Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 8
292 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS FLJÚGANDI KRINGLUR eru geimför frá öðrum sólhverfum GREIN þessi birtist nýlega í „The American Weekly“ í New York og er eftir prófessor Hermann Oberth. Hann er kunnur sérfræðingur á sviði fjarstýrðra flugskeyta og hefir átt mikinn þátt í að gera áætlanir um hvernig hægt sé að gera bækistöð úti í geimnum. Verður ekki gengið fram hjá því sem slíkur maður segir um hið merkilega fyrir- bæri, er nefnist „fljúgandi kringlur". FG ER viss um að hinar fljúg- andi kringlur eru ekki neinar sjónhverfingar, heldur eru þetta geimför, komin frá öðru sólhverfi. Ég hygg að þessi geimför sé mönn- uð vitsmunaverum, sendum af þjóðfélagi, sem máske hefir verið að rannsaka jörð vora um aldir. Ég hygg að þeir séu sendir hingað til þess að framkvæma langvarandi skipulagðar rannsóknir, fyrst og fremst um mannkyn jarðar, dýra- líf og jarðargróða, og nú síðast til þess að fylgjast með kjarnorku- stöðvum, hernaði og hergagna framleiðslu. Það er augljóst, að ekki eru þeir hingað komnir til þess að gera inn- rás á jörðina, og þess vegna hygg ég að þeir komi eingöngu í vís- indalegum erindum. MARGSKONAR FULLYRÐINGAR Opinberar rannsóknir hafa farið fram um langa hríð til þess að reyna að ganga úr skugga um, hvað þær séu þessar fljúgandi kringlur, sem svo margir hafa séð. Og niðurstöður þessara rannsókna eru þær, að flugmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefir lýst yfir því, að oft hafi verið um „óþekkta fljúgandi hluti“ að ræða. Margar getgátur hafa því komið fram og skýringartilraunir, einkum af hálfu þeirra, sem halda því fram, að hér sé ekki um raunverulega hluti að ræða. Þeir segja að sum fyrirbær- in sé hreint ekki annað en skyn- villur, en í öðrum tilfellum hafi menn séð endurkast ljóss úr ský- um. En ég hefi ekki getað fundið eina einustu sönnun fyrir þessum staðhæfingum. Rússnesku blöðin hafa haldið því fram að Bandaríkjastjórn hafi af ásettu ráði hleypt á stað „hjá- trúnni um fljúgandi kringlur“, til þess að fá meira fé til hálofts rann- sókna og aukins herbúnaðar. En engar líkur hafa nokkuru sinni ver- ið færðar að því, að nokkur flugu- fótur sé fyrir slíkum fullyrðing- um. Aftur á móti hafa menn hvað eftir annað komizt að því í rat- sjám, að fyrirbærin voru ekki ljósa- fyrirbrigði. Og hverjum vönum flugmanni ætti ekki að vera neinn vandi að greina á milli ljósgeisla og fljúgandi hlutar. Þá hefir því og verið haldið fram, að fyrirbærin sé ekki annað en flugbelgir með ljósum, eða loft- steinar, en hvorugt fær staðizt dóm vísindanna. Enn hefir því verið haldið fram, að hinar fljúgandi kringlur sé ekki annað en amerísk og rússnesk flug- skeyti, fjarstýrð. Þeir, sem halda því fram, hafa þó ekki getað fært neinar sönnur á sitt mál. Hvert flugskeyti, sem af manna höndum er gert og flýgur hraðar en hljóð- ið, veldur geisilegum hávaða. En þeir sem séð hafa hinar fljúgandi kringlur, segja allir að ekkertheyr- ist í þeim. Síðan 1946 hafa íljúgandi kringl- ur sést svo oft og svo víða, að það væri óðs manns æði að halda því

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.