Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1955, Qupperneq 13
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 625 hann 10.000 n. kr. til Skógræktarinn- ar (28. og 30.) Kosningar í StúdentaráS fóru þann- ig að listi Vöku fékk 273 atkv. og 4 menn kosna, sameiginlegur listi komma, krata og Þjóðvarnar fekk 249 atkv. og 4 menn kosna, listi Fram- sóknar 84 atkv. og 1 mann kjörinn (30.) ÝMISLEGT Hitaleiðsluhólkur sprakk við Snorra- braut í Reykjavík og kom þar upp tveggja metra hár goshver (2.) Fyrsti strætisvagn á Akureyri hóf ferðir sínar um bæinn (4.) Sjúkrahúsi Siglufjarðar var gefinn raflampi, sem kostaði 13.000 krónur (5.) Mæðiveiki er í sauðfé í tveimur hreppum Dalasýslu. Verður líklega óhjákvæmilegt að skera þar niður, og verða það 22—23 þús. fjár (8.) Fjórir menn innan við tvítugt gerðu árás á Theodór Siemsen kaupmann í Reykjavík í búð hans, börðu hann til óbóta og rændu um 3000 krónum. Þeir voru allir gripnir og bíða dóms (14., 15. og 18.) Mjólkurskömmtun var hafin 1 Reykjavík og fær hver maður % lítra. Ekki nær sú skömmtun til sjúkra- húsa (19.) Félag íslenzkra hljóðfæraleikara hóf verkfall (23.) Brezkur togari, Patsudi, var tekinn að veiðum í landhelgi og sektaður um 74.000 kr. og afli og veiðarfæri upp- tækt. Þetta er 7. enski togarinn sem sektaður er á þessu ári (29. og 30.) C_>"T)®®®6^^5 Einkennilegt tólk Frh. af bls. 619 og þær renna út, því að húsmæður í borginni vilja helzt vörur frá Amish-konum. Sunnudagurinn er hvíldardagur. Þá eru haldnar guðsþjónustur bæði morgna og kvölds, annað hvort í samkomuhúsi, eða á einhverju heimili. Um kvöldið sezt heimilis- fólk stundum upp í heima smíðað- an vagn og ekur heim til kunn- ingjafólks síns. Er þá venjulega um væntanlegar mægðir að ræða milli fjölskyldanna. Strangt eftirlit er 1 . . Rangæingabragur VÍSUR þessar komu að Breiðabólstað í Fljótshlíð til séra Skúla, í bréfi lokuðu og innsigluðu með hnappi, sum- arið 1871. (J. S. 398, 4to). Rangæingar, heyrið hér, hættur að fer tími. Góðir hálsar, hrindið þér honum danska Grími. » Meðan blauða menn að sér marar teygir brími, æ þér sannið, illa fer eftirlauna Grími. • t • > ■ ; • Betra þingi þjóðar er þar að auíi hími, en að gjöldum vítis vér vondrar spéki úr Grími. Búizt við að blessan hver byggðir yðar rými, ættarland ef yðursér eira lengur Grími. i ' • > j j 1... •/ f Eigi er hlutdeild yðar góð ef í þrauta stími yður gerið og svo þjóð enn nú skömm með Grími. Sé í yður íslenzkt blóð, ekki freðið hrími, látið þunga þykkjuglóð þrútna um höfuð Grími. Bragnar rosknir, börn og fljóð bægi leiðum Ými, allir biðji í einu um hljóð, allir sveii Grími. Fjandinn yrki um yður ljóð Undir dönsku rími, nema ef mýið bölva bjóð Bessastaða Grími. Þetta var síðan kveðið aftan við brag- inn: Eru kvæðin ekki fróð arna þvætt í slími, langt um betri bera ljóð Bessastaða Grími. Skilur glöggt hvað skreytir þjóð, skarpur í mála stími. Böl er því að brasa hnjóð Bessastaða Grími. (Grímur Thomsen var þingmaður Rangæinga 1869—73). haft með kynningu unga fólksins, og öll lausung er harðlega for- dæmd. En þó fá piltar og stúlkur að aka út á sunnudögum, og eru þá í opnum kerrum. Það er ekki fyr en eftir giftingu að ungt fólk má aka í lokuðum kerrum. Unga fólkið trúlofast gjarna á vorin, og svo er öllum brúðkaupum slegið saman á haustin, eftir upp- skerutímann. Er það ekki sjaldgæft að þá sé 20—30 hjón gefin saman í einu. Eftir giftipguna hætta karl- menn að raka sig,, og það er visst mark, ef maður sér einhvern með skegghíung, þá er sá nýgiftur. Mikið er um dýrðir við .giftingar og er þá glaumur og gleði allan daginn og fram á nótt. Það endar með því að vinir brúðgumans fleygja honum yfir girðinguna — og fyr er hjónabandið ekki full- komnað. Daginn eftir gengur hann að vinnu sinni eins og vant er, en unga konan hefur tekið við hús- móðurstörfum. Um hveitibrauðs- daga er ekki að ræða. Brúðargjöfin er venjulega jörð. Allir bændur keppast við að eign- ast svo marga jarðarskika, að þeir geti gefið hverjum syni sínum jörð til að búa á. í þetta fer gróðinn af tóbaksekrunum. Þannig heldur lífið áfram óum- breytanlegt, kynslóð fram af kyn- slóð. Ofurlítið hefur þó breytzt, svo sem að nú fer einstaka maður í skóla, og heilbrigðismál eru í betra horfi en áður. En annars halda Amish-menn fast við lífsreglur sínar, og hefur tekizt fram að þessu að einangra sig.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.