Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 16
340 LESBÓK MORGUNET AÐSINS BRIDGE 6 7 4 3 2 V Á D 10 ♦ 10 7 4 6 10 8 5 6 - V G 63 ♦ D 9 6 3 + 9 7 6 4 3 2 6 D 8 6 5 V 9 8 7 4 ♦ 852 + Á G 6 ÁKG 109 V K 5 2 ♦ Á K G * K D S gaf og lokasögn hans varð 6 spaðar. V sló út L4 og A drap með ás og sló svo út gosa, en hann fékk S á kóng. Kú kemur út trompás, en þá kemur í ljós að V er tromplaus en A hefir fjögur tromp. Vandast nú málið. Til þess að geta náð trompunum af A verð- ur borðið að komast inn tvívegis, og þó kclzt þrisvar, til þess að ná slag á L10 svo að S geti fleygt í hana tap- spili í tígli. Þó getur komið til mála að tiguldrotning sé ekki völduð, og þess vegna tekur S fyrst tvo slagi í tígli. Drottningin kom ekki í. Þá er ekki um annað að gera en freista ham- ingjunnar, slá út lághjarta og drepa með 10 i borði. Það dugði. Svo kemur tromp úr borði og er drepið á hendi. Aftur kemur hjarta og er nú drepið með drotningu. Þá kemur spaði, drep- inn á hendi, og nú kemur S K og drotningin fellur í. Þá kemst borðið inn á HÁ og nú er hægt að taka slag á L 10. ÞESS BER AÐ GETA SEM GERT ER Laust eftir 1920 var Guðmundur Þorbjamarson á Stóra Hofi á suður- leið, ásamt fleiri mönnum. Komust þeir með bíl út á Kambabrún, en ekki lengra, því að þetta var um hávetur. Sigurður Daníelsson á Kolviðarhóli kom á móti þeim á Kambabrún með marga hesta. Var hestfæri sæmilegt á SANDLÓUHREIÐUR — Maður var á gangi vestur á Valhúsahæð á Seltjarnar- nesi núna i vikunni. Þar var ber urð og ekki búsældariegt. Veit hann þá ekki fyrr til en sandlóa er komin aiveg að fótunum á honum og ber sig mjög iiia, breiðir út stélið og baðzr máttlausum vængjum. Fór hann þá að gá í kring um sig os sá hreiður hennar. Var að þvi kcmlð að hann stigi ofan á eggin. Þau lágu þarna fjögur saman í urðinni og mjög samlit henni. Sjálfsagt hafa þau ver- ið orðin helunguð, úr því móðirin bar sig svo iila. (Ljósm. Ól. K. M.) Hellisheiði víðast hvar, en vegurinn alófær bílum. Um það leyti er hópur- inn kom að Kolviðarhóli, sem var síðla dags, skall á austan hríðarbylur. En þá leggur Siguiður Daníelsson aftur á fjallið einsamall, með meðal handa veikum manni austur í Ölfusi. Svo var veðrið vont, að ekki kom hann hest- inum alla leið. En er Sigurður skildi við hestinn, fór hann úr yfirhöfn sinni og girti hana yfir hestinn, en gekk það sem eftir var leiðarinnar. — Hér á við það, að þess ber að geta sem gert er, því að þetta mundi ekki fjöld- inn leika eftir. — (Úr Minningum Guð- mundar). FYRSTA FERÐABÓK UM ISLAND var í ljóðum á þýzku, eftir Georg nokkurn Peerson, en útgefandi var Jc'kim Leo, og komu 3—4 útgáfur af bókinni. Hvernig þessi bók hefir ver- ið, má sjá á því, sem Guðbrandur biskup Þorláksson sagði um hana: „Um 1561 ól þýzkur bókabrallari í Hamborg ákaflega vanskapað afkvæmi. Það voru þýzkar samstæður, og ötuðu þær ina islenzku þjóð meir í saur og lygum, en mögulegt er að önnur rit geri, og ekki þótti þessum svívirðilega þrykkj- ara það nóg, að senda þetta svívirði- lega afkvæmi sitt einu sinni út í heim- inn, heldur lét hann það koma í ljós þrisvar eða fjórum sinnum, til þess að brennimerkja saklausa þjóð með sem mestri smán í augum Þjóðverja, Dana og annara nágrannaþjóða; ætlaðist hann svo til, að hún yrði aldrei afmáð. Svo var þessi prentari fullur haturs, og svo var hann sólginn í rangfenginn auð. Og þetta helzt honum uppi í því landi, sem hefir verslað í mörg ár við íslendinga og grætt á því stórfé. Hann hét Jóakim Leo og ætti hann skilið, að honum væri kastað fyrir ljón“. LEIÐRÉTTING Myndin, sem birtist á öftustu blað- síðu Lesbókar seinast, var ekki tekin í garði Sveinbjarnar Jónssonar hrl., heldur í garði Þorkels Þorkelssonar fyrrv. veðurslofustjóra, sem er þar rétt hjá. .........

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.