Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 327 tveimur öðrum bréfum þessu við- víkjandi, er seinna verður getið) og hefir skrifað sjálfur þar neðan á inn 20. ágúst 1625, að þau séu „skrifuð á bókfell með gamla skrift". Bréf þetta er merkilegt skjal, því að það er seinasta bréfið sem vér vitum til að komið sé frá Grænlandi, meðan þar var byggð norrænna manna. Sumarið 1410 komust íslending- arnir að lokum frá Grænlandi. Mun hafa komið þangað norskt kaupfar og fengu þeir allir far með því, og sigldi skipið til Noregs og kom þangað heilu og höldnu, en ekki er getið um hvenær ferða- fólkið komst til íslands. í annálum er þess aðeins getið, að Snorri Torfason hafi ekki komið út fyrr en 1413, vegna þess að sigling hafi verið lítil hingað úr Noregi á þeim árum. Og þess er sérstaklega getið, að árið 1412 hafi ekkert skip komið af Noregi til íslands. Er líklegt að hópurinn hafi sundrast í Noregi og ekki hafi allir komið hingað með sama skipi, enda þótt sennilegt verði að teljast, að enginn hafi komið út fyr en 1413. Þau Sigríður og Þorsteinn fóru að búa á Stóru Ökrum, en þrátt fyrir bréf prestanna í Görðum, hefir leikið einhver vafi á að nógu trúlega væri frá öllu gengið við- víkjandi hjúskap þeirra, eftir ís- lenzkum lögum. Þess vegna hefir Þorsteinn útvegað sér tvö vott- orð þar um. Er annað þeirra dag- sett að Stóru Ökrum 11. maí 1414, og er svolátandi: „Öllum mönnum þeim, sem þetta bréf sjá eður heyrra, senda Brand- ur Hallsson, Þórður Jörundsson, Þorbjörn Bárðarson og Jón Jóns- son kveðju guðs og sína, kunnugt gerandi: Þá er liðið var frá hingað- burði vors herra Jesú Kristi þús- hundrað fjögur hundruð og átta ár, vorum vér í hjá, sáum og heyrð- um á í Hvalsey á Grænlandi, sunnudaginn næstan eftir Kross- messu um haustið (þ. e. 16. sept. 1408), að Sigríður Björnsdóttir giftist Þorsteini Ólafssyni með ráði og samþykki Sæmundar Oddsson- ar frænda síns, svo og ei síður vor- um vér fyrnefndir menn nær í sama stað og dag að áðurnefndur Þor- steinn Ólafsson festi fyrgreinda Sigríði Björnsdóttur sig til eigin- konu að guðslögum og heilagrar kirkju. Og til sanninda hér um, settu vér fyrgréindir menn vor innsigli fyrir þetta bréf, gert að Ökrum í Skagafirði". Hitt bréfið er gert á Stóru Ökr- um 4. september 1424 og er svo- látandi: „Eg, Sæmundur Oddsson, kenn- ist rneð þessu mínu bréfi að eg var nær í Hvalsey í Grænlandi, sá eg og heyrði upp á, að Sigríður Björnsdóttir frændkona mín gifti sig Þorsteini Ólafssyni til eigin- kvinnu með mínu ráði og sam- þykki, bæði með já og handabandi. Svo var eg og nær, að nefndur Þorsteinn Ólafsson festi Sigríði Björnsdóttur sig til eiginkvinnu með guðslögum og heilagrar kirkju, að lýsingum gengnum, sem vottar það bréf, sem hér er með- fest, í áðursögðum stað. Og til meiri sanninda og fulls vitnisburð- ar hér um, settu Þorgrímur Sölva- son, Brandur Halldórsson, Þórður Jörundarson og Jón Jónsson sín innsigli með mínu innsigli fyrir þetta bréf. Vorum vér fyrnefndir menn nær fyrsagðri giftingu og festingu". # Þessi bréf voru rituð á skinn og fest við vitnisburðarbréf prest- anna í Görðum og geymd með þvi í Skálholti. Segir Oddur biskup í áritun sinni á afrit allra þessara bréfa, að seinasta bréfið sé með „fjórum gömlum hangandi inn- siglum, en fimmta brákað“. Eflaust hafa þessi skjöl tekið af allan efa um að þau Sigríður og Þorsteinn væri hjón, gefin saman eftir kirkj- unnar og guðs lögum. Bjuggu þau með virðingu á Ökrum. Varð Þor- steinn lögmaður norðdn og austan lands 1421 og helt því embætti til dánardægurs 1431. Hann varð og hirðstjóri, eða hafði hirðstjóra- umboð á árunum 1420—23 og aftur 1427—30. Dóttir þeirra var Kristín, sem jafnan hefir verið nefnd Akra- Kristín. Hún var tvígift. Fyrri maður hennar var Helgi Guðnason lögmaður og áttu þau nokkur börn, þar á meðal Ingvelai, er gift- ist Þorléifi hirðstjóra syni Björns ríka og ólafar Loftsdóttur á Skarði. Seinni maður Akra-Kristínar var Torfi hirðstjóri Arason, sem and- aðist í Björgvin 1459. Dóttir þeirra var Malmfríður, kona Finnboga lögmanns Jónssonar. Akra-Krist- ín varð háöldruð. Sagnfræðingar seinni tíma voru lengi í vafa um hverrar ættar Þor- steinn Ólafsson hirðstjóri hefði verið. Espólín telur líklegast að hann hafi verið sonur Ólafs Björns- sonar á Stóru Ökrum (en sá Ólafur var mágur Þorsteins). Bogi Bene- diktsson segir, að það sé getgáta eintóm og án efa röng, að Þor- steinn hafi verið dóttursonur Þor- steins gamla Eyólfssonar, og sé langt um meiri ástæða til að ætia að hann hafi verið bróðir Árna biskups ins milda. En nú er ekki talinn neinn vafi á því hverrar ættar Þorsteinn hafi verið. Hann. hefir verið sonarsonur Þorsteins hirðstjóra á Urðum Eyólfssonar, og hefir borið nafn þessa merka afa síns. í annálum er hann nefndur Helmingsson, en Ólafur sonur Þor- steins hirðstjóra Eyólfssonar, var nefndur Ólafur helmingur. Þannig geta viðurnefni orðið ættfræðing- um til leiðbeiningar. Á ER að minnast á þriðju hjú- skaparsöguna, er gerðist í sarn- bandi við þennan Grænlands leið-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.