Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Side 4
48 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS þessu efni: aukinni hreysti og heil- brigði þegnanna. Auk trjáræktar og garðyrkju- afurða voru þarna sýnd öll hugs- anleg tæki og vélar, sem notuð eru við garðyrkju. Þá mátti sjá heil gróðurhús og útbúnað þeirra. Einnig voru á sýningunni ýms vamarlyf gegn skordýrum og öðr- um sjúkdómum, sem ræktunina herja. Margvísleg sýnikennsla fór þarna fram daglega meðan á sýn- ingunni stóð. Sýnd var blóma- skreyting, innpökkun ávaxta og grænmetis, notkun ýmissa tækja, véla o. m. fl. Þá voru famar margar kynn- ingar- og fræðsluferðir víðs vegar um Skán og nærliggjandi sveit- ir, enda er þar í Suður-Svíþjóð mikið um stórgarðyrkju, bæði í görðum og gróðurhúsum. GARÐYRKJUSÝNINGIN í KAUPMANNAHÖFN Þessi danska sýning var haldin á hinum víðkunna sýningarstað, Blómlaukar eru vinsælir um víða veröld og er þeim oft valinn bezti staður á garð. sýningum. „Forum“ í Kaupmannahöfn. Fyrir henni stóð að mestu „Alm. Dansk Gartnerforening“. Sýningin var opnuð föstudaginn 28. sept. og stóð til 7. okt. Viðstödd opnunina var Ingrid Danadrottning, og var hún vernd- ari sýningarinnar. Hefur drottn- ingin látið sér mjög annt um danska garðyrkju og haft mjög mikinn áhuga á framgangi blóma- ræktunar eins og góðri húsmóður sæmir. Ef gera skyldi samanburð á þessum þremur Norðurlandasýn- ingum, mætti segja, að þær hafi verið framúrskarandi hver á sínu sviði. Frá sjónarmiði garðyrkjunnar sjálfrar (sem faglegrar greinar) mundi Málmeyjarsýningin standa fremst. í allri uppsetningu og sýn- ingartækni stóðu Danir aftur greinilega langtum fremst. Voru margar sýningardeildir þeirra há- listrænar og sýningartækni öll hin nýstárlegasta. Það voru þeir Egill Kiær, skrúð- garðaarkítekt, og Chr. Höier, list- málari, sem höfðu yfirumsjón með uppsetningu þessarar dönsku sýningar, en hún var öll byggð upp í „anda atómsins“ og einkunn- arorð hennar voru: „Dans atóms- ins milli blómstrandi stjama“. Þegar komið var inn á hina yfir- gripsmiklu Fórumsýningu í hinum björtu og rúmgóðu stórhýsum, blasti fyrst við sjónum geisi víð- áttumikið „stjörnuteppi", ef svo má að orði kveða. Gólfflötur, sem nálgaðist að vera hálf dagslátta (um 1600 m2) að stærð, var þak- inn blómstrandi pottablómum í öllum regnbogans litum, en hver blómategund var afgirt með stjörnulaga ramma. Til hliðar og í lofti skálans „dansaði svo atómið“ í öllum mögulegum og ómöguleg- um (abstrakt) formum og litum. Hinn nýstárlegi og sérlega list- ræni blær, er ríkti á Forumsýning- unni, átti vafalaust mikinn þátt í því, hve sýningin var vel sótt. Þar munu hafa komið mörg hundruð þúsunda gesta víðsvegar að. Þessi sýning hlaut raunar vegna legu staðarins að verða fjölsóttust, en allar voru sýningarnar þó undra vel sóttar. Sýndi aðsóknin glögglega hinn stóraukna áhuga þessara þjóða á þeim efnum, sem alltaf eiga að vera hugstæðust, gróðurmætti moldar. Þessi danska sýning hlaut að beina huganum inn á furðubrautir framtíðarinnar. Hvað gerist, þegar kjarnorkan verður tekin í þjón- ustu ræktunarinnar? Um þetta er vissulega erfitt að spá, en vert er að hafa það í huga, að við lifum á þeim tímum, að varla nokkur hlut- ur getur talist ómögulegur. Það eru ekki lengur draumórar eða regin- firrur, þegar talað er um að breyta loftslagi og þar með gróðurskil- yrðum í heilum löndum. Ör er framþróun hinnar stór- stígu kjarnorkualdar, en enginn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.