Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.05.1955, Blaðsíða 14
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS % 298 W ekki kostnaði að leggja stórfé í að ^ bjarga borginni, því að hún er á heljarþröm. Það er aðeins tíma- 6pursmál hvenær hún verður kom- in í eyði, grafin algjörlega í sand. Það geta hðið hundrað ár þangað til, en það getur líka skeð á skemmri tíma. Sandhrannirnar færast óðum nær borginni. Þar er aldrei logn, ekki einu sinni á nótt- inni. Loftið er fullt af rauðu ryki, sem er svo fínt, að kornin eru tæp- ? ast sýnileg, jafnvel þótt maður hafi f stækkunargler. Það er svo fínt, að ? það megnar ekki að draga úr sólar- hitanum, en veldur því að alltaf er mistur og slæmt skyggni. Hvergi er afdrep fyrir þessu ryki. Það sezt í hárið á manni, það sezt í tenn- umar og fyllir allar holur milli þeirra, svo það er eins og tenn- urnar sé þaktar með sandpappír. Það fyllir eyrun þangað til heym- in bilar og það fyllir nef og munn. Það er svo fínt að það fer í gegn I um hinn þéttasta vefnað og inn á f mann beran. P Alls staðar er sandur og ryk, á ‘ öllu og í öllu, jafnvel drykkjar- vatninu og matnum. Sumir eru orðnir þessu svo vanir, að þeir virð- ast varla taka eftir því, en margir fá ólæknandi magaveiki eftir eitt eða tvö ár. Á daginn er In-Salah sem dauð borg. Það er ekki fyr en undir kvöld að fólk fer á stjá. Hitinn minkar þó lítið. Á daginn er þó svo heitt að jafnvel Bamnara-menn og Negrar skríða í skjól hvar sem það er að finna og liggja þar mest- an hluta dags. Inni í húsum hvítra manna er varla líft nema að vera nakinn. Um klukkan fimm á kvöldin fer fólkið að koma út á göturnar, eða setjast á dyraþrepin. Konur fara til þess að sækja vatn og vaða sand- inn, sem safnast hefir á göturnar. Krakkar taka sig til og moka sandi frá dyrum, svo að hann skuli síður berast inn í húsin. Eg held að In-Salah sé einhver sá versti staður á byggðu bóli. Mað- ur verður þar algjörlega máttlaus og uian við sig. Á götunum er loft- ið svo þungt að maður á bágt um andardrátt. Eg gekk því út fyrir múrana til þess að vita hvort ekki væri skárra þar. Þegar þangað kom, var þar fjöldi Negra, bæði menn og konur, að moka sandi, en aTabiskur verkstjóri stóð yfir þeim með reidda svipu. Sandinum var mokað upp í handvagna, sem aðrir menn voru látnir draga nokkuð út fyrir borgina. Þar var steypt úr kerrunum, en sandurinn barst jafn- harðan til borgarinnar. Mér var sagt að unnið væri að þessu sleitu- laust allan ársins hring, 365 kvöld á hverju einasta ári, en menn hafa vart undan, því að sandurinn berst jafnharðan að aftur. Sums staðar sá ég að skelft var að húsum að austan og sandurinn barst svo yfir þau niður í garðana, sem eru í skjóli við þau. Einu sinni voru mörg þorp um- hverfis In-Salah. Nú eru fá eftir, flest eru komin í sand. Hægt og bítandi, en með ómótstæðilegu afli þokast sandhrannirnar nær og nær. Sums staðar sér á veggbrot eða þak upp úr sandauðninni, til merkis um að þar undir var einu sinni þorp, sem nú er komið í kaf. Sömu forlög eru In-Salah búin. Árið 1910 er talið að þar hafi verið 150.000 ávaxtatré, en nú eru ekki nema 80.000 eftir. Hin hafa kafnað í sandinum og fallið. SÆLUSTAÐUR Tamarasset reyndist mjög ólíkur staður því, er ég hafði ímyndað mér. Þetta er stærsta borgin í Hoggar-héraði og hin eina þar sem hvítir menn geta „lifað í vellyst- ingum praktuglega“. Þarna er skóli, þar sem börn þeirra geta stundað nám. Þar eru breiðar göt- ur og glæsilegar búðir. Loftslagið er mjög heilnæmt, því að borgin er 4000 fet yfir sjávarmál. Þarna eiga heima Evrópumenn af öllum þjóðum og öllum stéttum. Þar eru listamenn, rithöfundar, stjörnu- fræðingar, vísindamenn, einsetu- menn og svo alls konar bófar. Sum- ir eru þar ógurlega fátækir, en aðr- ir óstjórnlega ríkir, án þess hægt sé að sjá á hverju þeir hafá grætt. En eitt er sameiginlegt með þeim öllum. Þeir halda því allir fram í fyllstu alvöru, að Tamarasset sé paradís á jörð. Og þeir sem hafa sezt þar að, vilja ekki þaðan fara, ekki einu sinni til þess að lyfta sér upp. En Tuaregs, þjóðflokkurinn sem þyggir Hoggar; láta ekki sjá sig í borginni, og ekki nema þeir sé

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.