Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 11.03.1956, Síða 12
160 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Frá afhcnd- ingu björg- unarbátsins, sem Gísli J. Johnsen gaf Slysavarna- félaginu smál. vélbáti, sem gerður verður út frá Sandgerði. Hann heitir Sigurður Pétursson (18.) Hlutafélag hefir verið stofnað á Ak- ureyri til þess að halda þar uppi strætisvagna ferðum (24.) MENN OG MÁLEFNI Frú Auður Auðuns hefir verið kos- in forseti bæjarstjórnar Reykjavíkur (3.) Kjarnorkusýning var í Reykjavík. Er þetta umferðarsýning, komin upphaf- lega frá Bandaríkjunum, en fer land úr landi, til þess að opna augu manna fyrir því hve stórkostlega þýðingu kjarnorkan getur haft fyrir framfarir mannkynsins, ef henni er beitt i frið- samlegum tilgangi (5.) Thorolf Smith var kosinn formaður Blaðamannafélagsins (8.) Þjóðleikhúsið efndi til hátíðarsýn- ingar á íslandsklukkunni til heiðurs við höfundinn, Nobelsverðlaunaskáldið (10.) . , * Deildarstjórar í stjórnarráðinu hafa verið skipaðir: Baldur Möller í dóms- málaráðuneyti, Ásgeir Pétursson í menntamálaráðuneyti og Kristján Thorlacíus í fjármálaráðuneyti (11.) Armajip Larusson giuuukongur Æskufólk í Mosfellssveit fór blysför heim til Halldórs Kiljan Laxness að Gljúfrasteini, til þess að hylla hann (14.) Búnaðarþing, ið 28. í röðinni, var sett og haldið í Reykjavík (15.) Frú Gunnlaug Briem var á Alþingi kosin framkvæmdastjóri Söfnunar- sjóðs íslands (16.) Landsbankanefnd var kosin á Al- þingi: Bjarni Snæbjörnsson læknir, Ingólfur Jónsson ráðherra, Eysteinn Jónsson ráðherra, Andrés Eyólfsson alþm. og Gils Guðmundsson alþm. (17.) Thor Thors hefir verið s kipaður sendiherra íslands á Kúbu, með búsetu í Washington (17.) Dr. Einar Haugen prófessor við há- skólann í Wisconsin í Bandaríkjunum, kom hingað og mun flytja hér 10 há- skólafyrirlestra (19.) Guðjón Einarsson var endurkosinn formaður Verslunarmannafél. Reykja- vikur (21.) YMISLEGT Sendiherrar íslands í Sviþjóð og Rússlandi hafa verið hækkaðir í tign og gerðir að ambassadörum, og eins sendiherrar þeirra ríkja hér á landi. Þjóðvarnarflokkurinn bar fram van- trauststillögu á ríkisstjórnina, en hún var íelld með 33:14 atkvæðum, en 5 þingmenn voru fjarverandi (1.) Mænusóttin geisaði enn, einkum í tveimur kauptúnum, Paúeksfirði og Þórshöfn (5.) Áfengisneyzla varð 107 gr. minni á hvern mann í landmu 1955 heldur en árið áður, en þó meiri en 1951 og 1952 (11.) Sakadómari hefir dæmt í máli pilt- anna, sem réðust á Theodór Siemsen kaupmann í vetur, misþyrmdu honum og rændu hann. Tveir voru dæmdir í 5 ára fangelsi hvor og til ,að greiða saman um 70 þús. kr. í skaðabætur. Sá þriðji var dæmdur í 18 mánaða fangelsi (16.) Sambandslýðveldið þýzka hefir boð- ið tveimur íslendingum styrk til há- skólanáms þar í landi (19.) Þá hefir og tækniháskólinn í Aachen boðið íslend- ingi námstyrk næsta háskólaár (23.) Silungsveiði hefir mikið verið stund- uð á Mývatni í vetur og veitt upp um ís. Hefir aflast vel (21.) Útlendingur nokkur stal um 1000 dollurum á Keflavíkurflugvelli og tók sér þegar far með flugvélinni Gullfaxa til London. Þjófnaðurinn komst svo fljótt upp, að skeyti var sent í veg fyrir inanninn til London og var hann hand- tekinn þar um leið og Gullfaxi lenti og sendur hingað aftur með flugvél- inni (23.) Höfundur Skálholts leikritsins, er fekk 2. verðlaun, hefir nú gefið sig fram og er það Tryggvi Sveinbjörns- son sendiráðsfulltrúi í Kaupmanna- höfn (25.) Skipastóll landsins er samkvæmt seinustu skýrslu um 100.000 stórlestir. Þar eru talin 53 gufuskip og 633 hreyf- ilsskip. Tólf prestaköll eru óveitt í landinu um þessar mundir (29.)

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.