Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 331 Satúrnusi að nema mun rúmlega 8 milljónum mílna. Það fer umhverf- is móðurhnöttinn á hálfu öðru ári, og það er einkennilegt að það geng- ur öfugt við öll hin tunglin. J7KKI mun hlaupið að því fyrir mennina að komast til Satúrn- usar. Með inum mesta hraða, sem vér getum ímyndað oss að loftför muni ná á næstu öldum, mundi ferðalagið þó taka sjö ár. En setj- um svo, að vér gætum flogið þang- að — hvers mundum vér þá verða vísari? Þeirri spurningu verður ekki svarað, en látum oss skreppa þang- að í huganum. Vér mundum þá fyrst lenda á Phoebe, yzta tungl- inu, þar sem aðdráttarafl er svo lítið, að ekki er viðlit fyrir oss að ganga þar um, nema vér séum í sérstökum búningi, sem gerður er með það fyrir augum. Himininn er þarna kolsvartur, og þarna er elckert andrúmsloft. Sólin er orðin eins og fjarlæg stjarna, virðist allt að því hundrað sinnum minni en hér á jörð, og hitageisla hennar gætir ekki. Hátt á lofti, um 8 millj- ónir mílna frá oss, skín Satúrnus og virðist hnötturinn á stærð við tungl vort. Hringar hans eru dá- samlegir, jafnvel úr þessum fjarska. En í myrkurdjúpi himins- ins glóa hin tunglin eins og dem- antar og í beinni línu eins og þau væri fest upp á þráð. Gulu birtuna af Satúrnusi leggur á hrjóstugt yfirborð Phoebe, svo að það verð- ur næsta hlýlegt og viðkunnanlegt. Héðan skulum vér svo fljúga til Lapetus, og eigum þá enn um 2 milljónir mílna ófarnar til Satúrn- usar. Lapetus hefir aðdráttarafl, að vísu lítið, en nóg til þess að vér getum gengið þar nokkurn veginn eðhlega. Himininn er enn kolsvart- ur, en nú ber stjarnan með hring- ana ægishjálm yfir alla aðra hnetti. Hringarnir blasa þó ekki eins vel við og vér höfðum vonað, en jafn- vel héðan að sjá virðast þeir vei'a úr föstu efni, líkt og þeir væru málmþynnur. Hvar eru nú hinar jarðstjörnurnar? Vér svipumst um en komum hvergi auga á jörðina né Marz. Þær eru orðnar of daufar og of nærri sólinni til þess að þær séu sýnilegar. Júpíter sést úti í myrkri geimsins, rétt fyrir ofan inn krappa sjóndeildarhring, en hann virðist ekkert stærri að sjá en frá jörð- inni. Vér komumst því að raun um, að Satúrnus muni ekki vera heppi- legur staður til þess að athuga þar inar aðrar stjörnur í sólhverfinu. Það eru aðeins yztu jarðstjörnurn- ar, Neptúnus og Pluto, sem sjást sæmilega vel. Ef vér förum nú til Titan, þá verður mikil breyting á. Gufu- hvolfið á Titan brýtur ljósgeislana. Landslag er allhrikalegt og þar eru fjallatindar hingað og þangað. í fjarska sjáum vér glampa á eitt- hvað, sem líkist stöðuvatni — en það er líklega pollur af ammoníak. Nú er Satúrnus orðinn mjög tígu- legur, en ef vér höldum nú áfram til Rhea, þá verður hann enn til- komumeiri. Erum vér nú komnir svo nærri að vér sjáum ýmsar mis- fellur á yfirborði hans, og þar eru litir, bjartgulur litur um miðbikið er breytist og verður grænleitur við skautin. En hringarnir snúa nú að oss röndinni, svo að ekki er hægt að dást að fegurð þeirra. Að lokum skulum vér heimsækja Mimas, það tunglið sem næst er Satúrnusi. Þar snúa hringarnir enn röndinni að oss, en hún glóir hér um bil himinskauta milli, og sjálf- ur Satúrnus er héðan að sjá um 5000 sinnum stærri heldui en jarð- artunglið í fyllingu. Á Mimas veg- um vér sama og ekki neitt og verð- um því að grípa til geimfarar-bún- ingsins. Satúrnus er að nokkrum hluta neðan við sjóndeildarhring, en hann er tígulegur og bjartur og endurkast birtunnar er sterþt af inu ísi þakta yfirborði Mimas. Nú sjáum vér glöggt hvernig in ýmsu einkenni á yfirborði Satúrnusar hreyfast, eftir því sem hann snýst um möndul sinn. Þetta er dýrleg sjón, en hana fáum vér aldrei augum litið. Vér verðum að láta oss nægja inar miklu stjörnusjár til þess að skoða fegurð stjörnunnar, sem er svo dá- samleg og hrífandi, að ógleyman- leg verður öllum, er séð hafa. (Grein þessi er útdráttur úr bók- inni „A Guide to the Planets“, eftir Patrick Moore). MAT.4RÆÐI í SUMARFRÍI Þegar menn eiga sumarfrí, er þeim gjarnt að þeytast fram og aftur til þess að komást sem lengst og sjá sem mest. Þeir gleypa þá í sig mat þar sem hann er á boðstólum, en hugsa ekkert um það hvort hann sé hollur. Afleiðingin af þessu er sú, segir dr. N. B. Jaffe í „Medical Times“, að menn koma úr slíkum ferðaiögum með | magasár, í stað þess að koma endur- nærðir á sál og líkama. Það er ekki allt matur, sem í magann kemur, og meltingunni má ofbjóða. Sérstaklega varar hann við tilbúnum mat, sem seldur er víða á ferðamannaleiðum er- lendis, því að oft sé hann skemmdur og reynt að dylja. það með því að krydda hann mjög mikið. Hann ráð- leggur mönnum að þeir skuii vera mjög vandir að því hvað þeir leggja sér til munns á ferðalögum. C^SOSXBCTn^J Tveir amerískir ferðamenn komu inn í bílaverslun í London. — Mér lízt vel á þennan rauða bíl þarna og vil kaupa hann, sagði | annar þeirra. — Það gleður mig, sagði bíla- salinn. Hann kostar 4000 sterlings- und. — Bíddu nú við, George, sagði hinn ferðalangurinn. Þú borgaðir matinn áðan, svo að það er rétt að ég borgi bílinn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.