Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 12
336 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS lögmætri kosningu. Eru nú tveir prest- »r í Eyum (15.) Dirk A. Stikker hollenzkur sendi- herra í London og jafnframt sendi- herra á íslandi, kom hingað og dvald- ist hér nokkra daga (16.) Fyrstu verðlaun í ritgerðasamkeppni um afmælissýningu Ásgríms Jónsson- ar málara hlaut Hjörtur Pálsson nem- andi í Gagnfræðaskóla Akureyrar. — Tvenn aukaverðlaun voru veitt og fengu þau Lilja Jóhanna Gunnarsdótt- ir nemandi í Kvennaskólanum í Reykja vík og Otto Schopka nemandi í Gagn- fræðaskólanum við Vonarstræti í Reykjavík (16.) Magnús V. Magnússon afhenti for- seta Fir.nlands trúnaðarbréf sitt sem sendiherra íslands í Finnlandi (16.) Bandarískur vísindamaður, dr. John Rowen, kom hingað og flutti fyrir- lestra via háskóiann (17.) Björgunar- báturinn Gísli J. Johnsen kemur til Reykja- víkur Pétur Guðmundsson hefir verið skipaður flugvallarstjóri á Keflavík- urflugvelli (17.) Sigurður Pétursson hefir tekið við ritstjórn Náttúrufræðingsins á 25 ára afmæli ritsins (18.) Þorsteinn Þ. Þorsteinsson skáld og rithöfundur andaðist vestan hafs, en jarðneskar leifar hans voru fluttar heim til greftrunar að Völlum í Svarf- aðardal (19.) Gunnar Thoroddsen borgarstjóri var endurkjörinn íormaður Norræna fé- iagsins (19.) Prentsmiðja Morgunblaðsins fluttist í in nýu húsakynni þess í Aðalstræti 6. Þar þá tekin í notkun fyrsta „rota- tions“-prentvél hér á landi (23.) Tíunda þing SÍBS var háð að Reykja- lundi. Voru þar 83 fulltrúar. Sigurður Sigurðsson berklayfirlæknir var gerð- ur að heiðursíélaga. Þórður Benedikts- son var kosinn forseti sambandsina (26. / Finnar hafa boðið að veita íslend- ingi 245.000 marka styrk til háskóla- náms eða vísinda iðkana þar í iandi næsta háskólaár (26.) Flensborgarskóla í Hafnarfirði var slitið og höfðu verið þar 218 nem- endur í vetur. Við skólauppsögn var afhjúpuð brjóstmynd af Ögmundi Sig- urðssyni, er nokkrir af gömlum nem- endum hans höfðu gefið skólanum (26.) Tíu ár eru liðin síðan Flugfélag ís- lands hóf millilandaflug (og þá fyrst með leiguflugvél). Á þessum árum hefir það flutt 53.000 farþega milli landa (27.) ÝMISLEGT Hermálaráðuneyti Bandaríkjanna hefir frestað um óákveðinn tíma öll- um framkvæmdum á íslandi, sem ekki er samið um, vegna ákvörðunar Al- þingis að segja upp varnarsamningn- um (18.) Sprengja frá hernámsárunum fannst uppi á Mosfellsheiði og var hún enn virk (23.) Byssuleyfi voru tekin af tveimur mönnum, er gerzt höfðu sekir um að skjóta á sumarbústað hjá Kaldár- hcfða (27.) TILBtJIN NÖFN ÞAÐ VERÐUR æ erfiðara fyrir lyfja- búðir að finna upp hentug nöfn á öll þau nýu iyf og samsetningar, er þau búa til. Nú hefir fyrirtæki í New York leyst þenna vanda. Það safnaði saman um 30 endingum orða, svo sem „mycin“, „ane“ „il“ o. s. frv. og lét svo eina af þessum furðuvélum, sem hafa allt að því mannsvit (robot), bæta þar við öllum þeim forskeytum, sem hægt væri að búa til. Árangurinn varð sá, að vélin skilaði 42.000 nöfnum. En þótt vélin sé afbragð að mörgu leyti, þá hefir hún enga málfræðilega þekkingu, og þ">ss vegna komu þarna mörg orð, sem ekki er hægt að kveða að. En hún skilaði svo mörgum nothæfum nöfnum, að þau ætti að endast um mörg ár handa tannkvoðu. munnskola- vatni, töflum, hárvötnum, sápum, rakstursáburði og þess háttar. Öll eru nöfn þessi meiningarleysa, en þau hafa á sér lærdómsblæ, og það er nog handa fólkinu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.