni. Það hlýtur því að vera gamall kvenfugl. Hann er ókyrr og sýnilega óánægður út af því að vér skulum ekki halda áfram. Hann kurrar hvað eftir ann- að, þenur stélið og baðar vængjun- um. Svo flýgur hann til vinstri, en kemur brátt aftur og rifst, og flýg- ur svo burtu enn. Hann fer ekki beinustu leið með oss. Stundum flýgur hann til hægri, stundum til vinstri, eða hann fer til baka. En skógurinn er gisinn þarna, svo engin hætta er á að vér töpum af honum. Oftast er hann þó nokkuð langt á undan oss, en vér heyrum alltaf kurrið í honum, þar sem hann situr og bíóur eftir oss. Og þegar ver komum þangað,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.