Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 14
362 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS KRYDD Merkilegar nauðsynjavörur KRYDDIÐ ernú hversdagsleg vara, sem er til á hverju heimili i menningarlöndum. Allar húsmæð- ur eiga birgðir af því í eldhúss- skápnum sínum og nota það í hvert skifti sem þær matreiða. Og enginn minnist þess nú lengur að þessar vörur hafa haft stórkostleg áhrif á atburði mannkynssögunnar. Eftirspurn að kryddi leiddi bein- línis til þess að Ameríka fannst, og . ''xiðin til Austurlanda. Kryddið x x' leitt til styrjalda og það hef- ur átt sinn þátt í uppgangi og koll- vörpun ríkja. „Tvívegis hefur það haft úrslitaþýðingu fyrir byltingar í trúarbragðasögu mannkynsins, fyrst með því að gera Múhameds- ríkið að heimsveldi, og löngu síðar með því að greiða götu siðbótar- innar“, stendur í The Encyclopedia Americana. — Á miðöldunum var krydd svo dýrt að það jafngilti þunga sínum í gulli. Löngu áður en farið var að nota krydd í mat, var það notað við helgiathafnir. Sumar tegundir voru notaðar til að gera af heilög smyrsl, en aðrar notaðar sem reykelsi. — Rómverjar hinir fornu notuðu saf- ran til að gera góða angan í bað- stöðum sínum, og safran var notað til að eyða óþefnum á götum Róm- ar, svo að hann skyldi ekki slá Nero fyrir vit. Ýmsar tegundir af kryddi höfðu táknræna merkingu. Sumar krydd- jurtir voru tákn ævarandi vináttu. Og þegar menn borðuðu saman brauð og salt var það einnig tákn óslítandi vináttu og bræðralags. í fornöld var krydd nntað sem svefnlyf handa börnum, og það var trú manna að ef þeir hefði anispoka undir höfðalaginu, þá mundu þeir aldrei fá martröð né dreyma vonda drauma. Hindúar trúðu því, að ef þeir ræktuðu basilika fyrir utan dyr sínar, þá mundi aldrei steðja nein ógæfa að heimilinu. Á miðöldunum þekktist hvorki að sjóða niður mat né geyma hann í frysti eða kæliskápum. Vetrar- birgðunum hætti því við að skemm ast og á vorin urðu menn að leggja sér svo skemmdan mat til munns að þeim bauð við og varð illt af honum. Skyrbjúgur og alls konar hörundskvillar lögðust á menn eins og plága. Mæður reyndu að verja börn sín með því að koma ofan í þau brennisteini, til þess að hreinsa blóðið. En svo kom kryddið, og þá var hægt að gera óætan mat sæmi- lega lostætan. Eftirspurn að kryddi varð því afar mikil, en það var svo dýrt, að höfðingjar einir gátu veitt sér þann munað að hafa það í mat. Þetta grunar húsfreyurnar nú á dögum ekki, þegar þær fara í skáp sinn og sækja þangað salt, pipar, mustarð (sinnep), edik, karrí, ávaxtamauk, engifer, pikklur, lauka o. s. frv. Þær þurfa heldur ekki að nota þetta krydd til þess að gera skemmdan mat ætan, þvi að nú er ekki skemmdur matur á borðum. En þær nota þetta til þess að gera matinn enn ljúffengari. Hinar ýmsu tegundir af kryddi Flestar kryddtegundir koma frá Asíu og eyunura þar fyrir sunnan, sérstaklega frá Molukka-eyum, en þær eru á milli Celebes og Nýu Gíneu, suður af Filipseyum. Þetta eru smáeyar og íbúatalan þar er ekki nema um hálf milljón. Þarna er það þjóðtrú, að góðar krydd- jurtir vaxi aðeins í sjávarlofti. — Eitthvað er sjálfsagt hæft í þessu, því að enn í dag kemur mest af kryddi frá smáeyum og strandhér- uðum. Molukka-eyar eru stundum nefndar Kryddeyar og anganin af kryddjurtunum þar berst svo langt út á haf að sjómenn finna hana löngu áður en þeir sjá eyarnar. Anganin af kryddjurtunum staf- ar af olíu, sem í þeim er, en það er mismunandi hvar olían er mest í jurtunum. í ilmreyrnum er olían í blómunum. Engifer, safran og lakkrís kemur aftur úr rótum. — Kanel er innri börkur á kanel- trjám. Pipar kemur úr ávöxtum en muskat úr fræi. Það er ekki rétt, sem margir hyggja, að krydd sé eingöngu notað í mat og drykk. Sumar kryddjurtir eru notaðar í ilmvötn og hörunds- smyrsl, í sápur og reykelsi. Aðrar eru notaðar í lyf, svo sem karde- mommur, engifer, muskat og nell- ikuolía, annað hvort til þess að gera betra bragð að lyfjunum, eða vegna heilsusamlegra áhrifa. Sum- ar eru notaðar í hti, og til margs annars eru þær nytsamlegar. Fæstir vita líklega að piparinn, bæði svartur og ljós, kemur úr jurt, sem heitir „piper nigrum“, er klif- urjurt, ekki ósvipuð vínviði, og vex aðallega í skógunum milli Travan- core og Malabar á Indlandi. Og hverjum skyldi nú detta í hug, að pipar var einu sinni jafn dýrmætur sem gull og silfur? Öldum saman voru það aðeins höfðingjar, sem gátu haft pipar á borðum. Og sú var tíðin, að pipar var notaður sem gjaldmiðill, alveg eins og peningar. Kanel voru menn -farmr að nota löngu áðuy en sögur hóf"st„ Km-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.