Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Side 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 017 væru mikil, fekk hann að reyna á meðan á bardögunum stóð og síðar í Evrópu, að til voru menn, sem fúslega lögðu líf sitt í hættu, til þess að rétta hjálparhönd á degi neyðarinnar. Meðal þeirra standa menn Rauða krossins frá ýmsum löndum í fremstu röð. Fyrsti hjálp- arleiðangurinn, sem náði Eþíópíu var sænski leiðangurinn undir for- ustu læknisins og kristniboðans Hylander. Auk hans tóku tveir kristniboðar þátt í leiðangrinum, en annars voru þar menn af ýms- um stéttum. Þessi flokkur gat sér gott orð fyrir vaska frammistöðu á syðri vígstöðvunum. í norður- hluta landsins var enski Rauði krossinn að verki. Forustumaður- inn fórnaði lífinu, er hann var að bogra yfir særðum manni á götu í höfuðborginni. Nafn hans var Melly. En til þess, að vér skiljum betur starf þessara leiðangurs- manna, skulum vér beina athygli Vórri suður á við, þangað sem Svíarnir höfðu haldið. GRÖF SÆNSKA KRISTNIBOÐAN S Um það bil 600 km. fyrir sunnan Addis Abeba liggur höfuðstaður Borannafylkis. Bærinn, sem Neg- helli heitir, liggur á miðri Boranna- sléttunni. Þessi bær hefur nokkr- um sinnum verið í leið íslenzku kristniboðanna, þegar þeir hafa verið á ferð milli Addis Abeba og Konsó. í miðju þorpinu við aðal- götuna er einmana gröf. Þessi gröf vekur strax athygli ferðamannsins, svo mjög stingur hún í stúf við umhverfið. Nafn ins látna er grafið á látlausan stein, sem reistur hefur verið á gröfinni. Það er sænskt nafn, Gunnar Lundström. Það er svo einkennilegt að staldra við ina einmana sænsku gröf. Ekki vegna þess að þetta er kristinn reitur í hjarta bæar, þar sem íbúarnir eru flestir múhammeðstrúar. Ekld vegna þess að gröfin er sænsk, en bærinn langt inni í Afríkul Nei, en þegar maður stendur við þessa gröf getur maður ekki kpmizt hjá því að heyra steininn tala. Hann talar um að kærleikurinn leitar ekki síns eigin. Kærleikurinn er fórn. Það var aðfangadagur jóla Í935. Leiðangursmenn höfðu slegið upp tjöldum við Ganale-fljótið skammt frá suður landamærunum. Þar reyndu þeir nú að halda jól eftir beztu getu. Einhverjir urðu samt að fara út á vígvöllinn og leita uppi hina særðu. Tveir gáfu sig sjálf- viljuga fram. Annar hafði áður verið hermaður, hinn var ungur kristniboði, Gunnar Lundström. Á meðan jólasálmar voru sungnir í tjöldum leiðangursmanna og víða um hinn kristna heim, gerðu ítalir árás, og þegar félagarnir tveir komu aftur, var bíilinn fullur aí

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.