Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 12
296 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Hans skal neyta nm leið og hann er gerður. Svissneskur ostur er auðþekktur á holunum, sem í hann eru. Hann er gerður úr kúamjólk og er þéttur og mjúkur. Framleiðsla hans er seinleg, því að hann verður að gerjast í 3—9 ár, og þó helzt leng- ur, því að hann batnar alltaf við geymsluna. Þess eru dæmi að hann hefir verið geymdur í 200 ár hjá sömu ættinni, var aldrei snertur nema í erfi húsbændanna og þá skorin aðeins lítil sneið af honum í hvert sinn. HEILRÆÐI FYRIR HÚSMÆÐUR Húsmæður ættu að minnast þess að ostur er næringarefnarík og holl fæða og þess vegna ódýr. í honum eru bæði fjörefni og steinefni, sem náuðsynleg eru til viðhalds líkam- anum, og einkum þó nauðsynleg fyrir börn og unglinga, sem eru að taka út vöxt. Auk þess er ostur svo ljúffengur matur, að öllum hlýtur að þykja hann góður. Þið segið ef til vill að það sé vandræði hvað ostur geymist illa eftir að hann hefir verið skorinn sundur, honum hætti við að harðna eða mygla. En við því er hægt að gera með auðveldu móti. Leggið vaxpappír yfir sárið, og dragið yf- ir með heitu járni. Geymið svo ost- inn á svölum stað, látið hann liggja á vaxpappír og snúið niður því sárinu þar sem þið skerið af hon- um daglega. Líka má geyma ost þánnig að vefja hann-innan í bóm- ullardúk, sem vættur hefir verið í ediki. Ostur er notaður í ýmsan mat, en þá verður að gæta þess að hann hitni ekki of mikið, því að eggja- hvítuefni hans hleypur saman við hita og verður eins og hrat. Ef þið ætlið t. d. að búa til ostasósu, þá skuluð þið láta ostinn seinast í og aðeins láta hann bráðna. Ef þið IMú á verða úr því að grafa göng undir Ermasund IjAÐ VAR einn af verkfræðingum Napóleons mikla, sem kom fram með þá hugmynd að gera göng undir Ermarsund milli Frakk- lands og Englands. Hann vildi gera ey í miðju sundinu og þangað skyldu svo liggja sín göngin frá hvoru landi. Napóleon ræddi þetta mál við sendiherra Breta í París árið 1802 og sagði þá: „Þetta er eitt af þeim stórvirkjum, sem við get- um unnið að í félagi". En svo lenti Bretum og Frökkum saman í stríði, og þar með var þessi fyrirætlan farin um koll í bili. Svo var það árið 1872 að félög voru stofnuð bæði í Frakklandi og Englandi til þess að gera göng undir sundið og var ætlunin að byrja á þeim samtímis báðum meg- in og mætast svo í miðju kafi. Höfðu tekizt samningar um að fé- lögin skyldi leggja fram kostnað- inn að jöfnu og skifta jafnt með sér ágóða af fyrirtækinu. Árið 1875 samþykkti brezka þingið lög um þetta mannvirki og gaf leyfi til þess að hafizt væri handa. Frakkar höfðu þá þegar byrjað á göngunum sín megin hjá Sand- gatte. En brezka félagið byrjaði nú að grafa hjá Shakespearekletti hjá Dover. Miðaði verkinu vel áfram ætlið að búa til einhvern rétt úr ostum, eggjum og mjólk, þá er bezt að baka hann eða sjóða við gufu- hita, og ekki lengur en svo að það rétt hlaupi saman, þannig að hníf- ur, sem stungið er í réttinn skili sér hreinum úr honum. og voru þeir komnir með göngin eina mílu út undir sundið. En þá kom heldur en ekki bögg- ur í búðir. Brezkir hershöfðingjar og stjórnmálamenn risu upp og hömuðust gegn fyrirtækinu. Kváðu þeir það sjálfsmorðstilraun fyrir ensku þjóðina, því að þegar göngin væri komin, mundu herir frá még- inlandinu eiga greiðan aðgang að Englandi, en hafið hefði alltaf verið bezta landvörn Breta. Við þetía æstist almenningur svo, að búizt var við upphlaupum í London, og sá stjórnin þá sinn kost vænztan að afturkalla það leyfi, sem félag- inu hafði verið veitt 1875. En fé- lagið lagðist þó ekki niður, og hvað eftir annað hefir það farið fram á að mega halda verkinu á- fram, en það hefir engan árangur borið. Á hverju ári hefir félagið haldið fund, og það hefir haft einn mann í þjónustu sinni allan þenn- an tíma. Hefir sá maður það starf að gæta gangsins, sem gerður var fyrir 70 árum. í fyrra bar þetta mál enn á góma í neðri deild brezka þingsins og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.