Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 5
LESBOK MORGUNBLAÐSINS
241
r*r
Nr. 6: Hluti af gerlarannsóknarstofunni við Skúlagötu 4. Á borðinu við glugg-
ann eru tvær smásjár. Lengra til hægri eru tæki til gerlatalningar og áfyll-
ingar glasa. Á borðinu til vinstri er m. a. sýnishorn af mjólk og tóm mjólkur-
flaska til rannsóknar á því, hvernig hún var þvegin.
tækilegar og hvar þær er að finna.
Hefur Tómas lagt að sjálfsögðu
aðaláherzlu á að kynna sér með
ferðalögum um landið, hvar séu hér
hagnýtar bergtegundir. Má ekki
búast við að slíkar yfirgripsmiklar
rannsóknir leysist á nokkrum ár-
um. Nám hans um bergfræðileg
efni kemur og að miklum notum
þegar menn gera meiriháttar
mannvirki í bergi. Þannig var
Tómas jarðfræðilegur sérfræðing-
ur við byggingu orkuversins við
Irafoss og Kistufoss við Sog, sem
að mestu leyti eru neðanjarðar,
eins og kunnugt er.
Er Tómas var að því spurður
hvort ekki væri það bagalegt fyrir
hagnýtar rannsóknir í landinu í
þessum efnum hve fáir landsmanna
hefðu haft tök á að afla sér upp-
lýsinga um bergtegundir landsins,
sagði hann að það væri bót í máli,
hve tiltölulega margir landsmenn
söfnuðu steinum út um víðavang og
færðu þá heim með sér, þó þeir
ef til vill hefðu mjög takmarkað-
an kunnleik á því, hvaða bergteg-
undir þar væri um að ræða. Þessi
áhugi manna getur auðveldlega
orðið til þess að fróðleikurinn um
bergtegundirnar fái skjótari út-
breiðslu en ella. Fundur perlu-
steinsins í Prestahnúk er gott dæmi
þess.
Ættu menn að hafa í huga að
bergfræðingurinn ætti að ná til
hinna ónafngreindu bergtegunda-
safna, sem eru í vörzlum manna
víðsvegar um landið.
Perlusteinsfundurinn við Presta-
hnjúk varð með þeim hætti að Jón
Eyþórsson, veðurfræðingur, átti
leið um þessar slóðir. Hann rak
þá augun í einkennilegt grjót í
hnjúknum og tók lítið sýnishorn af
því og hafði heim með sér og
færði Tómasi, því hann bar ekki
kennsl á bergtegund þessa. En
perlusteinninn er venjulega ljós-
grár á lit, ekki ósvipaður gráum
vikri, en noltkuð þyngri. Við átöku
getur hann verið svipaður vikri
Bergtegund þessi er glerkennd, er
kemur einkum fram þegar molar
af henni eru brotnir.
í fyrra fannst mikið magn perlu-
steins í Prestahnjúk, uppi við Lang
jökul en áður var fundið allmikið
af sömu bergtegund í Loðmundar-
firði. Ekki er ósennilegt að perlu-
steinninn gæti orðið hér hagnýtur
sem útflutningsvara, einkum ef
hann fyndist á nærtækum stað
skammt frá útílutningshöfn. Mikið
er notað af þessari bergtegund,
einkum í Vesturheimi, en skörtur
á nærtæku hráefni hefir til þessa
hindrað útbreiðslu perlusteinsiðn-
aðar við norðanvert Atlantshaf.
GERLARANNSÓKNIRNAR
Eins og áður er getið er gerla-
rannsóknarstofa Iðnaðardeildarinn
Nr. 7: Áhöld til „titreringar*1, vigt og áhald til að mæla,
hve hitinn er lengi að í'ara í gegnum niðursuðudós. Fremst
á myndinni til hægri er tæki til að prófa þéttleika dósa.
Dr. Sigurður Pétursson til hægri á myndinni.