Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 4
328 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS angur, og segir þar frá Snorra Torfasyni. Snorri bjó á Ökrum á Mýrum, •ins og fyr er sagt og mun hafa verið gildur bóndi. Kirkja var þá [ á Ökrum og segir svo í Vilkins máldaga 1397, að Snorri hafi gefið kirkjunni „steintjald, kertastjaka með kopar, Maríuskrift með ala- bastrum, brík yfir altari og altaris- klæði með dúk“. En nokkur vafi lék á því hverjir ætti kirkjusókn ! að Ökrum. I Snorri fór utan „sumarið eftir snjóaveturinn mikla“, en svo var nefndur veturinn 1404—05. Hefur | þetta aðeins átt að vera skyndiferð, en á þeim árum tók skyndiferð til útlanda vart minna en eitt ár. Guð- rún Styrsdóttir kona han s sat heima að búi á Ökrum og mua hafa verið skörungur mikill, og ekki látið ganga á sinn hlut þótt bóndinn væri ekki heima. Er þar til marks um að hún átti í deilum út af rétti kirkjunnar á Ökrurn. Gyrður biskup hafði gert á þá skip- an viðvíkjandi kirkjunni, að þang- að mætti færa lík til greftrunar af 9 bæum sunnan Hítarár, og skyldi kirkjunni þá gjaldast leg- kaup. En út af þessu hafa orðið deilur eftir að Snorri var farinn utan. Þá fekk Guðrún Vermund ábóta á Helgafelli og officialis í Skálholtsbiskupsdæmi, til þess að staðfesta skipan Gyrðs biskups. Er bréf ábótans um þetta dagsett 28. marz 1406. Og árið 1410 fær Guð- rún þetta svo enn staðfest af Skál- holtsbiskupi. 1 Sumarið 1406 tók Snorri sér far með norsku skipi til íslands, eins og fyr er sagt. En þegar ekkert spurðist til skips þessa áium sam- an, var talið víst að það mundi hafa farizt í hafi. Og sama árið sem Snorri fer af Grænlandi (1410) giftist Guðrún öðru sinni og var maður hennar Gísli inn ríki And- résson, er var bóndi í Mörk undir Hlutdeild kjosendn Á KJÖRSKRÁM þeim, sem kosið verð- ur eftir í sumar, eru um 94.000 kjós- endur. Þeir eiga að kjósa 41 þingmann og ætti því að meðaltali að vera um 2300 kjósendur um hvern þingmann. En það er fjærri því að svo sé, eftir skipan kjördæma og fólksfjölda þeirra. Á norðanverðum Reykjanesskaga (landnámi Ingólfs Arnarsonar), eru þrjú kjördæmi: Reykjavík, Hafnar- fjörður, Gullbringu- og Kjósarsýsla, er kjósa 10 þingmenn, eða tæpan fjórða hluta alþingismanna. En í þessum kjör- dæmum er rúmlega helmingur allra kjósenda á landinu, eða um 53,2%. Sé atkvæðum deilt jafnt milli allra þing- manna, sem kosnir eru í þessum kjör- dæmum, koma rúmlega 5000 á hvern. Önnur kjördæmi í Sunnlendinga- fjórðungi kjósa 6 þingmenn og verður meðaltal kjósenda á hvern þingmann um 1745. Vestfirðingafjórðungur kýs 8 þing- Eyafjöllum. Hann var sonur And- résar Gíslasonar hirðstjóra, er drukknaði á leið til íslands 1375. Fór Guðrún svo til bús með þess- um nýa bónda sínum. Nú var það sumarið 1413 að „lítið íslandsfar" strandaði fyrii Síðu (á Meðallandsfjöru). Fórst þar farmur allur og annað góss er á var, en menn björguðust. Og meðal þeirra var Snorri Torfason frá Ökrum, er allir töldu að farizt hefði fyrir sjö árum. Fregnin um þetta skipstrand og útkomu Snorra barst fljótt um ná- lægar sveitir og kom að Mörk undir Eyafjöllum. Má nærri geta að Guðrúnu Styrsdóttur hafi bá brugðið. En það sýnir enn hver skörungur hún hefir verið, að hún lét þegar söðla hest sinn og reið austur til fundar við Snorra. Tók hann henni þá með allri blíðu. Varð það svo úr, að Guðrún sagði skilið við Gísla mann sinn og réðist aftur til bús með Snorra. Á. Ó. í skipan Alþingis menn, en þar eru ekki að meðáltaU nema 960 kjósendur á hvern. Norðlendingaíjórðungur kýs 10 þing- menn og þar koma að meðaltali um 1700 kjósendur á hvern. Austfirðingafjórðungur kýs 7 þing- menn, þar eru ekki að meðaltali nema 960 kjósendur á hvern Ef miðað er við meðaltöluna 2300 kjósendur á hvern þingmann, þá eru það aðeins fjögur kjördæmi (auk kjör- dæmanna í landnámi Ingólís), sem ná þeirri tölu: Akureyri 4713, Borgarfjarð- arsýsla 2648, Suður Þingeyarsýsla 2497 og Vestmanneyar 2366. í Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem kýs aðeins einn þingmann, eru kjós- endur 7676, en í Seyðisfirði, er einnig kýs einn þingmann, eru kjósendur að- eins 440. Þar er einn kjósandi rúm- lega 17 manna maki, ef miðað er við kjósendur í Gullbringu og Kjósarsýslu. Kjósandi í Dalasýslu er á borð við 7 Reykvíkinga og líkt er um Austur Skaftfellinga. Og einn kjósandi í Strandasýslu hefir afl á við 9 kjós- endur í Gullbringu- og Kjósarsýslu. Akureyri hefir 70% fleiri kjósendur heldur en Eyafjarðarsýsla en kýs þó aðeins einn mann, en sýslan tvo. Ef lögð er saman tala kjósenda í Siglu- firði og Eyafjarðarsýslu, er kjósa þrjá þingmenn, þá er enn 460 kjósendum íleira á Akureyri, og er það hærri tala en allra kjóser.da í Seyðisíirði. í 24 kjördæmum, sem kjósa 30 þing- menn, eru álíka margir kjósendur og í Reykjavík, sem kýs 8 þingmenn. ÍSLENZKAN Því hróðugri sem íslendingar mega vera að tala einhverja elztu tungu í öllum vesturhluta Norðurálfu, er ásamt bókmenntum íslendinga og fornsögu þeirra er undirstaða þeirra þjóðarheið- urs, ættu menn að kosta kapps um að geyma og ávaxta þennan dýrmæta fjár- sjóð, sameign allra þeirra. sem heitið geta íslendingar. Samt er ekki nóg, að málið sé hreint og ekki blandað neinni útlenzku. Orðin í málinu sjálfu verða líka að vera heppilega valin og sam- boðin efninu, sem í þeim á að liggja. (Tómas Sæmundsson, 1835).

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.