Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 8
332 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS A' SGEIR ÁSGEIRSSON varð sjálf- kjörinn forseti íslands um næstu fjögur ár. ólafur Thors forsætisráðherra og Krisíinn Guðmundsson utanríkis- ráðherra fóru í opinbera heimsókn til Vestur Þýzkalands. Var þeim tek- ið opnum örmum og alls staðar kom í Ijós vinátta í garð íslendinga (6., 7., 9., 10., 12., 13.) Bodil Begtrup ambassador Dana hér á landi lét af því embætti og fluttist til Danmerkur. Hún hefir verið fulltrúi þjóðar sinnar hér á landi í sjö ár og getið sér bezta orð t cg eignazt marga vini. Við brott- ^ förina voru henni sýnd ýmis vin- T áttumerki. VEDRÁTTAN Framan af mánuðinum var hlý- indatíð og þaut gróður upp. Má þar til dæmis geta þess, að Austurvöllur í Reykjavík var sleginn 8. maí. Um miðjan mánuðinn gerði slæmt hret, með íannkomu og frosti vestan lands cg norðan, en syðra gránuðu fjölL Annr.S hret kom undir mánaðarlokin. Hafði þá dagana á undan gengið hita- bylgja yfir Norðurland og komst hit- inn yíir 20 stig á Akureyri. Af þessum hita og rigningum til fjalla hljóp gríð- arlegur vöxtur í allar ár og flæddu þær víða yfir bakka sína. í Skagafirði flæddi yfir allan Hólminn og var hann sem stöðuvatn yfir að líta, en mergð fugla, sem þar hafði orpið, missti heimili sín. Árnar í Norðurárdal ollu miklum spjöllum á veginum, og teppt- ust bílferðir til Akureyrar. Ofan á þetta kom svo hretið, með stórviðri um land allt. Skemmdist gróður mjög og tré í skrúðgörðum syðra, sem voru orðin allaufguð, visnuðu, en blóm eyði- iögðust. Farið var að beita kúm víða áður en þetta hret skall á og fé hafði verið sleppt. Nú varð að taka fé á hús. Sauðburður var að byrja, en ekki mun hretið hafa valdiö miklum lamba- dauða. Stormurinn var af norðvestri og hrakti hann allmikinn hafis upp undir landið. lslenzkar konur kveðja frú Bodil Begtrup ambassador þar uppgripa afli, en gæftir slæmar. — Hrognkelsaveiði hefir ekki í manna minnum verið jafn léleg á Suðurnesj- um sem nú. Fiskaflinn frá áramótum til apríl- loka varð 179.488 smálestir og er það um 20.000 lestum minna en á sama tíma í fyrra, en heldur meira en árið 1954 (27.) MANNALÁT Frú Kristjana Iversen f. Söebeck (andaðist vestan hafs). 1. Guðríður Þórarinsdóttir ekkja, Syðribrú, Grímsnesi. 5. Hjálmar Ólafsson verkstjóri, Norðfirði. 6. Stella J. P. Gunnarsson frú, Rvík, 7. Gunnar Ólafsson, Hæðarenda, Grindavík. 8. Sigríður D. Árnadóttir, Sæbóli, Fossvogi. 9. Ingólfur Sigurðsson bílstjóri, Rvik. 10. Elin Ingunn Friðfinnsdóttir hús- frú, Valdastöðum, Kjós. 11. Þóra Jónsdóttir frú, Reykjavík. Ásgelr Ásgelrsson AFLABRÖGÐ munu víðast hafa verið léleg í þess- um mánuðl. Undir mánaðamótin fóru togarar að sigla til Grænlands og var ÞETTA GERÐIST í MAÍMÁNUÐI

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.