Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 1
21. tbl. XXXI. árg. Sunnudagur 17. júní 1956 Hrakningar til Crœnlands og þrjár hjúskaparsögur Rústir kirkj- unnar i Hvals- «yarfirSi i Graenlandi FINN af höfðingjum Norðlend- inga í lok 14. aldar, var Hrafn lögmaður Bótólfsson á Langamýri í Hörgárdal. Hann var sonur Bót- ólfs hirðstjóra Andréssonar, sem hirðstjórn hafði 1341—43, og sum- ir ætla að hafi verið norskur að ætt og bróðir Smiðs hirðstjóra, þótt ekki sé það víst. Kona Bótólfs, en móðir Hrafns, var Steinunn dóttir Hrafns bónda Jónssonar í Glaumbæ, er kallaður var Glaum- bæar-Hrafn. Hann var höfðingi mestur í Skagafirði á sinni tíð, sonur Jóns korps, Hrafnssonar, Oddssonar. Voru þeir frændur komnir af Hrafni lækni Svein- bjarnarsyni á Eyri. Móðir hans hét Steinunn, og voru nöfnin Hrafn og Steinunn mjög algeng í þessari ætt. Hrafn Jónsson drukknaði í Þjórsá um 1313. Hrafn lögmaður Bótólfsson var kvæntur Ingibjörgu, dóttur hirð- stjórans mikla á Urðum, Þorsteins Eyóifssonar. Þau áttu nokkur börn. Dóttir þeirra hét Steinunn og mun hafa þótt góður kvenkostur vegna ættgöfgi sinnar. Var hún fyrst gef- in Arngrími Þórðarsyni á Marðar- núpi, en síðar átti hana Þorgrím- ur Sölvason, Húnvetningur. Nú var það sumarið 1390, að ótíð mikil var norðan lands. Voru bá svo miklar og langvarandi stór- rigningar, að enginn mundi annað eins. Fylgdu rigningum þessum gríðarlega miklír vatnavextir og skriðuhlaup. Helzt þetta langt frarn á haust. Fimmtudagskvöldið 17. nóvember fell svo skriða á bæinn Langahlíð í Hörgárdal og tók hann af og einnig kirkjuna, nokkra naut- gripi og hey. í þessu skriðuhlaupi fórust sextán menn. Þar fórst Hraín lögmaður, Ingibjörg kona hans og börn þeirra tvö og tólf heimamenn. Tvær konur og einn karlmaður voru í fjósi um þetta leyti, og það tók skriðan ekki, svo að þau komust af. Og morguninn eftir fundust tveir piltar með lífi i skriðunni. Um hundrað manns

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.