Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Blaðsíða 1
30. tbl. Sunnudsgur 26. ágúst 1956 XXXI. irg. ngur dæmdur ævilanat á Briniarholm \/f AÐUR er nefndur Þorsteinn og * bjó á Bekanstöðum í Skil- mannahreppi fyrir réttum 150 ár- um. Foreldrar hans voru Einar Bjórnsson og Katrín Magnúsdótt- ir. 'Áttu þau heima á Hvítanesi þegar Þorsteinn fæddist, og fá af presti þann vitnisburð að þau séu ráðvönd, þriíin, vinnusöm og læs. Síðar íluttust þau að Leirárgörð- um. Ólst Þorsteinn upp hiá þeim og var hann fermdur í Melakirkju 18. m&í 1792. Þá gefur piesturinn honum þann vitnisburð, að hann kunni „sakramentisbænir, sjóferða- bæn og bsen um góðan afgang, sem og barnabænir, líka nokkra sálma og sé læs; hafi hann lært hjá for- eldrum sínum í 5 ár". Af þessum vitnisburði verður lítt ráðið um gáfnaíar Þorsteins, en tahð var að hann hefði verið mjög grannvitur og undarlegur. Frá Leirárgórðum flytjast for- eldrar hans að Ósi og þar andast Einar 7. apríl 1800, þá 52 ára að aldri, og er banamein hans talið brjóstveiki (tæring). Ekkjan helt áfram búskap að Ósi næsta ár og var Þorsteinn fyrirvinna hjá henni. En auk þess var þar í heimili Gróa Magnúsdóttir, systir Katrínar, með tvö börn sín, Guðrúnu Þórðardótt- ur 12 ára og Magnús Þórðarson 5 ára, og er hann talinn fóstursonur Katrínar. Ekki verður séð hvenær Þor- steinn fer að búa á Bekanstöðum, því að manntal vantar frá þeim árum, cn þangað er hann kominn 1806, þegar saga þessi hefst. Var móðir hans þar hjá honum, komin fast að sjötugu og svo að segja kar]æg. Þar voru þau líka Guðrún Þórðardóttir, þá 18 ára, og Magnús tíu ára gamall. Sagt er að Þor- steinn hafi átt allgott bú og íleira fé en hann var fær um að heya fyrir, með þeim mannafla er hann hafði. Fekk hann því Þorleif nokk- urn Þorsteinsson á Litlu Fellsöxl til þess að slá hjá sér þrjá daga um sumarið ,og síðan að taka af sér til íóðurs nokkur lömb. Fyrir þetta átti hann að greiða Þorleifi með fé á fæti. Og þá um haustið afhenti hann Þorleifi véturgamlan sauð og þrjú lömb. Lömbin rak hann eða lét reka til Þorleifs, &rn á sauðinn vísaði hánn honum í' fé hans. Þá vildi svo til, að tveir vetur- gamlir sauðir voru aðkomandi í fé Þorleifs og voru með sama marki, nema hvað skakkaði einum bita. Annan sauðinn átti Þorstéinn á Bekanstöðum, en hinn Narfi hreppstjóri Þórðarson, er þá bjó á Kjaranstöðum. Vildi nú svo illa til, hvtrnig sem á því hefir staðið, að Þorsteinn vísaði Þorleifi á sauð Narfa. Tók Þorleiíur sauðinn og skar hann. Nokkru síðar auglýsti Narfi að sér heíði horíið veturgamall sauð- ur og lýsti honum nákvæmlega og marki hans. Rankaði þá Þorleiíur við sér að þetta mark hefði verið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.