Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1954, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 353 Gunnar Dal: Seinni grein. Descartes FkESCARTES er kallaður faðir nútíma heimspeki, heimsmynd- unarfræði og sálfræði. Framar öllu öðru var hann þó stærðfræðingur. Heimspeki hans öll var hömruð í smiðju rúmfræðinnar og tók á sig mynd teningsins. Hann sjálfur var hinn fyrsti punktur í þessum ten- ing, guð var hin fyrsta lína, ver- öldin var flöturinn, siðfræði, trú, vísindi, listir og allir aðrir hlutir í ríki mannssálarinnar voru hæðar- línur sem risu á þessum fleti. Alla sanna þekkingu og alla sanna heimspeki helt Descartes að hægt væri að fella inn í reglur rúmfræðinnar. Hann segir m. a. í bók sinni „Descourses de la met- hode“. „Mér geðjaðist vel að stærðfræði vegna þess hve sannanir hennar voru óyggjandi og sjálfsagðar, en þó haf ði ég ekki enn sem komið var uppgötvað hið sanna hlutverk hennar.“ — Og á öðrum stað segir hann: „Þessar löngu keðjur af rök- fræðilegum ályktunum, bæði ein- földum og auðveldum, sem rúm- fræðingar nota til að setja fram hinar erfiðustu sannanir, urðu til þess að ég fekk þá hugmynd að allt sem kynni að birtast í vitund mannsins kynni að vera tengt sam- an á annan hátt og að engin sann- indi væru svo fjarlæg að ekki mætti komast til þeirra að lokum, engin svo djúpstæð, að ekki væri hægt að uppgötva þau, ef menn gættu þess aðeins að veita engu því viðtöku, sem ekki væri sann- leikur, ef menn gættu þess að draga jafnan rétta ályktun af staðreynd- um.“ En hvernig átti Descartes að koma heimspekinni yfir á þennan grundvöll skynseminnar? Kirkjan réði yfir hugum manna. Hina gömlu grísku heimspeki hafði hún klætt í búning miðaldanna og við hana bættist svo heimspeki kirkju- feðranna. — Descartes hafði vissa óbeit á þessari heimspeki. Hvernig gat hann sett fram sína nýu heim- speki án þess að lenda í beinni and- stöðu við kirkjuna og stétt sína? Descartes tók það ráð að þvo spjald heimspekinnar hreint og byrja al- gjörlega að nýu. En fyrst hann byrjaði ekki heimspeki sína á sama hátt og kirkjufeðurnir og hinir gömlu grísku heimspekingar, á hverju gat hann þá byrjað? — Þeg- ar stærðfræðingur fær dæmi til úr- lausnar verður hann að fá gefnar upp einhverjar ákveðnar stærðir, sem áður hafa verið sannaðar eða eru augljósar. En hver var þessi stærð sem Descartes gat gefið sér upp? Var nokkuð það til sem Des- cartes gat vitað með fullri vissu að væri óyggjandi sannleikur? Var til nokkur sönnun fyrir því að öll skynjun mannsins væri ekki tóm skynvilla? Hvernig getum við vitað að heimurinn sé í raun og veru til en sé ekki aðeins blekking eður gjörningar einhvers ills anda? — Dreymir okkur ekki um lönd og borgir og þegar við vöknum upp af draumi okkar, — hvar eru þá þessi lönd og þessar borgir? Þær eru hvergi til nema í draumi okk- ar. — Og getur nú ekki verið að við vöknum upp af draumi lífsins einn góðan veðurdag og spyrjum undrandi: Hvar er þessi jörð okkar og þessi heimur, sem við lifum í? — Og við verðum þá e. t. v. að svara á sama hátt: Hann er hvergi til nema í draumi okkar! — Og þannig segir Descartes getum við efazt um alla hluti í jörðu og á. — En er þá ekkert öruggt, enginn fastur punktur til að draga línu út frá? Bíðum við. Eitt höfum við þegar uppgötvað, eitt er þá a. m. k. alveg víst: Við efumst. Að efast er að hugsa. Því meira sem við efumst þeim mun meira hugsum við! Þannig getum við fullyrt að við hugsum: Maðurinn hugsar. Að hugsa er að vera til. Og þannig hefur Descartes tekizt að festa hinn fyrsta punkt á þetta auða spjald heimspekinnar: Cogito, ergo sum. Ég hugsa, þess vegna er ég til! En í raun og veru efaðist Des- cartes aldrei um tilveru sína eða veraldarinnar. Hann aðeins læzt efast. Sannir efasemdamenn eins og Pyrrho og Montaigne efuðust vegna þess að þeim tókst ekki að komast að neinni niðurstöðu. Des- cartes læzt efast til þess eins að komast sem auðveldlegast að fastri niðurstöðu. Þetta er heldur ekki aðferð kirkjufeðranna: Ég trúi til þess að geta skilið höfðu þeir sagt. Ég verð að efast til þess að geta skilið, segir Descartes. Þannig heldur Descartes með þessu inn á nýar brautir, sem leiða til þeirrar heimspeki sem við á okkar tímum köllum „nútíma heimspeki“. En þessi fræga setning Descartes, Cogito, ergo sum, sem er fyrsti punkturinn í heimspeki hans segir þó í sjálfu sér ekki mikið og sem sönnun um tilveru er hún einkis virði. Fjölmargir heimspekingar

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.