Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 28.08.1955, Blaðsíða 9
' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 46Í að gera þar gagn, og fara þaðan betri menn heldur en þeir komu. Af öllum þeim sveitum, er farið var um í Noregi, er landslag á Jaðri einna líkast því sem víða er á ís- landi. Þar eru holt og hálsar, mel- ar og mómýrar. Jörð hefir hér öll verið stórgrýtt, og er það allt grá- grýti (gneis). Mór er þar enn aðal eldsneyti og tekur víst hver bóndi upp fyrir sjálfan sig, því að víða var verið að þurrka mó og var lítið í hverjum stað. Skáldið Arne Garborg fæddist á Jaðri fyrir rúmum 100 árum og eyddi þar æskudögunum. í ljóða- bókinni „Huliðsheimar“, sem Bjarni frá Vogi þýddi, lýsir hann því hvernig umhorfs var á Jaðri á þeim árum. Þar segir hann meðal annars: En stórgrýti, drangur, hamrahöll í holurð er sundur brostið sem væri hér þursar og þrálát tröll, er Þór hefði rothögg lostið. Og fætur duttu yfir háls og haus og hendur. Allt varð að steinum. Og hérna liggur nú hlífðarlaus sá heimur úr tröllabeinum. Enginn skógur var á Jaðri um seinustu aldamót og hafði ekki verið um aldir. Menn heldu þá að skógur gæti ekki þrifizt þar. Þó vissu allir að fyrir löngu hafði þar skógur verið, því að þegar þeir voru að taka upp móinn, var mikið af digrum stofnum í honum. Þeir voru auðvitað úr skógi, sem hafði vaxið þar í þann mund er mórinn var að myndast. Og svo blasti allt í einu sú staðreynd við, að menn- irnir höfðu útrýmt skógunum á Jaðri. Þeir höfðu brennt skógana og höggvið miskunnarlaust. En á þessum slóðum endurnýaði skóg- urinn sig ekki sjálfur, eins og aust- anfjalls. Hér var jarðvegur annar og svo var sölt hafáttin trjágróðr- inum hættuleg. Það var ekki nóg að Jaðar var miklu sunnar heldur en t. d. Þrándheimsfylki, lífsskil- yrðin fyrir skóg voru hér svo miklu verri. Þess vegna hafði hann ekki þolað árásir mannanna. Upp úr aldamótunum var svo hafin skógrækt þarna. Má sjá gróðrarstöðvarnar hingað og þang- að eins og dökkva bletti á land- inu, og eru þær helzt í brekkum og á hólum. Hafa grenitré náð tals- verðri hæð á 30—40 árum. En vest- anvindurinn segir þó til sín, því að yztu trén í hverjum skógarlundi eru kyrkingsleg og sum svo að segja barrlaus. Jaðar var fyrrum talin einhver mesta harðbalasveit Noregs, en nú er öðru máli að gegna. Á Hringa- ríki hitti ég mann, sem er ættaður af Ögðum, úr inum forna Hvinis- firði, sem nú er kallaður Lister- fjord. (Þó heitir þar enn Hvinis- dalur inn af firðinum). Hann sagði mér ýmislegt af búskaparháttum þar og á Jaðri. Og þessi voru hans óbreytt orð: „Jaðarbúar eru fremstu bændur í Noregi. Af þeim gæti allir lært og tekið þá sér til fyrirmyndar. Þeir eru atorkumenn og hafa kom- ið búskap sínum í nýtízku horf. Þeir nota allskonar landbúnaðar- vélar og ef þeir heyra getið um nýa landbúnaðarvél, þá eru þeir ekki í rónni fyr en þeir hafa náð í hana“, Flugvélin Hekla ferðbúin heim. Yfir henni blakta islenzkur og norskur fáni. — Sama ættarmótið er með þeim og þjóðunum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.