Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 2
4« LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gróðrarskilyrði. í slíkum stöðvum er reynd hin tröllaukna tækni nú- tímamannsins, bæði á gróðrinum sjálfum og eins með öllum vinnu- brögðum. Þvílíkar stöðvar eru hin- ir traustustu bakhjarlar allrar ræktunar, enda er það mark og mið allra góðra garðyrkjumanna að leita af alúð eftir nýjungum þeim, sem að gagni mega koma, bjóða alltaf upp á það nýjasta og bezta. Samfara þessari miklu þróun hefur önnur nauðsyn vaxið að sama skapi, en það er hin brýna þörf garðyrkjumanna á því að kynna framleiðslu sína, fyrst og fremst til þess að afla henni mark- aða, en ekki síður til að læra hver af öðrum og leita eftir áliti eða óskum fólksins. Þessa kröfu hafa garðyrkjumenn uppfyllt með því að halda sýningar. Þá er safnað saman á einn stað af stóru svæði öllu því, sem við kemur búgrein- inni. Fyrst ber þar auðvitað að telja afurðirnar sjálfar, en einn- ig má nefna verkfæri alls konar, vélar, sem notaðar eru, svo og skýrslur og hagfræði. í stuttu máli: Sýningin á að gefa sem gleggsta mynd af ástandi og horfum garð- yrkjunnar á því svæði, sem hún nær yfir. Garðyrkjusýningar hafa verið haldnar í einhverri mynd alla stund síðan yrkjugróður varð verslunar- vara og eftir því sem kröfur og markaðssamkeppni hefur aukizt, því meiri áherzla hefur verið lögð á að halda góðar og fjölþættar sýn- ingar. Segja má, að það sé nú orðin sérstök listgrein að setja upp garð- yrkjusýningar. Það er ekki nóg að ná réttri túlkun framkvæmda og nýunga heldur þarf að koma öllu fyrir á listrænan hátt, þannig að hinn litfagri og fjölbreytti nátt- úrugróður njóti sín sem bezt, veki fegurðartilfinningu áhorfandansl Sýningamar eru því ekki síður orðnar verk listfræðinga og feg- urðarsérfræðinga en garðyrkju- mannanna sjálfra. Hér á landi hafa sýningar ekki enn sem komið er þótt jafn sjálf- sagður liður garðyrkjunnar og t. d. í nágrannalöndum okkar, þar sem haldinn er fjöldi stærri og smærri sýninga á hverju hausti. Hér hefur Garðyrkjufélag íslands orðið drýgst til framkvæmda, svo sem vænta mátti. Hefur það geng- izt fyrir sjö garðyrkjusýningum á ámnum 1921 til 1954. Ennfremur tekið þátt í landbúnaðarsýning- unni, er haldin var í Reykjavík 1947 og átt deildir á norrænu garð- yrkjusýningunum 1937 (í Khöfn) og 1949 (í Helsingfors). Af öðrum garðyrkjusýningum hérlendum má nefna, að Bandalag kvenna hélt sýningu í Reykjavík 1924, Málfundafélagið Magni gekkst fyrir sýningu í Hafnarfirði 1927. Bræðumir Jón og Kristján Rögnvaldssynir frá Fífilgerði í Eyjafirði heldu garðablómasýn- ingu á Akureyri haustið 1951. (Sú sýning var síðar flutt til Reykja- víkur á vegum undirritaðs og sett upp nokkuð endurbætt í skála Skólagarða Reykjavíkur). Þá sýndu einnig samtímis fjölærar garðaplöntur þrjár garðyrkju- stöðvar: Sólvangur í Fossvogi, Sæ- ból í Kópavogi og garðyrkjustöð Kristins Guðsteinssonar í Reykja- vík. Að endingu má hér til nefna litla en snotra inniblómasýningu er Blómaverslunin Rósin hélt nú 1 haust í verslun sinni við Aðal- stræti. Allar þessar hérlendu sýningar, þótt í smáum stíl séu, hafa sýnt svo að ekki verður um villst, að fólk hér, notendur jafnt sem rækt- endur, hafa áhuga á þróun þess- arar framleiðslugreinar, og að ósk- ir þjóðarinnar stefna meir og meir í þá átt, að fá meiri og fjölbreytt- ari garðyrkjuafurðir bæði til neyzlu og eins til fegurðarauka heimilanna úti sem inni. ÞRJÁR NORÐURLANDA GARÐYRKJUSÝNINGAR Hér að framan hefur verið rætt nokkuð um garðyrkjusýningar al- mennt, hlutverk þeirra og gildi. Ætlunin með þessum línum var þó fyrst og fremst sú, að segja lítil- lega frá þremur stórsýningum, er haldnar voru nú í haust í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Því fer þó víðsfjarri að þessu efni verði gerð nokkur viðhlítandi skil í stuttri grein, einkum þar sem slíkum sýningum er ekki auðlýst með pennanum. Hér verður sjónin sögu ríkari. Ber því fremur að líta á þessi fátæklegu orð sem greinar- gerð með þeim myndum, sem hér fylgja. Eru þær að vísu færri en æskilegt hefði verið, en ættu þó að hjálpa lesandanum mjög til þess að gera sér grein fyrir þessum ágætu sýningum. Svo sem áður greinir var hald- in samnorræn garðyrkjusýning í Helsingfors dagana 16.—24. sept. 1949. Var það 7. Norðurlandagarð- yrkjusýningin, en sú fyrsta eftir að síðari heimsstyrjöldinni lauk. Var þetta geisimikil sýning, og hefði raunar orðið Finnum ofviða að koma henni á laggirnar, ef þeir hefðu ekki að notið Olympíuleik- vangsins og nýreistra stórhýsa í sambandi við hann. Sýningarskál- inn sjálfur var um 3500 ferm. og útisýningarsvæðið um % ha. Alls tóku þátt í þeirri sýningu nokkuð á fjórða hundrað fyrirtækja, félög og einstaklingar. Ætlunin var sú, að næsta eða 8. sýningin færi svo fram í Noregi að svo sem fimm árum liðnum, en Norðmenn hafa ekki til þessa treyst sér að standa fyrir slíkri stórsýningu. w

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.