Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 17.06.1956, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS J39 flugíoringjarnir sáu þarna yfir Carson Sink. En ýmislegt getur maður látið sér koma til hugar. Það gat verið ímyndun þeirra að þeir hefði komizt svo nærri þríhyrnun- um að þeir hefði séð þar glögglega. Það er ekki óhugsandi að þetta hafi verið F-86 flugvélar, sem hefði ver- ið þarna á flugi án vitundar flug- stjórnarinnar. Eða höfðu flugfor- ingjarnir orðið fyrir sjónhverfing- um? Það eru hugsanlegar líkur til að þessar ágizkanir geti verið réttar — í þessu tilfelli. En eigi að beita sömu ágizkunum við ýmis önnur tilfelli, þá verður lítið úr þeim. Hér er þá önnur saga: SÍVALNINGUR Á FLUGI 20. jan. 1952, kl. 7,20 að kvöldi voru tveir liðsforingjar á gangi eftir götu í herbúðum flughersins hjá Spokane í' Washingtonríki. i Skyndilega sáu þeir hvar einhver hvít-blár sívalningur kom þjótandi í loftinu frá austri. Þeir staðnæmd- ust og gáfu þessu nánar gætur, vegna þess að flugmenn þarna höfðu að undanförnu þózt sjá mörg UFO fyrirbæri, og það voru ein- mitt þessir liðsforingjar, sem höfðu skrásett og rannsakað alla slíka fyrirburði. Þessi fljúgandi hlutur fór hratt og í jafnri hæð. Þegar hann fór fram hjá þeim og hvarf til vesturs, tóku þeir eftir því að á honum var Iangur blár sporður. Ekkert heyrð- ist í þessu. Þeir skrifuðu hjá sér nokkra staði, sem þeir töldu að hluturinn hefði flogið yfir og hve lengi hann hefði verið að fara á milli þeirra. Daginn eftir mældu þeir svo fjarlægðir milli þessara staða. Þegar skýrsla þeirr?. kom til ATIC, varð mönnum fyrst að ætla að þeir hefði séð stóran loftstein En eitt atriði í skýrslu þeirra kvað þá tilgátu niður. Þegar sýnina bar fyrir þá, var 6000 feta þykkt skýlag í lofti og náði niður í 4700 feta hæð. Og svo lágt fara loftsteinar ekki. Annað var einnig furðulegt. Ef þessi hlutur hefði verið rétt neðan við skýin, mundi hann hafa verið'í svo sem 10.000 feta fjar- lægð frá þeim, en þá átti hraði hans að hafa verið rúmlega 22.000 km á klukkustund miðað við mæl- ingarnar. Hér gat ekki verið um þrýstiloftsflugvél að ræoa, því að ekkert heyrðist í henni. Ekki gat heldur verið um kastljós að ræða, því að engin kastljós voru. á stöð- inni. Það gat ekki verið skýspeglun- af bílljósi, því að slíkt endurkast hefir allt annan lit en þeir lýstu. Þegar þeir voru spurðir um þetta, kváðust þeir hafa séð þess háttar Ijósbrot í skýum hundrað sinn- um, en þetta hefði ekki verið ljós- brot. Og hér við situr. Enginn veit hvað þeir hafa séð. Þetta fyrirbæri liggur með öðrum sem merkt eru „Óþekkt“. Þessar tvær frásagnir eru gott sýnishorn af hundruðum annara frásagna, sem skipað hefir verið í sama flokk. 8KÁLARÆÐA FRANCIS MEYNELL, nafnkunnur pretitlistarmaður og stofnandi „None- such Press“, fór einu sinni til Ameríku og þar aetluðu svartlistarmenn að halda honum veglegt samsæti. Það átti að vera í New York, en menn komu þang- að langar leiðir til þess að hlusta á hann. Meynell ákvað því að vanda ræðu sína mjög, og til veizlunnar fór hann með 16 síða vélritaða ræðu. Rockwell Kent var veizlustjóri. Fyrst var svo drukkið „hanastél“ og síðan kom viskí og varð mönnum svo taf- samt að fást við þetta, að þessi undir- búningur tók tveimur klukkustundum lengri tíma, en ráð hafði verið fyrir gert, og voru þá margir þegar fallnir í valinn. Meynell var allóstöðugur á fótunum er hann reis upp til að halda ræðu sína, og hann gleymdi alveg skrif- uðu blöðunum, sem hann hafði í vasa sínum. í þess stað sagði hann eftir- farandi sögu: — Það var á dögum Nerós keisara, þegar allir sportunnendur í Róm streymdu til Colosseum á hverjum laugardegi (og stundum einnig á sunnudögum) til þess að sjá kristnum mönnum kastað fyrir ljónin. Þá var þarna einn fangi, sem hafði lengi leik- ið á yfirvöldin áður en þeim tókst að handsama hann, og nú átti að launa honum lambið grá. Neró valdi úr öll grimmustu ljónin og lét svelta þau í heila viku áður en þeim væri hleypt á manninn. Og svo rann upp sá laugardagur, er þetta átti fram að fara. Áttatíu þús- undir manna streymdu á staðinn, og þó var þar enginn blaðamaður með. Kristni maðurinn stóð á.miðju svæð- inu, rólegur og ókvíðinn. Nú var fyrsta Ijóninu sleppt út. Það stökk rakleitt að fórnarlambinu og áhorfendur stóðu á öndinni. En þá skeði þetta furðulega. Kristni maðurinn beygði sig niður að Ijóninu og hvíslaði einhverju í eyra þess. Ljónið lagði þá halann milli fóta sér og fór sneipt út af sviðinu. Og þannig fór um sex þessi gráðugu og grimmu skógardýr, hvert eftir annað. Ahorfendur ókyrrðust og heimtuðu að fá peninga sína aftur. Nero var furðu lostinn. Hann lét kalla kristna mann- inn til sín og sagði við hann: „Ef þú vilt segja mér hvernig þú fórst að því að hræða ljónin, þá skal eg gefa þér frelsi“. — „Þetta var ákaflega ein- falt, Neró“, sagði sá kristni, „eg hvísl- aði aðeins að þeim: Mundu eftir því að ætlazt er til að þú haldir ræðu eftir máltíðina!" Morguninn eftir hafði Meýnell sam- vizkubit út af því að hafa sagt þessa sögu. Hann lét þá prenta ræðu þá, er hann hafði ætlað að halda, og sendi hana hverjum manni, sem hafði verið í veizlunni. Þessar sérprentanir eru nú seldar dýrum dómum. <L^''Ö®®®<5^_5 Einu sinni var verið að deila um hver hefði fundið upp sekkjapípumar. íri var þar nærstaddur og sagði: — Ég get sagt ykkur það. Við fundum þær upp í fornöld og seldum Skotum þær af hrekk, en Skotar hafa ekki uppgötv- að hrekkinn enn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.