Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1956, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.04.1956, Page 6
LESBÓK - MORGUNBLAÐSINS 21« risið hafði milli hans og Sæmund- ar Eiríkssonar, veffna þess að Hólmfríður hafði gefið honum um- boð fvrir sína hönd. Seinna lenti hann í deilum við Pál Vigfússon á Hlíðarenda, en þeir sættust 1531. Sama ár lentu þau hjónin í deilu við Jón Brandsson og Evólf Ein- arsson, en á það mál var einiiig 9íet2t. Árið 1533 levsir Ögmundur biskup þau hjónin undan því að greiða biskupstíund, þar sem þau hafi alltaf svnt dómkirkjunni i Skálholti mikla vinsemd og gert henni marean greiða. Til er við- urkenning frá árinu 1537 um bað, að Jón hnfi gert reikningsskil fvrir tolli frá Vestmannaevum og árlegu afgialdi af Rangárþingi, Árið eftir andaðist hann. Meira vitum vér s\m ekki um þennan mann, sem líklega hefir verið mesta skáld íslands á sinni tíð. Hann hefir jarðaskifti. hann lendir í deilum, en þær jafnast. Sem sýslumaður stendur hann í skilurn með það, sem honum ber. Hann hefir verið kunnugur Jóni biskupi Arasvni og átt skifti við hann, og hann hefir verið vinur ögmundar biskuos. En sennilega hefir hann ekki komið nærri deil- um þessara harðiaxla. ögmundur revndi að koma í veg fvrir að Jón yrði biskup á Hólum. Sjálfum varð honum biskupstignin torsótt. Að vísu staðfesti norski erkibiskupinn biskupskjör hans, en Kristján II. Danakonungur varð þá æfur og krafðist þess, þvert ofan í allar veniur, að biskupsefni skvldu sækja um og fá konunglega stað- festingu áður en vígsla gæti farið fram. Og svo reyndi hann að koma öðrum biskupi að. Gerðust nú í margar greinir með honum og erkibiskupi. Þá fór erkibiskup til Rómar að sækja þangað traust, en andaðist í þeiiri för. En fyrir til- stilli Jörgen Hansson, konunglegs skrifara f Björgvíh, var biskups- kjör Ögmundar þó staðfest. Þetta er upphafið að því að Dan- ir blanda sér í innanríkismál Nor- egs og íslands og varð tilefni til uppreisnar Jóns biskups Arasonar. Þetta gerðist á dögum Jóns Halls- sonar. Hann lifir og það að sjá hvernig íhlutunarsemi Dana verð- ur til þess, að þeir biskuparnir ög- mundur Pálsson og Jón Arason sættast og taka höndum saman váð norska erkibiskupinn Ólaf Engel- ‘brecktsson um miklar byltingar fyrirætlanir, sem stefndu að hvorki meira né minna en því, að leysa Noreg og ísland undan Danmörk. Sjálfsagt hefir Jón Hallsson fengið allt um þetta að vita hjá Ögmundi biskupi. En þó vitum vér það ekki, Flest spor hans eru fennt og hulin af snjóum margra vetra. En vér viijum minnast hans um þessi sumarmál. Það voru rúmlega 400 ár milb þeirra Þormóðar Kolbrúnarskálds. íslenzk tunga var þá enn in sama, en hljóðfallið er breytt, orðið mýkra og sveigjanlegra, hefir feng- ið þýðleik og hljóm. Enda eru in miklu kaþólsku kvæði Geisli, Harmsól, Sólarljóð og Lilja orkt þar í milli. Hvað segir Þormóður á banastundinni. er hann hyllir Ólaf konung: Ört var Ólafs hjarta óð fram konungur (blóði rekin bitu stál) á Stiklar- stöðum: kvaddist lið böðvar. Elþolla sá ég alla Jalfaðs, nema gram sjálfan (reyndur varð flestur í fastri flcindrifu) sér hlífa. Hér er eins og stórgrýti sé hlaðið upp. Það er hrynjandi í vísunni, en ekki óðsöngur. Lítum nú á hvað Jón Hallsson segir 400 árum seinna: í æsku hin unga kæra um erindi nokkur beíddi mig. lézt hún vllja laera og lesa þeim, sem bæði sig; skemmra þykir nær skemmt er nokkuð i húmi, eða þá væna veigagátt um vetrarnátt vakandi liggur í ifúmi. Hér er nýtt ísland, ný hugsun, . en málið ið sama. Aldrei hafði það farið neinum manni jafn vel á munni sem Jóni Hallssyni: Heiðn trú eg þá halli þó hefði í æsku viljann sinn, er hann innst á palli og ur.dír lítið gæi uskinn, brók er vond, en beyglast skór á fótum, af engu skarti er eftir par því áður var, nema hryggðin í hjartarótum. Jörgen Bukdahl. ^_^U®®®CT>—? Molar Ráð við bruna EF MENN brennast skulu þeir flýta sér að láta kalt vatn renna á brunastaðinn, segja vísindamenn við háskólann í Utah. Með því að halda brunastaðnum undir köldu, rennandi vatni í 15—20 mínútur, dregur úr sviða og þrota, og sé um opið sár að ræða, þá stöðvast vessa- rennsli. Þetta tekst bezt ef menn bregða skjótt við, en þó er mikil bót að þessu þótt 1—5 mínútur sé liðnar frá því að menn brenndu sig og þangað til þeir geta náð í kalt vatn. Áfengi skemmir heilann. LÆKNAR við háskólann í Kali- forníu hafa gert nákvæmar rann- sóknir á sex drykkjumönnum og komizt að þeirri niðurstöðu, að langvarandi drykkjuskapur valdi miklum skemmdum á heilanum, sérstaklega á þeim stöðvum hans, sem stjórna öllum hreyfingum. — Áfengið hefir og þau áhrif að heil- inn visnar og skorpnar saman.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.