Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNRLAÐSINS 243 þjóðhöfðingi í Liechtenstein, en hann er sá fyrsti, sem á heima í landinu sjálfu. Fyrirrennarar hans áttu allir heima í Vínarborg og bjuggu þar í skrautlegri höll, sem þeir áttu sjálfir. Hann berst ekki mikið á. Hann gengur aldrei í ein- kennisbúningi og dvelst lengstum á heimili sínu. Hann las ekki lög til þess að verða fær um að stjórna ríki sínu, heldur lærði hann jarð- yrkju og skóggræðslu og taldi það betur henta hjá þjóð, sem lifir mestmegnis á því, sem landið gef- ur af sér. Kona hans heitir Georgina, og er alltaf kölluð Gína prinsessa. Hún var áður greifynja af Witzek, af göfugri austurrískri aðalsætt. En hún segir að það sé aðeins hending að hún hafi orðið furstafrú í stað þess að verða fjósakona Þetta er að nokkru levti rétt. Þegar seinni heimsstyrjöldin hófst, skylduðu Þjóðverjar austurrískar konur til þess að vinna að framleiðslu, og kom það þá í hlut hennar að vinna uppi í sveit. Hún fæddist í Graz. Móður sína missti hún þegar hún var tveggja ára gömul, en faðir hennar er enn á lífi og er nú forseti ættfræðinga- félagsins austurríska. Hann var áð- ur vel efnaður og ólst Gína upp á sveitarsetri, sem hann átti. Þegar hún hafði aldur til, var hún sett í klausturskóla í Vín, og seinna var hún send til framhaldsnáms í öðr- um klausturskóla í Róm. Þegar hún kom til Vínarborgar aftur, fór hún að læra listteikningu og mál og talar nú jöfnum höndum ensku, frönsku og ítölsku. Hún er nú um þrítugt, há og grönn, virðuleg og elskuleg í fasi. Manni sínum kynntist hún fyrst árið 1940. Þau eru nokkuð skyld, en hann er sextán árum eldri en hún. Þau giftust í höfuðborg Liechten- stein, Vaduz, árið 1943 og gaf bisk- upinn af Chur þau saman. Nú eiga þau fjögur börn. Elzti sonurinn, sem er ríkiserfingi, heitir John Adam. Hann er nú tíu ára gamall og guðfaðir hans var sjálfur páf- inn. Svo eru þeir prins Philipp og prins Nicolas. Yngst er Elisabet prinsessa, fimm ára gömul. Öll eru börnin bláeyg og ljóshærð. Þeim er ekki gert hærra undir höfði en öðrum börnum. Drengirnir þrír ganga í barnaskólann með öðrum jafnöldrum sínum. Liechtenstein er í rauninni ekki annað en nokkrir dalir, sem sker- ast inn í Alpafiöllin, og þarna eru upptök Rínar. Náttúrufegurð er þar furðu mikil. Blá og fannkrýnd gnæfa Alpafjöllin yfir hina frjóv- sömu dali og byggðina. Á 300 feta háum kletti er heimili furstahjón- anna. Það er forn kastali með há- um turnum og mikill um sig til- sýndar svo að ætla mætti að húsa- kynni væri þar mikil og rúmgóð. En það er þó öðru nær, því að veggir kastalans eru 20 feta þykkir. Gengið er til kastalans yfir vindu- brú nokkra og stendur þar heljar mikil fallbyssa, en hún hefur aldrei verið notuð nema við hátíðleg tæki- færi. Er svo komið inn í hallargarð, sem enn er með miðaldasvip. — Inni í kastalanum er margt með fornum svip, en nýtízku húsgögn og annað þar inn á milli, og fer þetta vel saman. Og þarna í kastal- anum er mjög merkilegt málverka- safn, talið hið stærsta og dýrmæt- asta málverkasafn, sem til er í eigu eins manns. Hefur þessum lista- verkum verið safnað af fimmtán ættliðum, og eru þar verk allra frægustu listamanna heimsins. Alls eru listaverkin 2000 að tölu. Safn þetta var lengi geymt í Liechten- stein-höllinni í Vínarborg, en í aprílmánuði 1945 gáfu Þjóðverjar furstanum leyfi til þess að flytja það heim í Vaduz-kastala. Þar var því svo komið fyrir og er þess vandlega gætt að jafn hiti og ákveðið rakastig sé í herbergjun- um, svo að málverkin skemmist ekki. Og hér má nú sjá þróunar- feril málaralistarinnar um þúsund ára skeið. Liechtenstein-furstaættin var vell auðug áður en heimsstyrjaldirnar hófust, var talin meðal tíu ríkustu ætta í Norðurálfunni. Auk margra stóreigna í Austurríki átti hún víð- lenda skóga, námur og stóra bú- garða í Tékkóslóvakíu og Siliciu, en allar þær eignir gerðu kommún- istar upptækar, er þeir brutust þar til valda. Furstahjónin eru mjög vinsæl í landi sínu og heimili þeirra er til fyrirmyndar. — Furstafrúin tekur mikinn þátt í störfum Rauðakross- ins og er í ýmsum kvenfélögum, sem vinna að almenningsheill. Þau hjónin iðka og íþróttir, sérstaklega sund og skíðaferðir, og dveljast oft um vetur í St. Moritz eða Kitz- búhel. Stökur Lengi hafa þjóðir þreytt þref og- skraf um ekki neitt, af því stafað ógn og tál, ekkert vafamál. Orðaflaumur, útvarps glam eins og draumur líður fram, hafa naumast nornir hér nokkurn taum á sér. k Þjarkið löndum fjarstu frá, fer að ströndum okkar þá, reyrir böndum hugarheim, hrakinn bröndum tveim. Ether-leiðir frekt það fer, flest á reiðiskjálfi er. Skyldi meiða heilan hríð, högg er greiðir tíð? Eitt er — það er annað mál — okkar skaðar hug og sál orðavaðall ár og síð, eins í stað og tíð. SIGURÐUR NORLAND

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.