Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 291 og eftir 34 ára útivist kemur hann svo hingað árið 1706 og er þá talinn 69 ára að aldri. Nú vildi svo til árið eftir að Loft- ur kom heim, að bólusóttin mikla barst hingað. Önduðust úr henni 26 prestar í Skálholtsbiskupsdæmi, og varð því mikill hörgull á kenni- mönnum. Þá var Jón Vídalín bisk- up í Skáiho'lti. Hann var frændi Lofts (þeir voru fjórmenningar). Kallaði hann Loft nú til kirkiu- prests í Skálholti og bannig vildi það til, að Loftur fekk aftur það embætti er hann hafði misst fyrir galdra 36 árum áður. Gegndi Loft- ur þessu embætti til 1711, en mun þá hafa verið farinn að þreki og heilsu. Eftir það naut hann stvrks uppgjafapresta og andaðist í Skál- holti hiá Jóni biskupi Árnasvni hinn 19. júlí 1724. Hafði hann aldrei kvænzt og aldrei verið við kven- mann kenndur. lkAÐ ER af Skafta bróður hans að segia, að eftir að hann varð að hröklast úr skóla, fluttist hann norður í land. Varð hann lögsagn- ari í Hegranesþingi og helt því embætti lengi, og varð lögréttu- maður 1691 og helt bví einnig lengi. Var hann talinn vel gefinn maður, mikilmenni og mikils virtur. Sonur hans var Þorleifur prófastur í Múla og officialis. alkunnur maður að skörungsskap og gáfum, og bótti bænheitastur allra klerka á land- inu. Þess vegna var hann fenginn til bess að koma af reimleikunum í Siglufiarðarskarði. Hann varð stiúpi Skúla Magnússonar land- fóppta. Nú var bað, er séra Loftur var látinn, að Þorleifur prófastur skrif- ar Jóni biskupi Árnasvni og býðst til bess að gialda honum fé fyrir dvöl Lofts í Skálholti, eftir að hann var kominn i kör, og að greiða kostnað við útför hans. Biskup svarar honum aftur og getur það Drekkingarhylur PÉTUR JÓNSSON í Reynihlíð við Mývatn skrifar mér á þessa leið: Eftir að hafa lesið þátt þinn um Árna á Grásíðu i Lesbók 17. apríl, datt mér í hug að örnefnið Drekkingarhyl- ur hlyti að vera til í Revkiadalsá og þekkiast enn. Eg átti leið ofan í Revkjadal fáum dögum seinna oe fór að prennslast eftir því hvort nokkur kannaðist við betta ömefni í ánni. Hafði tal af nokkrum fróðum mönn- um oe þekkti enginn það. En Jón Haraldsson. bóndi á Einarsstöðum sagði: „Það er þó til Drekkinearhvlur hérna á Einarsstöðum, enda þótt hann sé ekki í Reykjadalsá". Og um það gaf hann mér þessar upplýsingar: Hér rétt suðaustan við Kirkiuhólinn er djúp laut. sem heitir Drekkingar- hylur. Gaeti þessi laut verið manna- verk að einhverju levti, og glögglega markar fvrir gömlum farvegi (skurði?) til þess að veita í hana vatni úr bæ- arlæknum. Hún er þarna í þurru tún- inu, en heitir samt DrekkingarhvlUr. Mér varð því að trú minni að finna örnefnið. þó ekki væri það í Revkja- dalsá. Nú langar mig til þess að fá vitneskju um hvort tekið er beint fram í heimildum að Kristínu Halldórsdótt- ur hafi verið drekkt í Revkjadalsá. Sé bað ekki tekið fram. má telia víst að honni hafi verið dmkkt barna. og að s^stumaður hafi látið útbúa barna rétt við bæarveeeinn hiá sér. bennan hent- uga aftökustað, er nauðsynlegur var vegna Stóradóms. Eg verð að viðurkenna, að í þeim bréf verið sem nokkurs konar bautasteinn vfir Lofti. Biskup seg- ir að bað sé víðs fjarri að hann vilii „biggja nokkurn skilding fvr- ir þá litlu umönnun, að eg reikna hans (Lofts) andagtugu bænir fyr- ir mér og mfnum, oft með fljótandi tárum, dýrmætari en eina tunnu gulls, þótt hann eða einhver annar hefði mér viljað hana gefa“. Á. Ó. á Einarsstöðum heimildum, sem ég studdist við, er Reykjadalsá hvergi nefnd. f þingbók Halldórs sýslumanns Einarssonar er að- eins sagt að Kristínu hafi verið í vatni drekkt. í Árbókum Espólíns og ýmsum annálum er aðeins sagt að henni hafi verið drekkt heima í héraði. En í annál séra Eyólfs Jónssonar á Völlum segir að henni hafi verið „drekkt í Laxá í Reykjadal". Nú er engin Laxá í Reykjadal og hélt ég að hér væri um ritvillu að ræða, og setti því Reykja- dalsá í staðinn. En þessi uppgötvun á örnefninu Drekkingarhyiur í túninu á Einars- stöðum virðist benda til þess, að þar hafi aftaka, eða aftökur farið fram, og ekki loku skotið fyrir að Halldór sýslumaður hafi látið útbúa þann „hyl“, þar sem hann átti heima á Einarsstöðum. Má þá vera að Kristínu hafi verið drekkt þar, enda þótt séra Eyólfur segi annað. En hvað sem um það er, þá er ör- nefnið merkilegt, og verður að varð- veitast. Á. Ó. <L-«''ð®®®G^J> GÁTA Sigvaldi Jónsson skáldi orkti þessa gátu um eldspýtuna: Þó að eg sé mögur og mjó margra næ eg hylli. Eg í skógi eitt sinn bjó aldintrjánna milli. i Nú er eg í fjötur færð felld að höfði gríma, inni í búri bundin, særð, bíð svo langan tíma. Tekur mig þín harða hönd, húmið gín mér nauða, lifna eg þá leysist önd, ljós þitt verð í dauða.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.