Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 16
300 LESBÓK MORQUNBLAÐSINS LANDAKOT — Umhverfið tekur breytingum eftir því hvaðan á það er horft. Þetta á ekki sízt við þar sem fjölbreytnin er mikil, eins og er inni í borgum. En það þarf glöggt auga til þess að finna hvar viðhorfið er bezt. Þetta sýnir ljósmyndarinn bezt með þessari mynd, sem tekin er af Landakoti, stað sem allir borgarbúar kannast við. En kannast margir við að hafa séð það eins og það er á myndinni? Innan ramma, sem tvö hús mynda, sitt til hvorrar handar, rís turn Landakotskirkju á bak við Landakotsskólann, en að framan er sviðið af- markað af girðingu meðfram Hofsvallagötu. Ilér er um allvítt svæði að ræða, en það dregst saman á myndinni og hefir á sér fagran heildarsvip. (Ljósm. Gunnar Rúnar). BRIDGE ♦ 8 3 V K 10 2 ♦ K G 10 9 7 A D 8 2 A 9 ----- V A D 9 8 5 N 3 V A ♦ 8 6 5 2 8 * G 6 ----- AÁKDG10 72 V 4 ♦ 4 A Á 9 7 3 S sagði 4 spaða. V sló fyrst út HÁ, og síðan tigli, sem A drap með TD. Hann sló svo út trompi og S drap með háspili. S9 kom í hjá V og nú gat S komizt inn í borði. Hann sló út S7 og fekk slaginn á S8. Nú sló hann út TG og A neyddist til að drepa með ásnum, en S trompaði með háspaða. Nú er tigullinn frí í borði, en það er enginn hægðarleikur að komast inn þar. Ef V hefur LK þá er óhætt að spila laufinu, en sé LK hjá A þá er spilið tapað. S hættir því ekki á að slá út laufi, en í þess stað slær hann út S2, til þess að koma A inn. Og nú er A í klípu. Hann má hvorki spila hjarta né tígli og kem- ur þvi út með láglauf, en S hleypir því til LD, og þar með er spilið unnið. BRTNKA Einu sinni var bóndi á bæ. Hann átti brúna meri. Það var einn dag, að bóndi fór að leita að Brunku og fann hana ekki. Gekk hann svo lengi, þar til hann kom að stiga, sem lá upp í himininn. „Ja, vera má að Brunka hafi farið hér upp,“ hugsaði hann og labb- aði upp stigann. Nokkru seinna sá bóndi hrossatað uppi í stiganum og þóttist hann þess þá fullviss, að hann væri á réttri leið. Segir ekki af ferðum hans, fyr en hann kom upp í himna- ríki. Þar var fjöldi fólks að flækjast. Bóndi gengur til sankti Péturs og spyr, hvort hann hafi ekki séð hana Brunku. „Jú, hún var áðan hérna austur á mýr- unum“, sagði Pétur. Bóndi fann nú Brunku eftir tilvisan Péturs og fór með hana heim. til sín, og er ekki annars getið en að þeim hafi gengið vel ofan stigann. (Þjóðs. Ól. Dav.) MANNABEIN í HAFFJARÐAREY Fyrir fimmtíu árum (sumarið 1905), komu hingað amerískir vísindamenn er leyfi höfðu fengið til þess að grafa upp mannabein í gömlum og aflögðum kirkjugörðum, þar sem uppblástur var. Var för þessi farin í þágu mannfræði- rannsókna og var Vilhjálmur Stefáns- son, síðar landkönnuður í ferð með þeim. Þeir grófu aðallega í Haffjarðar- ey. Þar var kirkja fram að 1563, en þá lögð niður vegna þess að prestur- inn og margt sóknarfólk drukknaði á leið í land. Síðan fór að blása þarna upp og sáust oft mannabein þar upp úr sandinum og var verið að tína þau saman og flytja til kirkju. Nú grófu vísindamennirnir þarna og er talið að þeir hafi tekið upp fimm hestburði af mannabeinum. Voru þau fyrst flutt til Reykjavíkur og þaðan út með skipi. KI.TIKKAN FRÁ HRAIINÞÚFIIKLAUSTRI Guðný Stefánsdóttir afasystir mín kunni margar trölla, drguga og aftur- göngusögur, og hvernig klukknahring- ingar væri þénanlegar að fæla slíkan fans í burtu. Hún hafði og séð þá klukku, sem fannst í jörðu að yfir- hvolfdu keraldi í nokkru plássi fyrir framan Hof í Skagafjarðardölum. — Skyldi þar áður hafa verið eitt klaust- ur og eyðilagzt í stóru plágunni 1404. Veit nú enginn til þessa. Á greindri klukku stóðu þessi orð: „Vox mea est bamba, possum depellera Satan“. Það þýðir: Mitt hljóð er bamba, burt rek eg satan. Var klukka sú flutt að Goð- dölum, en nú síðar umsteypt. (Ævisaga séra Jóns Steingr.) ¥ G 7 6 ♦ Á D 3 A K 10 5 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.