Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 9
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ’ 293 BJÖRGUNARSVEIT GRINDAVÍKUR Grindvíkingar í slysavarnadeildinni „Þorbjörn" urðu fyrstir til að bjarga úr sjávarháska með fluglinutækjum Slysa- varnafélags íslands, 38 mönnum af franska togaranum „Cap Fagmet" 24. marz 1931. Síðan hefur hver björgunin rekið aðra, 24 mönnum af „Skúla fógeta'1, 14 af „Trocadore", 15 af „Lois“, 23 af „Clam“, 20 af „Preston North End“ og nú síðast 42 skipbrotsmönnum af togaranum „Jóni Baldvinssyni" frá Reykjavík. — Samtals hefur björgunarsveitin bjarg- að 176 mönnum af þessum skipum, fyrir utan margvíslega aðra björgunarhjálp og aðstoð. Fyrir þetta mikla og fórnfúsa björgunarstarf vottar stjórn Slysavarnafélags Islands Grindvíkingum viðurkenningu sína og innilega þakklæti. Þannig hljóðar heiðursskjai, sem forseti Slysavarnafélags íslands afhenti björgunarsveitinni hinn 8. þ. m. — Myndina af björgunarsveitinni tók ljósm. Mbl. ÓI. K. Magnússon við það tækifæri. í efri röð lengst til vinstri er Sigurður Þor- leifsson, formaður Slysavarnardeildarinnar „Þorbjörn" í Grindavik, en þriðji maður í efri röð, talið frá vinstri, er Tómas Þorvaldsson, formaður björgunarsveitarinnar. fram, að alltaf hafi verið um skyn- villur að ræða. Ég hefi athugað allt sem sagt hefir verið með og móti því að fljúgandi kringlur sé til, og ég hefi komizt að þeirri niðurstöðu, að „hinir óþekktu fljúgandi hlutir" séu til, og að hér sé um að ræða geimför komin langt að. En ég held því ekki fram, eins og sumir rann- sóknamenn hafa gert, að þessi geimför séu komin frá annari jarð- stjörnu í voru sólhverfi. KOMIN FRÁ FJAKLÆGUM SÓLIIVERFUM Það er álit mitt, að þessum fljúg- andi kringlum sé stjórnað af vits- munaverum, sem eigi heima í öðru sólhverfi, eða öðrum sólhverfum. Þess vegna hefi ég leyft mér að gefa þessum gestum nýtt nafn, og kalla þá „Uranides“, sem er dregið af gríska orðinu „ouranus“, sem þýðir himinn.*) Vér vitum svo vel hvernig hag- ar til á hinum öðrum jarðstjörnum í sólhverfi voru, að allir gæti verið sammála um, að geimförin geta ekki verið komin þaðan. Eina jarð- stjarnan, auk jarðarinnar, þar sem helzt gæti verið um líf að ræða, og þá eingöngu jurtagróður, er Marz. En hann er ekki byggilegur neinum verum, er hugsazt gæti að *) Á íslenzku mætti þá kalla þessi geimför Himinskjöldu, og er það skemmtilegra nafn heldur en „fljúg- andi kringlur", eða „fljúgandi diskar“.- væri oss fremri um mannvit og menningu. Og þar sem loku er fyrir skotið að geimförin geti verið frá jarð- stjörnum í voru sólhverfi, þá tel ég að þau hljóti að vera frá jarð- stjörnu eða jarðstjörnum sem snú- ast um aðra sól eða sólir. Senni- lega er þá hér um að ræða þær sólir — eða stjörnur — sem næstar eru vorri sól, en hún er líka stjarna, eins og allir vita. Þrátt fyrir hinar miklu vegar- lengdir, sem eru milli sólhverfis vors og hinna næstu sólhverfa, þá eru ferðalög þar á milli vel fram- kvæmanleg, er tekizt hefir að ná valdi á ótakmörkuðum krafti. Á hinn bóginn legg ég ekki trún- að á, að á geimförunum sé menn,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.