Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Page 3
sér það og verða bðrn Föður síns,
en bræður og systur innbyrðis;
muni þá og ásannast, að þeir séu
erfingjar allra hluta. Þá muni
Guðs ríki verða svo á Jörðu sem
•á Himni — og þá muni Himnaríki
leggja undir sig Jörðina mannkyn-
ið, allt Jarðarinnar líf, komast inn-
fyrir þess vébönd.
Finnst ykkur, kæru áheyrendur,
ég vaða guðfræðilegan trúarvingls-
reyk? Tæpast á ég von á því. Ég
held þið hljótið að vita það nokk-
urn veginn eins vel og ég, að þetta
er Kristindómurinn sjálfur í sinni
upprunalegu, hreinu mynd. Um
ástandið í heiminum og horfurnar
vita allir, enda þótt svo virðist sem
fæstir kunni við að horfa einart
framan í staðreyndirnar þær. En
— „Guð hjálpar þeim, sem hjálpar
sér sjálfur“, — en sá, sem ekki
hefir tilburði til slíks, er hvorki
hjálpar verður né heldur myndi
hann bera gæfu til að láta hana
verða sér að góðu.
Ég vænti þess, að ykkur, kæru
áheyrendur, sé það ljóst, að það,
sem ég hefi verið að flytja ykkur,
er sannleikur, — hvort heldur skoð-
að sé frá sjónarmiði dagblaðsins
eða Nýja Testamentisins. En til
hvers hefi ég verið að rif ja upp fyr-
ir ykkur þessi sannindi? Til þess
að ögra ykkur, kannski, — særa
ykkur — koma ykkur í truflunar-
ástand, er segja mætti, að hæfði vel
dæmdum heimi? Nei, — ég ætla
ykkur ekki, að þið' ætlið mér slikt.
Ég er í Ðrottins nafni, af minum
veika mætti — styrktur þó af
helgri vígslu — að skera upp herör
meðal ykkar. Drottinn þarf ykkar
raeð í her sinn, — því úrslitaorrust-
an er hafin milli lífs og dauða á
Jörðinni.....Hversu bókstaílega
þetta er satt, ætti að liggja hverj-
um manni i augum uppi, sem at-
hugar hið almenna fylgí, er segja
má, að sjálfstortímingarafstaðan
njóti nú i verkinu og athafnaleys-
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
151
I
inu, þó að ekki sé viðurkennt ber-
um orðum.
En hvað getum við þá gert, sár-
fátt, áhrifalaust kirkjufólk á ís-
landi? Við þurfum ekki að vera
áhrifalaus. „Án Guðs náðar er allt
vort traust óstöðugt, veikt og
hjálparlaust', — en — með Guðs
náð — hvað þá? „Ef Guð er með
oss, hver er þá á móti oss?‘‘ — Við
erum það, sem við þiggjum að
vera. — Auðvitað sýnumst við ekki
nema hvítvoðungs ígildi gagnvart
heimsdrottnunum og viðhorfum
nútímans. „Ekki nema“, sagði ég.
Það er nú samt ekkert „ekki nema“,
þegar faðir hvítvoðungsins er —
sjálfur Guð. Við erum raunar ekki
algerir hvítvoðungar heldur. Við
höfum fengið málið — og þekkjum
föður okkar fyrir tilverknað frels-
arans, Jesú Krists. Við getum
beðið Hann sem lítil börn Hans.
Við vitum, fyrir fagnaðarboðskap
Jesú, að börn eru ekki lítils metin
fyrir augliti Guðs.
Viðhorfið er meira en stórt —
það er hnattrænt. Og auðvitað er
það ekki á okkar færi að taka það
neinum fangbrögðum. En — okkur
stendur opið að flytja viðureignina
yfir á svið, þar sem veraldlegs
stærðarmunar gætir að engu: and-
lega sviðið. Og þar er það hreinn
ávinningur að vera lítill — barn.
Hvað sagði ekki Meistarinn: „Nema
þér snúið við og verðið eins og
börnin, komist þér alls ekki inn í
Himnaríki.“ Ef við, bræður mínir
og systur, raunverulega biðjum
Guð eins og lítil, ósjálfbjarga börn,
með innilegu trausti. þá erum \dð
hðtæk á bylgjulengdum þar sem
málunum er raunveruiega ráðið til
lykta.
Við getum, bræður minir og
systur, beðið Guð í einrúmi, hvert
fyrir sig, og saman: hjón, systkin,
foreldri og barn, trúnaðarvinir —
fvrir heiminum — mannkyninu.
landi okkar og þjóð, byggðarlagi
okkar, fjölskyldu okkar, sjálfum
okkur. Við skulum reyna að gera
þetta daglega — ón þess þó að leyfa
því að gleypa hug okkar — því
Faðir okkar, sem í leyndum er,
vill að við treystum sér og séum,
þrátt fyrir allt, glöð og áhyggju-
laus — í vitundinni um sig — og
Hfum lífinu í hvívetna eftir tilefn-
um — og lærum það m. a. s. betur
en við höfum yfirleitt kunnað. Því
nýr og frjáls og gleðiríkpr lífsskiln-
ingur er einmitt ein af helztu af-
leiðingum þess að verða barn síns
himneska föður — trúa fagnaðar-
erindinu raunverulega — — eitt-
hvert helzta einkenni síðasta und-
irbúnings hins komanda rikis. „Til
frelsis frelsaði Kristur oss.“
Við skulum, bræður mínir og
systur, taka upp þessa dýrlegu
baráttu, — taka hana upp sam-
kvæmt allskonar smæð okkar, en
taka upp engu að síður — aí okkar
allra innilegustu einlægni. Við
getum verið þess fullviss, að þeir
eru ekki fáir hér í landinu, sem
eitthvað svipað gera. Og við meg-
um fulltreysta þvd, að út um öll
lönd fer mikil bænarbarátta fram
í nafni Jesú Krists — sumsstaðar
vafalaust meiri en hér, þó að mið- %
að væri við mannfjölda!
Berum ekki áhyggju fyrir morg-
undeginum. Morgundagurinn mun
sjálfur leggja til sín — úrræði —
sitt íramhald af framlagi okkar —
— ef — við aðeins látum ekki
standa á fyrstu, einíöldustu byrjun-
mni: steypum andlega hleðslu-
steina hvert í sinu húsi. Við látum
ekki standa á því, bræður og syst-
ur! Verum glöð og reif, hugumstór
og athafnasöm i nafni Jesú Krists.
Honum og eilífum Föður okkar og
Heilögum Anda sé lof og dýrð okk-
ar á meðal — með þjóð okkar og á
gervallri Jörðinni!
N'átthúfur og iæpumenm hats æ+ið
fjörmenn og framkvæmdamenn —
(Bjaxnj Thoraxensen).