Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 6
290 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS son og séra Benedikt Pétursson, og tók hinn síðastnefndi fram, að hann teldi Lofti ósært að hann hefði ekki afhent Jóni blöð með óþekkjanleg- um stöfum. Séra Þórður Bárðarson taldi Loft sýknan af göldrum, en vildi ekki segja meira, og fylgdi honum séra Rafn Ólafsson. Þrír prestar, séra Árni Halldórs- son, séra Þorleifur Kláusson og séra Jón Jónsson í Fellsmúla gáfu út sameiginlegt álit. Kváðust þeir ekki geta talið Loft saklausan af vilja og meðvitund um galdra vegna þeirra líkinda, er fram hefði komið, þótt þeir telji hann ekki sjálfan valdan að veikindum Jóns. Á þessu má sjá, að prestarnir telja allir að Jón hafi verið beittur göldrum og veikindi hans stafað af því. Verður ekki betur séð en að þeir væni sérstakan mann um það, og að Lofti hafi ekki verið ókunn- ugt um athæfi hans. Er þá lang- líklegast að það hafi verið Skafti, bróðir Lofts, er þeir höfðu illan bifur á, enda varð Skafti að hrökkl- ast úr skóla fyrir þessar sakir. Nú var svo komið, að aðeins tveir prestar vildu sanna eiðinn með Lofti. Hinir 9 vildu hvorki sverja hann sýknan né sekan. Ekkert mark var tekið á vitnisburði prest- anna í Skaftafellssýslu, vegna þess að þeir höfðu ekki verið nefndir Lofti til eiðvættis. Var það því álit prestastefnunnar að Lofti hefði orðið eiðfall, og var mál hans dæmt til konungsnáðar. Staðfesti Jóhann Klein þann dóm. Einn af prestunum skrifaði undir þennan dóm með fyrirvara. Var það séra Eiríkur Magnússon (hinn alkunni galdramaður í Vogsósum) er þá var aðstoðarprestur í Arn- arbæli. Segist hann álíta að Loftur sé saklaus af því að hafa valdið veikindum Jóns og segist vera við búinn að staðfesta þetta álit sitt, ef biskupi sýnist þess þörf. Leitað var álits séra Helga Gríms- sonar á Húsafelli, sem gat ekki komið á prestastefnuna. Sendi hann biskupi það skriflegt seinna um sumarið og er það fært inn í prestastefnubókina á eftir dómn- um. Segist séra Helgi hafa ætlað að „voga heldur í guðs trausti að svo vöxnu máli, sem ég hef eftir tekið, óvissu og óbevísuðu upp á Loft, ef ekki annars undan kæmist, að stoða heldur til lífs með minni sönnun þeim ég vissi ekki til dauða (fyrir mannanna dómi) unnið hafa, heldur en hrapa þeim til dauðans með eiði ómerkrar hyggju og ástæðulausrar, sem ég vissi ekki lífið forbrotið hafa, treystandi víst, að guð mundi það ekki til ills fyrir mér virða“. Má á þessu sjá, að séra Helgi hefur talið víst að Loftur mundi verða dæmdur til dau£Sa, ef prestarnir ynni eið að því að þeir teldi hann sekan, eins og Klein hafði farið fram á að þeir gerðu, ef þeir vildu ekki sverja hann sak- lausan. Nú hafði enginn prestur að vísu viljað dæma Loft sekan um að hafa valdið veikindum Jóns með göldr- um, en á hinn bóginn vildu þeir ekki sverja hann alsýknan, því að þá grunaði að Jón segði það satt, að hann hefði fengið galdrastafi hjá Lofti. Urðu því galdrastafirnir honum að falli. Brynjólfur biskup tók sér þessi málalok nærri, en gat ekki að gert. Steðjuðu þá og að honum fleiri raunir í þann mund. Margrét kona hans andaðist í júlí 1670 og saknaði hann hennar mjög. Og seinna á því ári ól Ragnheiður Torfadóttir barn, er hún kenndi Jóni Sigurðssyni. Vildi Jón eiga hana, en biskup var honum svo reiður fyrir ráðspjöll stúlkunnar, að hann neitaði harð- lega að þau ættust. Þó fór það svo að þau Jón og Ragnheiður giftust haustið 1676. Fekk Jón þá vestra hlut Borgarfjarðarsýslu og bjuggu þau fyrst í Sólheimatungu, en flutt- ust að Einarsnesi 1683. Þau urðu afdrif Jóns (1712) að hann fell af hestbaki og rotaðist. J^OFTUR hafði verið heima hjá föður sínum á Ólafsvöllum eftir að hann lét af embætti, en haustið 1671 sigldi hann með Höfðaskipi til þess að reyna að fá leiðrétting mála sinna hjá konungi. Varð hann þá samferða Þormóði Torfasyni og í þeirri för var það, að Þormóður varð mannsbani í Sámsey. Ekki bendlaðist Loftur neitt við það mál, en ekki fekk hann neina áheyrn hjá konungi. Kom hann svo heim með umboðsmanni næsta sumar, en sigldi aftur með honum um haustið og hófst þá löng útlegð hans og flæktist hann víða. Var hann um tíma hjá Guðmundi Guð- mundssyni Jónssonar lærða. Guð- mundur hafði farið ungur utan til Kaupmannahafnar. Var hann tal- inn gáfumaður og skáld og allra manna fráastur á fæti. Þess vegna gerðist hann hlaupari drottningar Friðriks konungs III. og var þá kallaður Gvendur lakaj. Þegar hann eltist og varð þyngri upp á fótinn, gerði drottning hann að ráðsmanni á einum af búgörðum sínum og gifti honum þernu sína. Var Loftur hjá þeim. En svo leidd- ist Guðmundi þetta starf og flutt- ist til tengdasonar síns, sem átti heima í Hamborg. Þá fluttist Loft- ur til mágs Guðmundar, sem átti heima í Gluckstad og var „prov- iantforvaltari“ konungs. Síðan var Loftur um tíma í Stokkhólmi og fekkst við afritun fornskjala. Lenti svo í Kaup- mannahöfn og „lifði oft við lítið“. En samt hefur nú farið svo að lok- um, að hann hefur fengið leiðrétt- ing mála sinna, því að hann gerðist aðstoðarprestur og var hjá nokkr- um prestum á Jótlandi. Tók þá hagur hans að vænkast, en hugur hans stefndi þó alltaf til íslands.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.