Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS • 299 jbeyaJi í>lc om Oft gouhlýan blekkir blómin smi Af blund þau vakna, hættum yfirskyggó. Þau trúa á lifið' ör af æskuþrá, en yfir vofir dauðans beitta sigð. Ég krókus-urtir ungar, fagrar sá, sem upp úr kaldri vetrarmold sig teygðu, og grænan legg í átt til sólar sveigðu með fíngerð krónublöðin — gul og blá. En þeirra biðu frostin, hret og hríð, er hreggsvöl nepja fór um gróðurroit, því nú sem ætíð blckkti góan blið. Ég blomin æskuprúð frá jörðu sleit, úr vetrarklóm og veitti stundar skjól. í vatn cg sfctti þau hjá arni minum. Og litlu blómin luku upp krónum sinum. í dauðanum þau dreymdi um vor og sóf. EINAR M. JÓNSSON neyddir til. Þeir eru á flakki og faralds fæti utan borgarinnar, eins og forfeður þeirra. Sá Tuareg, sem ekki má vamm sitt vita, sefur aldrei í húsi. Hann fer heldur ekki inn í hús á daginn, nema hann megi til. Ýmsir menn í Tamarasset sögðu mér, að þeir sæi stundum engan Tuareg vikunum saman. Tuaregs voru áður herskáir og gerðu Frökkum margan óleik. Meðan stríðið stóð milli þeirra, kepptust hvorir tveggja um að halda vatnsbólunum, og Frakkar byrjuðu á því að reisa vígi sem víðast við vatnsbólin. Sá, sem hafði. þau á. sínu valdi, hafði ráð hins í hendi sér, En það má segja Frökkum til lofs, að þeir neituðu Tuaregum aldrei um að ná sér í vatn í þeim vatnsbólum er þeir höfðu á sínu valdi. Öðru máli var að gegna um Tuarega. Ef þeir náðu einhverju vígi, misþynndu þeir hræðilega. þeim mönnum, sem gáfust upp og ráku þá síðan út í eyðimörkina að þeir skyldu deya úr þorsta. Norðan við Tamarassat er borg- in Ta-hount hjá góðu vatnsbóli. Þar stendur enn vígi, sem Frakkar reistu þar, og það er ekki lengra síðan en 1917, að Tuaregar gerðu árás á það vígi. Nú er þar enginn hermaður. Vígið er notað til þess að vera gististaður fyrir ferða- menn, sem þangað koma, og þar er aðeins einn kolsvartur Negn til eftirlits. Ung kona í Filadelfiu, Mary Gregory, var sektuð um 15 dollara fyrir að hafa brotið umferðareglur. Hún var mjög ánægð með að sleppa svo vel, borgaði og gekk síðan út í bíl sinn og ók á stað. En ekki hafði hún ekið nema fáa faðma, er hún ók á mann, sem var á leið til bíls síns, og fótbraut hann. Þetta var þá dómarinn, sem hafði dæmt hana svo vægt; „Ég hefði heldur átt að dæma hana í fangelsi“, varð hon- um að orði. Þjáningaluusíir fæðingur EGAR kloroform hafði verið fundið, fóru ýmsir að tala um, að það mundi geta létt mæðrum barnsburð, ef þær væri deyfðar með því. En lcngi vel þorðu konur ekki að hætta sér undir slíka deyfingu. Það var ekki fyr en Viktoría Englandsdrottning hafði komið mjög hart niður og hún skar upp úr með það, að ef hún ætti eftir að eignast fleiri börn, þá mundi hún láta deyfa sig með kloroform, að þá fannst öðrum konum þetta svo sem sjálfsagt, Og svo var kloroform notað við íæðingar að meira eða minna leyti allt fram að 1920. Þá kom annað deyfilyf, spm nefnt var „scopolamine", og var mjög eftir- sótt um hrið. En þó datt notkun þess skjótt niður. Þá var farið að nota loft- gas, og er það notað enn mjög víða. En nýasta deyfimeðalið heitir „trilene“, og er sagt að þess muni skammt að bíða að allar ljósmæður verði látnar fá það til þess að létta sængurkonum þjáningar. „Trilene" hefur þann kost, að ekki þarf nema mjög lítið af því, það hrifur mjög fljótlega og áhrif þess vara leng- ur en annarra deyfilyfja. Annars má geta þess að ýmsar aðrar aðferðir en deyfilyfjanotkun hafa verið reyndar til þess að létta fæðingar. Um heila öld hefur dáleiðsla verið notuð, og oft gefizt vel, en það er þó allt undir því komið að saangurkonan sé fús til að láta dáleiða sig. Fyrir nokkru var og farið að nota lyfið „methyl pentyn- ol“ til þess að róa sængurkonur og gefa þeim kjark. Það er einmitt kjarkurinn sem oft bregzt þeim, þegar að fæðingu kemur, og kvíðinn og óttinn margfalda þá þjáningarnar. Það er eitt dæmi þess hvað sálarlifið hefur mikil áhrif á lik- amann. Kjarkur og óttaleysi draga úr þjáningunum. Það er einnig hollt fyrir konur að hreyfa sig mikið um með- göngutímann. Og ef þær fylgja öllum heilbrigðisreglum og fá svo „trilene" meðan á fæðingu stendur, þá þurfa þær ekki að óttast þjáningar. (Úr grein eftir lækni í „Evening News“) ‘—' • dttRM

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.