Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS } l 3 í ) l l © VESTURFARASÖNGUR Hví skal ei liðka hljóða hjartans strengi og hefja ljóð frá brjósti siðstu slund að kveðja þig, vort kæra móður vengi þú kalda, bera, forna ísa-grund, ( sem hefur oss á brjóstum þínum borið og býtt oss öllu sem að máttir þú, — en áttir hvorki vonina eða vorið. Ó, veslings land! Þvi kvcðjum vcr þig nu. Vor litli liópur héðan leggur glaður þótt hnýpni brá og gjörist hjartað kramt, því sinnar móður svo er einn hver maður og svo er oss að glúpna orðið tamt, en hér er neyðar harmabraut títt ctið og hér er frjálsum drengjum næsla óvært, og hér cr orðið helzt til lengi setið þvi hamingjan sér smátt um oss lét kært. Því skal nú bcina hugð að nýjum hcimi því hvcr sin næstur gjörast mun þó sjálfs — þars ærið er af anda og likams seimi og öllu bezt að mál og hyggja er frjáls. Lu höndin vinnur verk er avöxt bera og vonin brosir dátt við hlýrri sól þars enginn landi annan gerir þéra og ágætið ei binzt við hempu og kjól. STEFÁN SIGFÚSSON fyrr prestur. l t í 1 I I I s I Lesbók hefir fengið kvæði þetta hjá Þórarni Steíánssyni bóksala í Húsavik, og lét hann fylgja þessar upplýsing- ar: „Stefán þessi var prestur okkar Keldhverfinga á árunum 1877—1879, fékk þá Skútustaði og var þar til 1886. Þá losnaði Hof í Alftafirði og var honum veitt það brauð, en þangað hefði hann aldrei átt að fara, því að þar var hempan tekin af honum 1890. Var hann síðan embættislaus, en stund- aði barnakennslu og smáskammta- lækningar í Borgarfirði eystra og við- ar fram að aldamótum. Sagði hann mér að hugur sinn hefði staðið til læknisnáms þegar hann varð stúdent, en foreldrar hans voru þvi mótfallin, líklega vegna þess, að læknanám tók lengri tíma og hefði kostað meira en guðfræðinámið. Hann þótti ölkær um of og fyrir það missti hann hemp- una. Þetta kvæði, sem hann orkti þegar hann fór alfarinn af landi burt, hefir að vísu ekki mikið gildi sem skáld- skapur, en það sýnir hug hans og til- finningum þegar hann er á förum, og það er víst að hann og fjölskylda hans áttu við mikla fátækt og örðugleika að striða meðan þau voru hér á landi. Eg hygg að þetta sé hið eina ljóð, sem liggur eftir Stefán, og ég veit ekki til að það hafi verið prentað. Ég kynntist Stefáni fyrst 1897 og tókst þegar góður kunningsskapur með okkur og entist meðan hann lifði, og á ég mörg löng og góð bréf frá honum, sem hann skrifaði eftir að hann kom til Ameríku“. Stefán var fæddur 9. júlí 1848, sonur Sigfúsar að Skriðuklaustri Stefánsson- ar (prests á Valþjófsstöðum, Árna- sonar) og konu hans Jóhönnu Sigríðar Jörgensdóttur héraðslæknis Kjerúlfs. Hann var gjörfulegur maður og hraust- menni og stundaði iþróttir. Er eftir hann grein um íslenzku glímuna í Timariti Bókmenntafélagsins 1900. Kona hans var Malena Pálína Þor- steinsdóttir Metúsalemssonar á Ey- ólfsstöðum. Þau eignuðust 6 börn. Stefán dó 15. des. 1906. 251 Þrjár eyar MIKLAR deilur standa nú út af þrem- ur eyiondum. Það er Nýa Gínea, Kýp- ur og Formósa. Nýa Ginea er önnur stærsta ey í hcimi. Astralíumenn ráða yfir austur- hluta hcnnar, cn vesturhlutinn helir um rúmlega hundrað ára skeið verið hollenzk nýlenda. Nú krefst indonesia þess að fá hana. Indónesia er eyriki, sem Hollend- ingar reöu áður yfir. Þegar riki þetta fékk sjálfstæði, var í samningunum um það gert ráð fyrir, að Holiendingar og lndónesta gerðu scrstakan samning um Nyu Gmeu. Arið 1954 slitu Indónes- ar stjórnmálasambandi við Holland, og þa toldu Hollendingar að þetta ákvæói væri fallið um sjállt sig. En lndónesar voru ckki á þeirri skoðun. Þeir fóru með málið fyrir þing Sameinuðu þjóð- anna í dcsembcrmánuði s. 1. og kröíð- ust þess, að Hoilendingum væri skip- að að hafa sig brott frá eynni. Araba- rikin og Rússland studdu þessa laöfu, en rnálinu var visað frá með 34:14 at- kvæöum, á þeim grundvelli, að Hol- lendmgar og Indónesar yrói sjálfir að jafna þessa deilu með sér. Sú aígreiðsla málsins þýðir það, að meiri hluti Sam- einuðu þjóðanna telur, að Indóncsía eigi ekkert tilkall til Nýu Gíneu. Um Kýpur stendur deilan milli Eng- lendinga og Grikkja. Meiri hluti eyar- skeggja er grískumælandi og þess vegna telja Grikkir, að þeir eigi eyna og vilja að þar fari fram atkvæða- greiðsla um það, hvort menn vilji held- ur vera grískir eða enskir þegnar. En Englendingar halda því fram að Kýp- ur sé brezk nýlenda og eign brezku krúnunnar, og þess vegna komi það ekki til mála að slík atkvæðagreiðsla geti farið þar fram. Auk þess sé eyan Bretum nauðsynlcg vegna aðstöðu sinnar við austanvert Miðjarðarhaf. Grikkir viðurkenna það líka og hafa nú skotið málinu á frest um sinn, en áreiðanlega verður það tekið upp aft- ur þegar minnst varir. Deilurnar um þessar tvær eyar mur.u ólíklega valda friðslitum í heiminum. En hið sama verður ekki sagt urn Formósu-deiluna. Þar er mesta hættu- svæðið nú, og margir óttast að þriðja heimsstyrjöldin muni kvikna af þeim glæðum, sem þar er nú blásið að.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.