Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 12
248 T
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
úr því eru búnir til hattar. Það er
notað í aktýgi og fatnað og ótal
margt annað þar á milli. Líklega
er ekki til jafn fjölbreytt fram-
leiðsla úr neinu öðru hráefni. Og
það er notað af háum og lágum,
konungum og stjórnmálamönnum
jafnt sem hinum fátækustu bænd-
um og fiskimönnum.
ÝMSAR TEGUNDIR LEÐURS
Langsamlega mest af því leðri,
sem er í notkun, er gert úr fjórum
tegundum hráefnis: nautgripahúð-
um, kálfskinni, sauðskinni og geit-
skinni. Einu sinni voru hanzkar
gerðir úr fuglahömum og ,var sagt
að slíkir hanzkar gerðu hendurn-
ar sérstaklega mjúkar og hvítar.
Einu sinni var það venja að slátra
kálffullum kúm nokkru áður en
þær áttu að bera, til þess að fá
skinnið af kálfinum, því að þá var
það sérstaklega mjúkt og þunnt.
Þetta kálfskinn var svo notað í
hanzka og er sagt að þeir hafi
stundum verið svo fyrirferðarlitlir,
að hægt var að geyma þá í hnot-
skurn. Alkunnugt er það að kara-
kúl-ám er slátrað nokkru áður en
þær eiga að bera, til þess að ná
skinnunum af lömbunum.
Ágætt leður er búið til úr slöngu-
hömum og fiskroðum og einnig úr
hákarlsskrápi. Fyrir nokkrum árum
lét vörueftirlitið í Bandaríkjunum
(U. S. Bureau of Standards) það
í ljós, að skór, sem gerðir væri úr
leðri úr hákarlskrápi, væri miklu
betri heldur en skór úr kálfskinni,
sem þá var tíðast. Var þar sagt,
að reynslan væri sú, að „leður af
sjávardýrum entist miklu betur
heldur en leður af landdýrum og
auk þess væri minni hætta á að
tærnar á skónum brotnuðu og
beygluðust þó að menn ræki þær
í“. Ur hrosshá fæst ágætt leður í
skó og aktýgi. Svínsskinn er mikið
notað í réiðver, vasabækur, tösk-
ur, skjalatöskur o. s. frv. Leður í
hanzka er aðallega gert úr skinnum
af dýrkálfum, kiðum og lömbum
og jafnvel úr hundsskinni. í alls-
konar vandaðar töskur er notaður
hamur af snákum og slöngum og
krókódílaskrápur. En ekki er hægt
að nota krókódílsskráp í skó, nema
því aðeins að krókódíllinn hafi ver-
ið að minnsta kosti 50 ára gamall.
Úr rostungssverði eru gerð hjól til
þess að gljáfægja silfur og til þess
er einnig notaður svörður af fil,
nashyrning og flóðhestum. Keng-
úruskinn þykir mjög gott í skó, því
að það er bæði mjúkt og seigt.
Skinn af antílópum er notað í tösk-
ur, sem þurfa að endast vel.
SÚTUNIN
Allt leður, hverju nafni sem
nefnist, er sútað, en aðferðin við
sútunina er mjög margbrotin, eftir
því hvert hráefnið er, og er talað
um fjörutíu mismunandi sútunar
aðferðir, að minnsta kosti.
Hráefnið, af hvaða skepnu sem
það er, er upphaflega límkennt og
skemmist fljótt þegar loft leikur
um það, eða það blotnar. Aðferðin
við að búa til leður, er því aðallega
í því fólgin, að breyta mjög for-
gengilegu efni svo að það verði svo
að segja óbilandi.
Langt er nú síðan að menn kom-
ust upp á þetta, en um þúsundir
ára var aðferðin alltaf sú sama, að
láta hráéfnið liggja í sútunarlegi
tímunum saman, allt að þremur
mánuðum. Sútunarlögurinn var bú-
inn til úr blöðum, sem mest líkjast
teblöðum. En nú hafa menn komizt
upp á betri aðferðir, og með ýms-
um efnablöndum er nú hægt að
súta skinn á fáum klukkustund-
um.
Fyrrum voru þó notaðar fleiri
aðferðir til þess að búa til leður.
Hómer getur þess í Iliad, að skinn
hafi verið gerð endingargóð með
því að bera olíu í þau. Gyðingar
notuðu eikarbörk til þess að súta
skinn, og sú aðferð helzt lengst. En
þeir, sem ekki höfðu neitt efni til
sútunar, þurrkuðu skinnin og eltu
þau svo, eins og gert var hér á
íslandi til skamms tíma. Hér voru
einnig rist ólarreipi úr hörðum
skinnum og lögð í lýsi, og er það
svipuð aðferð og Hómer getur um.
Sennilega hafa Egyptar komizt
upp á það fyrstir manna að súta
skinn og aðíerð þeirra hefir verið
mjög snjöll, því að víða í söfnum
eru enn til skinn, sem menn vita
með vissu að voru sútuð í Egypta-
landi fyrir rúmum 3000 árum. Og
úr því að aðferðin var orðin svo
fullkomin þá, má ætla að hún hafi
í fyrstu verið upp fundin þúsund-
um ára áður, eða áður en sögur
hófust. Af Egyptum hafa svo Gyð-
ingar lært sútun, því að vitað er
að þeir notuðu sútuð skinn í tjöld
sín á eyðimerkurförinni, og tjald-
búðin var upphaflega gerð úr sút-
uðum sauðskinnum og selskinn-
um.
Hinir fornu Grikkir og Rómverj-
ar sútuðu skinn og notuðu þau
mikið. Meira að segja gerðu Róm-
verjar sér einu sinni peninga úr
leðri. Herodot getur þess, að þeir
sem bjuggu austur við Kaspíahaf,
hafi notað selskinn til fatnaðar.
Strabo getur þess, að Massagetar
(forfeður Gotanna) hafi gengið í
loðskinnsfeldum. Cæsar og Lactan-
tius geta þess að Germanar hafi
haft hreindýraskinn til klæðnaðar.
Ög enn í dag er grávara notuð til
klæðnaðar, bæði fyrir karla og
konur, en sérstaklega sækist kven-
fólkið eftir lóðkápum.
Nokkuð er nú síðan farið var að
framleiða gerfileður, sem er miklu
ódýrara en reglulegt leður. F.n
þrátt fyrir það heldur leðrið úr
dýraríkinu enn velli, einkum þó
sem efni í skófatnað. Talið er að
mannkynið noti nú rúmlega hálfa
milljón smálesta af sólaleðri á ári.