Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1955, Blaðsíða 16
252 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS VORIÐ ER KOMIÐ. — Ilvergi er vorinu fagnað jafn innilega og í sveitum ís- lands. Borgarbúinn fer á mis við margar af dásemdum vorsins, heimsókn far- fuglanna, grænkandi dali, sauðburð og gleði kúnna þegar þær eru leystar út. En borgarbúinn finnur þó mun á sér þegar vorið kemur, því um æðar hans fer kraftur hins vaknandi lífs. Jafnvel eftir svo mildan vetur sem nú var, mark- ar vorið þáttaskil í lífi hvers manns, jafnt yngri sem eldri. — Hér er vormynd úr Reykjavík, tekin hjá Tjörninni — tveir ráðsettir borgarar, sem eru að viðra af sér doða vetrarins, og æskan, sem horfir vonglöð mót sumri og sól (Ljósm. Ól. K. Magn.) BRIDGE A D 9 8 6 5 V K G 10 5 ♦ Á * Á 9 2 A G 4 V 9 6 3 ♦ 10 8 3 * K 8 6 5 4 A Á 7 3 V Á D 4 2 ♦ K D 7 5 4 * 3 S sagði 6 hjörtu og L 8 kom út. Það væri freistandi fyrir S að treysta á spaðann, en hann sér að annað ráð er hyggilegra, og gerir þá ráð fyrir því að trompin sé skift 3—2 og tíglarnir 3—4. Hann drepur með L Á og slær svo út laufhraki og trompar á hendi. Svo kemur tígull og er drepinn með ásnum og annað laufhrak er trompað á hendi. Aftur kemur tígull og er trompaður í borði og nú fyrst kemur út tromp, er drepið með ás og síðan er H D drepin með H K og gosanum slegið út. Nú kemst S inn á S Á og tek- ur þrjá tígulslagi, og með þessu móti verður hálfslemm. ___*'D®®®6\_5 Fjaðrafok FER.TAN Á HNAUSAKVÍSL Björn Jósefsson læknis Skaftasonar hjó á Hnausum. Þar kom Saura-Gísli eitt sinn og bað um ferju yfir Hnausa- kvísl. enda var hún í miklum vexti og flug í henni. Björn tók vel undir þetta, en Gísli veitti því eftirtekt, að bóndi tók torúiskækil með sér þegar þeir gengu niður að bátnum og fór að grennslast eftir, í hvaða skyni þetta væri gert. Björn sagði honum að bátur sinn væri orðinn óþéttur á kafla, og ætlaði hann að nota torfuskækilinn til að bæta úr því. Þegar kom að bátnum tróð Björn torfuskæklinum í gat, sem var niður undir kili. En er kom út á ána losnaði torfuskækillinn og vatn bunaði inn í bátinn. Skipaði Björn þá Gísla að setjast á gatið, svo að bátinn fyllti ekki, annars hlyti hann að sökkva með þá báða. Hér væri um lífið að tefla. Þessu hlýddi Gísli, en Björn tók hraustlega til áranna, til þess að ná landi sem fyrst, en þá tókst svo slysa- lega til, að önnur árin brotnaði við átakið. Missti Björn nú alla stjórn á bátnum, sem barst ofan ána með straumnum. Sitjandinn á Gísla fell ekki svo vel í gatið, að vatnsrennslið inn í bátinn gæti stöðvazt, heldur dýpkaði sífellt á Gísla. Óvíst er hvernig farið hefði, ef bátinn hefði ekki borið upp á Sveinsstaðaengjar og strandað þar við flóðgarð. — (Endurminn. Sig. Briem). SENDING Kolbeinn faðir Þorleifs ríka á Háeyri bjó í Ranakoti. Hann þótti nokkuð undarlegur í skapi, drjúgorður og þó dulur, og höfðu menn það fyrir satt, að hann kynni fleira en aðrir menn. Þóttust menn bæði ráða það af því, er hann sjálfur gaf í skyn, og svo af sögu þeirri, er sagt var, að gerzt hefði á efri árum hans í Ranakoti. Þá bjó Jón bóndi Grímsson í Traðarholti. Ingi- mundur hét bróðir hans, er vinnumað- ur var hjá honum. Hann fór einn morgun í skammdegi á fætur í dögun, sem venja hans var, og gaf á lamb- hús sem stóð úti í túni. Þá er hann kom út úr lambhúsinu, kom að dyr- unum strákhnokki í mórauðri úlpu með skotthúfu á höfði. Hann heilsaði eigi, en spurði snúðuglega: „Hvar er Ranakot?" IngimundUr vísaði honurn þangað og spurði um leið: „Hvað heitir þú?“ Hinn svarar snöggt: „Ég heiti Gvendur“, og hljóp óðar ofan að Ranakoti. Þar var fólk í svefni og hrökk upp við það, að barið var á þekjuna. Þá sagði Kolbeinn: „Já, já, er þetta komið? Því var ég orðinn af- huga“. Hann klæddist skjótt og fór út. Hann sást eigi um daginn, en í myrkri um kvöldið kom hann heim og sagði engum hvar hann hefði verið um daginn. En þann morgun þóttist fólk á næstu bæum sjá Kolbein ganga upp í mýri og leiða strákhnokka við hönd sér. Báru menn þetta saman, og var talið víst, að Kolbeini hefði verið sendur draugur og hefði hann komið honum fyrir. Þá var hindurvitnum al- mennt trúað. (Sagan af Þuríði form.) A K 10 2 V 8 7 ♦ G 9 6 2 * D G 10 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.