Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Page 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.02.1956, Page 13
glötun. Hann lofaði að láta mig fá hálfa þóknun í minn hlut. Nú hröpuðu tekjur mínar úr 3000 Sterlingspundum niður í 600 Ster- lingspund á ári. Við fluttumst til tengdaforeldra minna. Þar setti ég allt á annan endann á morgnana, er ég var að leita að áfengisflösku, sem ég hafði falið, en gat ekki fundið, vegna þess að ég hafði falið hana of vel og mundi ekki hver felustaðurinn var. Við urðum að flytja, og við feng- um litla íbúð í Kensington. Konan mín sagði að nú gæfi hún mér seinasta tækifærið til þess að betra mig. En ég gat ekki hætt að drekka og árið 1943 fór hún frá mér, ásamt börnunum. ★ Nú var ég öðru sinni einstæð- ingur. Ég helt áfram að drekka og ætlaði að drekka mig í hel. Um sex ára skeið lifði ég hörmulegu lffi undir sífelldri martröð, bragð- aði stundum ekki mat dögum sam- an, fekk atvinnu tíma og tíma, að- eins til þess að geta keypt meira áfengi. Árið 1949 var ég að því kominn að drekka mig í hel. Ég rankaði við mér í spítala. Læknir laut yfir mig. Hann sagði: „Þér eruð mjög veikur. En ef þér viljið einlæglega að yður batni, þá getum við hjálpað yður“. Þetta var í fyrsta skipti sem ég heyrði það, að ofdrykkja væri sjúkdómur. Og ég óskaði einkis fremur en að lækn- ast. Þeir gáfu mér lyf gegn áfengi og í þrjá daga og þrjár nætur var ég einn í herbergi og fekk hvorki mat né drykk. Næstu þrjá daga var mér gefíð stórt staup af gin á tveggja stunda fresti, og svo inn- spýting á eftir. Ég varð hræðilega veikur í hvert skipti. Og þegar þess- ari meðferð var lokið, var ekki sjón að sjá mig. Ég var órakaður, grind- horaður og illa til fara. Þá var LESBÓK MORGUNBLABSINS byrjað að hressa mig við með fjör- efnum og góðum mat. Og nú fannst mér að ég mundi aldrei hafa lyst á áfengi framar. En læknishjálpin dugði ekki. Það getur verið að hún dugi fyrir suma, en ekki fyrir mig. Að vísu hafði ég viðbjóð á gin lengi á eftir, en hvorki á viskí né bjór. Og eftir vikuna var ég orðinn eirðarlaus að ná í viskí. Þessi óhugnanlega lækninga meðferð var þó ekki gagnslaus fyrir mig. Læknarnir komu mér á framfæri hjá AA (félagi fyrverandi drykkjumanna), er ég hafði aldrei heyrt getið um fyr. Tveir félagar þess komu að tala við mig. Þeir sögðu mér að AA væri stofnað af tveimur áfengissjúklingum í Banda ríkjunum, og að þessi félagsskapur hefði komið til Bretlands 1947. Þeir sögðu mér að félagarnir hjálpuðu hver öðrum til þess að hætta að drekka. Og svo gáfu þeir mér bók, sem ég skyldi lesa. Þetta hafði lítil áhrif á mig. Bók- in fannst mér leiðinleg biblíuþvæla, og ég hafði enga trú á því að drykkjumenn gæti hjálpað öðrum til þess að hætta að drekka, aðeins með því að ganga í félagsskap. Þó fór ég á fund hjá þeim áður en ég færi úr spítalanum. Þar var allt öðru vísi en ég hafði búizt við. Ég hafði búizt við að sjá þar lörf- um klæddan hóp drykkjurafta, en þarna voru þá menn og konur, vel klætt fólk og virðulegt. Það sat að kaffidrykkju og menn sögðu sögur af drykkjuskapar reynslu sinni, og margir þeirra höfðu ratað í meiri vandræði en ég. Þeir sögðu mér blátt áfram, að ekki væri hægt að lækna ofdrykkjusjúklinga. Sá, sem einu sinni hefði gerzt of- drykkjumaður, mætti aldrei bragða áfengi. Og það yrði ég að gera. Fyrir drykkjumann er það óbæri- leg tilhugsun að mega aldrei fram- ar bragða áfengi. Allt líf hans hef- r 129 ur stjórnazt af áfengisnautn, og þar kom ekkert annað til greina. Hálfhikandi fór ég á i'leiri fundi hjá þeim. Þar þurfa menn ekki að ganga undir neina skuldbindingu. Engin loforð eru tekin af mönnum. Það er aðeins þetta, að nie^n eiga að lofa sjálfum sér því, áð drekka ekki í dag. Gærdagurinn,, með öll- um sínum hörmungum, kemur ekki málinu við. Ekki heldur dagurinn á morgun, því að hann er ókomrnn. Menn ákveða aðeins með sjálfum sér að drekka ekki í dag. ' Ég reyndi þetta, og ég'var 'álgáð- ur í þrjá mánuði. Það var furðu- legt. Og þá þóttist ég fær' í állán sjó. Það hefur máske verið af því að áfengið hafði ekki leikið mig jafn illa og hina. Ég hafði áldrei framið neitt afbrot og aldrei verið í fangelsi. Ég hugsaði sém svo, áð ég mundi ekki vera áfengissjúk- lingur. Ég byrjaði á því að fá mér glas af sérrí á kvöldin. Það var komið fram að jólum, kvöldin voru. dimm og köld og það var ósköp gott að fá sér viskí áður en maður fór að sofa. Eftir hálfan mánuð var ég farinn að „stramma" mig upp á morgnana, og eftir þrjár vikur var ég aftur kominn í spítala. Þegar ég losnaði þaðan fyrirvarð ég mig svo mikið, að ég þorðf ekki að fara á fund AA. En ég gerði vinum mínum boð að finna.Mtúg seint um kvöld í kaffistofu skammt frá fundarstað þeirra. Þeir tóku mér opnum örmum og: minntust ekkert á hrösun mína. Þeir vöru alltaf boðnir og búnir til þess að hjálpa þeim sem misstigu sig. Tveimur mánuðum seinna mis- steig ég mig aftur. Gremja og hug- arangur eru drykkjumanni hættu- legt og hrekur hann út 1 drykkju- skap áður en hann veifr af. Og ég var sárgramur út af því að ég

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.