Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Qupperneq 4
152 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ÓKUNNAR ÞJÓÐIR ZUNI-ÞJÓÐFLOKKUR INDIÁNA GREIN þessi er dregin saman úr bókinni „Patterns of Culture“, eftir dr. Ruth Fulton Benedict, sem var prófessor í mannfræði við Col- umbia háskólann. Hún hafði gert sér mikið far um að kynnast menn- ingu inna frumstæðustu þjóðflokka um allan heim og draga af því ályktanir um framþróun menningarinnar. Ein af bókum hennar heitir ..Races of Mankind". Þar heldur hún því fram, að enginn munur sé á |áfnafari Svertingja og hvítra manna, og muni það koma í ljós ef 'SX'é'rtingjar fái að njóta sömu menntunar og efnahagslegs sjálf- stæðis eins og hvítir menn. T RÍKJUNUM Arizona og New Mexiko búa hinir svonefndu Pueblo-Indíánar, með nútíma menninguna allt í kring um sig. En þrátt fyrir það hefur þeim ekki farið sem öðrum þjóðflokkum Indí- ána, að þeir hafi glatað sinni fornu menningu og þjóðháttum. Þvert á móti halda beir fast við forna siði, og hafi þeir tekið eitthvað .upp eftir hvítum mönnum, þá hafa þeir samræmt það sínum hugsunar- hætti og venjum. Saga þeirra er merkileg, og um eitt skeið voru þeir mesta menn- ingarþióðin norðan við Mexiko. Um það bera enn vott klettaborgir þeirra og víggirtar borgir í dölun- um. Borgir þessar, sem eru nær ó.teljandi, voru reistar á 12. og 13. öld. En þó er hægt að rekja sögu þeirra mikið lengra aftur í tímann, eða allt fram til þess tíma er þeir settust að í þessum héruðum. Á undan þeim bjó þar annar þjóð- flokkur, sem nefndur hefur verið Körfumenn, en Pueblo-Indíánar hafa sennilega útrýmt honum, vegna þess að þeir voru þeim fremri um menningu. Þeir höfðu boga og örvar, þeir kunnu þá list að byggja úr grjóti og þeir höfðu ýmis konar akuryrkju. Ekki vita menn hvernig stóð á því að Pueblo-Indíánar settust að þarna, þar sem alltaf hefur verið vatnsskortur, og þar sem nú er talið allra hrióstugasta landið sem til er í Bandaríkjunum. En í þess- ari auðn reis upp merkileg menn- ing og stórar borgir. Bvggðin var tvenns konar, víggirtir staðir í döl- unum, og hellar sem þeir hjuggu út í standbiörgum, stundum mörg hundruð fet vfir jafnsléttu, og eru einhveriir hinir furðulegustu mannabústaðir, sem söeur fara af. Mönnum er enn hulin ráðgáta hvernig á bví stóð að þeir gerðu sér bessa bústaði. Það hefur hlotið að vera miög örðugt að búa þar, verða að sækia vatn langar leiðir og stunda jarðrækt langt í burtu. En barna eru þessir merkilegu bú- staðir enn í dag, og allir eiga þeir sammerkt í því, að undir vistar- verunni er höggvinn kjallari, eða svonefnd „kiva“. Þessir kjallarar eru svo stórir, að þeir voru sam- komustaðir. Vegna þessa kölluðu Spánverjar hús þeirra „pueblo“, og það nafn festist svo við þjóð- flokkinn. Þessar klettaborgir voru þó komnar í eyði áður en Spánverjar komu til landsins. Er talið líklegt að Navajo-Apache kynflokkarnir, sem bjuggu þar fyrir norðan, haíi eyðilagt vatnsból Pueblo-manna og þeir þess vegría orðið að flýa klettaborgirnar og hina víggirtu staði. Hafi þeir þá sezt að hjá Rio Grande, en þar bjuggu þeir þegar Spánverjar komu, og þar búa þeir enn. Pueblo-Indíánar skiftast í ýmsa flokka. Helztu flokkarnir búa vest- ast og heita Acoma, Zuni og Hopi. Skal hér nú nokkuð sagt frá Zuni- mönnum og þjóðmenningu þeirra og þjóðskipulagi, sem er ærið merkilegt. STERKASTI þátturinn í Iífi Zuni er helgisiðir þeirra og dansarnir í sambandi við þá. Þar eru þeir allir með lífi og sál, jafnt þeir, sem framkvæma siðina og hinir, sem eru áhorfendur. Þeir eru sann- færðir um, að ef þeir leggjast allir á eitt, þá muni þeir verða bæn- heyrðir. Og það sem þeim ríður allra mest á, er að fá regn. En til þess að fá það, íklæðast sumir gerfi guðanna, eða yfirnáttúrlegra vera, æðsti presturinn fastar, sumir velta steinum til þess að líkja eftir þrumu, vatni er dreift sem ímynd regns og menn reykja til að mynda ský. Svo fer dansinn fram eftir ströngustu reglum, þuldar eru langar bænir og verður að fara alveg orðrétt með þær. Og ef allt þetta er í lagi, þá efast þeir ekki um að rigning muni koma. Meðal Zuni eru ýmsar stéttir. Það er nú fyrst og fremst presta-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.