Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 10
358 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS sjáum vér aðeins bregða fyrir hvítu f jöðrunum í stélinu, hann er þotinn á stað lengra inn í skóginn. En ef vér staðnæmumst stundarkorn, þá kemur hann til vor og háskammast út af því að vér skulum vera að slóra. Þannig göngum vér í tíu mínút- ur — og fimm í viðbót. Þá breytir fuglinn allt í einu um háttu. Nú flýgur hann í hring, hættir að garga og sezt svo í fíkjutré og situr þar sem fastast, eins og hann vilji þar með benda oss á að nú séum vér komnir í áfangastað. Það var rétt. Zuluinn tekur eftir holu í stofni á akasíutré. Hann leggur evrað við tréð og inni fyrir heyrir hann stöðuga suðu, svo eng- inn efi er á að þarna er býflugnabú. Fylgdarmenn vorir tendra nú kyndla til þess að geta varizt flug- unum, og svo er farið að víkka hol- una. Eftir nokkra stund er þarna dreginn út býkúpukleggi, löðrandi í hunangi. En hvað er nú orðið af fuglinum, sem vísaði oss á þetta? Hann hefur setið grafkyrr í fíkju- trénu og steinþegir, eins og honum komi þetta ekkert við. En hann á sín laun skilið. Vér brjótum bút af kleggjanum og festum hann á trjágrein og myljum nokkuð af vaxi niður á jörðina. Og nokkuð af hunangi verður að skilja eftir. — Svertingjum kæmi aldrei til hugar að hirða allt hunangið, því að þeir halda að þá mundi fuglinn aldrei hjálpa sér framar, eða jafnvel hefna sín með því að leiða þá á villigötur, beint í opið ginið á slöngu eða hlébarða. Vér fórum skammt og földum oss til þess að vita hvað fuglinn tæki til bragðs. Hann flaug þegar á kleggjann og byrjaði að kroppa. Hann át aðallega vax, en bætti sér svo í munni með hunangi við og við. Hann er ekki sólginn í hunang, þótt svo sé sagt. JJVERNIG stendur nú á því að þessi fugl skuli bjóðast til þess að leiðbeina mönnum? Áður en ég fór að rannsaka þetta mál, var það almenn skoðun, að fuglinn gæti ekki náð sér í hunang sjálfur og yrði því að fá hjálp til þess. Þess vegna vísi hann Svert- ingjum á býflugnabúin í von um að njóta sjálfur góðs af. í fljótu bragði virtist þessi skoð- un mjög sennileg, en hún þolir ekki gagnrýni. Það er langa nót að rekja að upptökunum að venjum dýr- anna, og breytingarnar á þeim hafa orðið ákaflega hægfara. En hér var um hæfileika að ræða, sem fuglinn gat sjálfur ekki haft neitt gagn af fyr en hann hafði kennt öðrum óskyldum skepnum að hagnýta sér ratvísi sína. Þetta var gáta, og til þess að geta ráðið hana varð ég að kynnast fuglinum sem bezt. í fyrsta lagi virtist mér það aug- Ijóst að fuglinn mundi hafa fengið þessa gáfu fyrir svo mörgum þús- undum ára, að maðurinn hefði þá ekki verið til að færa sér hana í nyt. Þess vegna hefur fuglinn haft samvinnu við einhverja aðra, áður en maðurinn kom til sögunnar. Sænskur ferðamaður, Andrew Sparrman, ferðaðist um Afríku 1785 og hann segir frá því, að blökkumenn hafi sagt sér, að fugl- inn vísaði eigi aðeins mönnum á býflugnabúin, heldur einnig dýri nokkru greifingjaættar, sem þeir nefna hunangssleikju. — Margir studdu þessa frásögn seinna, en mér er ekki kunnugt um að neinn hafi séð þetta með eigin augum fvr en 1950. Mér þótti sagan ótrúleg, fyrst og fremst vegna þess, að talið var að greifinginn væri á ferð um nætur, en fuglinn aðeins á ferli á dag- inn. í öðru lagi var talið að greif- inginn gæti ekki klifið í tré, en nú eru flest býflugnabúin hátt uppi í stofnum trjánna. Með því að spyrjast rækilega fyrir komst ég að raun um að marg- ir menntaðir hvítir menn höfðu með eigin augum séð slíka sam- vinnu milli fugls og greifingja, og þá var engum blöðum um að fletta að þetta var satt. Ég komst einnig að því, að greifinginn er á ferð jafnt nætur sem daga þar sem ekki er mannabyggð, og að hann getur klif- ið tré. Samvinnan hefur því upphaflega verið með fugli og greifingja, og það er augljóst að blökkumenn hafa tekið eftir þessu þegar þeir voru að snuðra um hunangslsit greifingjans. Einu sinni spurði ég Zulua hvers vegna hann ræki upp þessi kok- hljóð og berði saman spýtum. „Ég er að tala við fuglinn,“ sagði hann. Seinna spurði ég hann: „Hvernig er hljóðið í greifingjanum?” — „Al- veg eins og þegar við köllum á ratann,“ sagði hann, og gaf þar með í skyn að þeir væri að herma eftir greifingjanum. Og enda þótt rati komi oft til manna án þess að hann sé kallaður, þá halda blökku- menn að vissara sé að herma eftir greifingjanum. ÆSTA skrefið var að kynnast betur lífsviðurværi fuglanna. Ég hef þegar getið þess, að það eru aðeins tvær tegundir, sem vísa mönnum á býílugnabú, en menn hafa komizt að því að allar tegund- irnar eta vax. Af þessu þóttist ég sjá að ekki væri það af matarþörf að ratinn vísar á býflugurnar. Ég koms\ líka að því, eins og áður var sannað, að fuglarnir þurfa ekki vax því að þeir veiða maðka og flugur. Leiðbeining þeirra stafar því ekki af því að þeir sé svangir. Ég skaut tvo fugla, sem voru að vísa mér á býflugnabú, og fóarn þeirra var fullt af vaxi og ormum. Hvorugur þeirra var svangur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.