Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Page 1
8. tbl. XXXI. árg. Lúðvík Kristjánsson: „HÚN SVEIK ALDREI SAUMSTUNGAN HENNAR GRÚU“ L SJAFNLEGA rekur menn minni til þess, er þeir heyra eða sjá, þá er þeir eru á vökumót- um þess skilvitslega í veröldinni. Enga grein get ég gert mér fyrir því, hvenær ég hef fyrst heyrt nefnda Gróu saumakonu, en ætla, að það hafi verið nokkru síðar en ég uppgötvaði furðulegan grip rétt utan við girðinguna heima hjá mér. Grágrýtissteinn var það, fern- ingslagaður, ekki ýkjastór um sig og tók vöxnum manni upp undir hné. Hann bjó yfir þeim töfrum, að fullnægja svo til öllum tilhneig- ingum mínum til lystisemda og at- hafna. Snemma morguns var mað- ur setztur þar og farinn að sigla, í annan tíma var hann fjárhús eða fjós og stundum þægilegasti reið- skjóti. Fólkið gekk fram hjá upp og niður götuna, ýmist á leið í vinnu eða í búð og grunaði vitan- lega hvergi, að sá litli á steininum Gróa Davíðsdóttir færi þembingsreið og mætti hafa sig allan við að hrökkva ekki af baki. Milli mín og þess gráa tókst mikil vinátta, hjá okkur lék jafn- an allt í lyndi, hann amaðist aldrei við duttlungum mínum og fyrir mér stóð aldrei neitt í þoku varð- andi verund hans. Gróa saumakona var hinsvegar torráðnari gáta, ég gat ekki tengt hana við neitt, hún var eitt af þessu ókunna, aðeins nafn, sem ungt eyra gat numið án skilnings á því, hvað það fól í sér. En heim- urinn smástækkaði og maður heyrði fólk segja: „Hvað var að tala um handarverkin hennar Gróu.“ Enn bættist það á ofan, að fólk talaði um Gróu eins og hún væri eina konan í heiminum, sem bæri það nafn. „Hún Gróa“, sagði það, og þar með áttu allir að vita og skilja, hvað um var að ræða. — Vor nokkurt hefur maður gert langa reisu, komizt alla leið inn í kirkjugarð. Og nú opnast mikill leyndardómur sem árangur af vetrarstarfi. Við mér blasir grár steinn, og ég les: Gróa Davíðsdóttir,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.