Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 6
330 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS líkir, því að B hringurinn er miklu bjartari og ekki jafn laus í sér. En innan við B er þriðji hringur- inn, kallaður C, en þó oftast guli eða dökki hringurinn. Hann ber ekki líkt því eins mikla birtu og hinir hringarnir, og hann er svo gegnsær, að sést í stjörnuna sjálfa í gegn um hann. Þessi hringur er 10.000 mílur á breidd, en milli hans og stjörnunnar er gap, 9000 mílna breitt, eða nógu breitt til þess að jörðin geti hæglega komist íyrir þar. Hringarnir kasta skuggum á stjörnuna, og má vel sjá þá, enda heldu menn einu sinni að gtærsti skugginn mundi vera eitthvert sér- stakt belti á hnettinum. RÁTT fyrir það þótt hringarnir séu svona geisilega breiðir, þá eru þeir þó mjög þunnir. Þykktin er líklega ekki nema svo sem 10 mílur, og alls ekki yfir 40 mílur. Ef vér hugsum oss Satúrnus smækkaðan niður í svo lítinn hnött, að hann sé ekki meira en 5 þuml. í þvermál, þá væri þó þvermál hringanna um eitt fet, en þykkt þeirra ekki meiri en 1/1500 úr þumlungi, eða þriðjungi þynnri en venjulegur skrifpappír. Satúrnus breytir mjög útliti eft- ir því hvernig hann horfir við jörðinni, því að þegar hann snýr hringjaðrinum að oss, þá er rönd- in vart sýnileg. Þetta skeður á 14 ára fresti, eða þar um bil. í venju- legum sjónaukum virðist hnöttur- inn þá vera eins og hver annar hnöttur, nema hvað svört rönd sýnist þvert yfir hann. En í góðri stjörnusjá má sjá brún hringanna eins og ljósleit stryk út af honum beggja vegna. Þannig leit hann út árið 1951. En árið 1958 blasa hring- arnir aftur við oss í allri dýrð sinni, minnka svo smám saman og snúa röndinni að jörðinni aftur árið 1966. Ástæðan til þessara breytinga er sú, að hringarnir eru á nákvæm- lega sama fleti og miðbaugur stjörnunnar, en halli hennar mið- aður við sporbraut jarðar, er 27 gráður. Stundum horfum vér því „ofan“ á hringana, og stundum „neðan“ á þá. Tveir björtustu hringamir, A og B, virðast svo þéttir þegar horft er á þá í stjörnusjá, að það var eðli- legt að menn heldu fyrrum að þeir væri annað hvort úr föstu efni eða fljótandi. En á þeirri ker.ningu var sá galli, að hringarnir eru inni í aðdráttaraflssvæði Satúrnusar og hefði því hlotið að brotna í mjöl eða sogast að stjörnunni, ef þeir væri úr föstu eða fljótandi efni. Nú hafa menn komizt að þeirri niðurstöðu, að hringarnir séu gerð- ir úr smáum efniseindum, sem ganga umhverfis stjörnuna eftir sínum ákveðnu brautum, líkt og milljónir smátungla. Þetta skýrir það hvers vegna hringarnir eru gegnsæir. Það skýrist einnig við þá staðreynd, að snúningshraði þeirra er mismunandi og mestur á innsta hringnum. Um stærð efniseindanna í hringunum verður ágizkun ein að ráða. En þar sem þær endurkasta allmiklu ljósi, er líklegt að þær séu mjög litlar, þær stærstu á borð við stór hænuegg og allt niður í grófgerða mol eða sand. Örsmáar efniseindir eru mjög vel til þess fallnar að endurvarpa birtu. Og þegar hringarnir blasa við oss, þá eru þeir í rauninni bjartari en stjarnan sjálf. Menn mega því bú- ast við að Satúrnus virðist óvenju- lega bjartur og skær árið 1958. Ekki vitum vér heldur neitt á- kveðið hvaða efni er í hringunum. Það getur verið einhvers konar steintegund, en það geta líka ver- ið ísmolar, eða hrímaðar efms- eindir. Verið getur að hringarnir hafi orðið til af árekstri — að eitt- hvert tungl Satúrnusar hafi hætt sér of nærri honum og goldið þess með því að sundrast í smáagnir, er síðan hafi dreifst þannig umhverf- is stjörnuna. Það getur líka verið, að hringarnir hafi verið til frá upp- hafi. Um þetta vitum vér ekki. En hvað sem um það er, þá eiga hring- arnir enga sína líka neins staðar í himingeimnum, að því er vér bezt vitum. CATÚRNUSI fylgja mörg tungl, ^ menn hafa fundið níu. Aðeins eitt þeirra sem nefnist Titan, getur komizt í samjöfnuð við jarðstjörnu. Þetta er langstærsta tunglið í voru sólhverfi og eina tunglið þar sem er gufuhvolf. Það er 3500 enskar mílur í þvermál og þess vegna svona mitt á milli Marz og Merk- úrs að stærð. En gufuhvolf þess er heldur óaðgengilegt fyrir menn, því að í því er mestmegnis eitruð gastegund, sem nefnist „Methane“. Þetta gas er notað til þess að knýa rákettur, og ef mönnum skyldi einhvern tíma takast að komast með rákettu til Titans, þá verða þeir ekki í vandræðum með elds- neyti til heimferðarinnar. Titan má sjá í góðum sjónauka. Hann er um 760.000 enskar mílur frá Satúrnusi, og er sjötta tunghð í röðinni, ef talið er frá stjörnunni. Hin tunglin fimm, sem eru nær Satúrnusi, heita Mimas, Enceladus, Tethys, Dione og Rhea. Þau eru öll miklu minni og svo létt, að ætla má að þau séu mynduð úr ísi og nokkurs konar vikri. Hyperion heitir sjöunda tunglið og það er mjög lítið, eða ekki nema svo sem 200 mílur í þvermál (320 km). Lapetus heitir áttunda tungl- ið og er það á borð við tungl jarð- arinnar. Það er í rúmlega 2 milljón mílna fjarlægð frá Satúrnusi, og „mánuður" þess er 79 dagar. Yzta tunglið er nefnt Phoebe. Það er fjarska lítið — líklega minna en Hyperion — og er svo langt frá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.