Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.08.1956, Síða 8
476 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS JÖrgen Bukdahl: Fyrirlestur / Þrándhe'msdómkirkju um ísland og minning Ólafs heíga /\LAFSMESSA 29. júlí er haldin hátítileg um gjörvallan Noreg, en þó einkum í Þrændalögum og þjóðarmusterinu, dómkirkjunni í Þrándlieimi. Er þess þá minnst, að þann dag fell Ólafur konungur helgi á Stiklarstöðum. Á miðöldun- um var þetta norrænn hátíðisdag- ur, einkum í Noregi, Færeyum og á íslandi, því að kirkjur þessara landa lutu þá erkibiskupsstólnum í Niðarósi, sem settur var eftir að Eysteinn konungur hafði gart Kristsldrkju Ólaís konungs kyrra að dómkirkju. Á seinustu Ólafsmessu helt danski rithöfundurinn Jörgen Bukdahl aðalræðuna í dómkirkj- unni í Þrándheimi. Kom hann þá víða við, og þótti ræðan svo merki- leg, að flest norsku blöðin röktu efni hennar mjög ýtarlega. En ræð- an snerti mjög ísland og þykir því rétt að birta hér kaíla úr henni. ----o---- Fyrsti maðurinn, sem vér vitum að talaði í þessu norræna musteri til þess að halda á loft minning- unni um Ólaf konung helga, var íslendingurinn Einar prestur Skúlason. Fyrir 800 árum flutti hann hér kvæði sitt „Geisla'1. Segir sagan, að það hafi orðið „með mikl- um jartegnum, og kom dýrlegur ilmur í kirkjuna“ meðan hann flutti kvæðið, sem enn er til. Þá var virðuleg samkoma hér í kirkjuxini: eridbiskup, Breakspere Jörgen Bukdahl kardínáli, er síðar varð Hadrian 4. páfi, konungarnir þrír og bræðurn- ir, Eysteinn, Sigurður og Ingi, og allt stcrmenni Noregs. Einar ávarp- aði þá alla og að lokum: alla Þrændur og Norðmenn! Kvæðið sjálft er skáldskapar musteri og hlaðið andagift. Hann líkir Ólafi konungi við sólargeisla, en sólin er Kristur sjálíur. Þar kemur þessi samlíking í fyrsta skifti fram í norrænum kveðskap. Fyrir 800 árum bergmáluðu hvelí'- ingar þessarar kirkju það, er Ein- ar kallaði Óiaf konung „gunnöfl- ugan geisla miskunnar sólar“. Það var íslenzk tunga, sem þá hljómaði hér, og hún hafði líka verið móður- mál Ólafs helga. Skáldið talar um guðsmusterið hér, gullið skrín Ólafs konungs á háaltarinu, um krossinn, sem syst- ursonur Ólafs konungs gaf kirkj- unni og um flís úr krossi Krists, sem hér sé geymd. Hann lýsir jartsinum Ólafs konungs, sem eru uppjstaðan í helgisögunum, sem Theoörikus munkur hafði skráð um þetta leyti á latínu, og urðu fyrstar til þess að kynna Noreg út um heim. En Einar gerir Ólaf konung að norrænum dýrlingi. Hann minn- ist Magnúsar konungs góða, sonar Ólafs, sem vann sigur á Vindum á Hlýrskógaheiði á Suður-Jótlandi og varð konungur bæði yfir Noregi og Danmörk, og segir síðan: „Jöf- urs snilli fremsk alla ungs á danska tungu“. Samlíkingar kvæðisins verða síðar fyrirmynd í kveðskap mið- aldanna: Kristur sem sól réttlæt- isins, María mey sem hafsins stjarna (stella maris) eða eins og hann sjálfur nefnir hana: „Flæðar- stjarna". Ef til vill hefir hann orðið klökkur er hann nefndi þetta fagra nafn, því að ísland var sérstaklega undir vernd hennar. Fagurblárri kápu sinni vafði hún um eyna út við norðurpól. Og með þessú kvæði hefst einnig Maríudýrkunin í Noregi. Kvæðið er sambland af konungskvæði og helgikvæði. Hér eru ínar kunnu lýsingar á orustum. En hér er í fyrsta skifti gerður samanburður á Stiklarstaðaorustu og harmleiknum á Golgata. Og af hrifningu hjartan* mælir ikáldið svo:

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.