Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 2
286 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS reykjardal fyrir 144 rdl. Greiddi biskup honum þá þegar 100 rdl., en 44 rdl. skyldu greiðast næsta ár. Auk þess lofaði biskup því að styrkja Loft, ef þetta fé hrykki honum ekki, þó með því skilyrði að hann hegðaði sér vel við há- skólann. Loftur kom heim eftir tvö ár og settist að hjá föður sínum. En árið 1667 kallar Brynjólfur biskup hann til kirkjuprests í Skálholti. Er það þegar talandi vottur um, að biskupi hafi líkað vel fram- ferði hans og frammistaða í Kaup- mannahöfn. Kom það og síðar fram að biskup mat hann mikils og vildi honum vel, þótt ekki yrði við ör- lögunum spornað. Er það talið meðal margra stórra rauna biskups . hvernig viðskiftum þeirra Lofts lauk. JTM ÞESSAR mundir bjó Sig-* urður Jónsson lögmaður á Ein- arsnesi í Þverárþingi. Hann var höfðingi mikill og virktavinur Brynjólfs biskups. Jón yngri son- ur lögmanns var þá í Skálholts- skóla. Hjá biskupshjónunum var þá frændkona þeirra beggja, Ragn- heiður dóttir Torfa prófasts Jóns- sonar í Gaulverjabæ, sem biskup virti manna mest og trúði manna bezt. Þau Ragnheiður og Jón Sig- urðsson lögðust á hugi, og mælt er, að Lofti kirkjupresti hafi einnig lit- ist vel á stúlkuna. Nú skeður það haustið 1669 hinn 11. nóvember, að Jón Sigurðsson veiktist hastarlega og einkennilega. Er veikindum hans lýst svo, „að hann hefði verið með stórhljóðum og öngvitum, og fengið oftlega að- svif“. En stundum kenndi hann sér einkis meins og þótti þetta með öllu ósldljanlegt, þangað til farið var að pískra um að veikindin mundu stafa af göldrum. Hefir þetta borizt Brynjólfi biskupi til eyrna, en hann reynt að þagga þann orðróm niður. Má sjá það á bréfi, er hann skrifar Sigurði lög- manni hinn 13. janúar 1670. Skýrir hann lögmanni þar frá því, að Jón sonur hans hafi þjáðst af ókennd- um krankleika þá um veturinn, og kveðst vilja segja lögmanni frá þessu sjálfur svo að þau foreldrar Jóns frétti þetta ekki á skotspón- um og máske aflagað af skæðum tungum. Með sendimanni þeim, er biskup sendi með bréf þetta, hefir Jón Sig- urðsson einnig skrifað föður sín- um og fullyrt þar, að hann hafi orðið fyrir gerningum og bent á að Loftur kirkjuprestur væri vald- ur að þeim. Sendimaður biskups lagði á stað frá Skálholti 13. janúar og sama dag semur biskup sérstaka fyrir- bæn, er hann skipaði Lofti presti að lesa í prédikunarstóli þegar dag- inn eftir og síðan á öllum messu- dögum eins lengi og þurfa þætti. Var þessi bæn um að Jóni Sig- urðssyni batnaði, og ef sjúkdómur hans sé af nokkurs manns völd- um, „fyrir sending vonds anda, eins eða íleiri“, þá er guð beðinn að opinbera þá, er að þessu sé valdir, svo að þeim yrði löglega og líkam- lega hegnt, „sjálfum guði til dýrð- ar, en andskotanum og hans lim- um til niðurlægingar og öðrum til viðvörunar“, eða þá að guð vildi sjálfur refsa þeim með dauða. Þessa bæn las Loftur þrisvar sinnum af prédikunarstóli, 14. janú- ar, 16. janúar og 23. janúar. Með þessu hefir biskup ætlað að kveða algerlega niður þann grun, að Loft- ur ætti sök á veikindum Jóns. JjEGAR lögmaður fékk bréf bisk- ups og sonar síns, brá hann við skjótt og sendi skrifara sinn, Sigurð Björnsson (er síðar varð lögmaður) suður í Skálholt með bréf til biskups. Skorar hann á biskup að rannsaka þegar hvort xr.o. veikindi Jóns muni ekki vera af manna völdum. Biskup svarar honum aftur og segist ekki geta þetta, því að ekk- ert mark sé takandi á þeim orð- rómi, sem sé á sveimi og Jón muni ekki hafa neinar sannanir fyrir grun sínum. En það kveðst hann geta sagt lögmanni með góðri sam- vizku, að ef hann vissi nokkuð um þetta, sem mark væri á takandi, þá mundi hann ekki hylma yfir það né stinga undir stól. „Ég á það ei við andskotann að virða að ég þurfi hans flokk að fylla, eða yfir hans lærisveina fjöður að draga“. Minnist hann svo á veikindi Jóns og segir að hann beri þau vel, og að beðið verði fyrir honum í dóm- kirkjunni meðan þörf þyki. Legg- ur hann svo bænina innan í bréfið, og fór Sigurður Björnsson með þetta aftur að Einarsnesi. Sjálfsagt hefir hann einnig haft meðferðis bréf frá Jóni og hefir getað sagt lög manni að Jón væri gallharður á því, að Loftur kirkjuprestur hefði komið veikinni á sig með göldrum. Sigurður lögmaður var talinn spekingur að viti, en svo sterkum tökum hafði galdratrú þeirrar ald- ar náð á honum, að hann dró ekki í efa að sonur sinn hefði rétt að mæla er hann hélt því fram að hann hefði orðið fyrir göldrum og gerningum. Og þótt lögmaður hefði mikið álit á biskupi, sýndist hon- um ekki rétt að eiga allt undir dóm- greind hans og röggsemi í þessu máh. Lögmaður reið því austur í Skálholt og hafði nánari sagnir af syni sínum. Skýrði Jón þá frá því, að Loftur kirkjuprestur hefði afhent sér blað með tveimur galdrastöfum, til þess að leggja við síðu sér, þar sem verkurinn var mestur og sagt að þeir stafir bættu ýmsar meinsemdir. Þetta blað kvaðst hann hafa geymt innan í lítilli bók á hillu við rúm sitt, en bókin hefði horfið. Seinna hefði • t-r i - -• ... - ■ J

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.