Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Síða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Síða 8
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS LÍTIÐ LAND - STÓR ÞJOÐ Á friðartímum er þar engin yfir- herstjórn. Það er ekki vegna þess að þjóðin sé friðelskandi, heldur vill hún ekki afskifti ríkisvaldsins. En óvíða sér maður jafn marga fullorðna menn í einkennisbúning- um og hér. Það er vegna þess hve margir verða að gegna herskyldu. Að loknum venjulegum herskyldu- tíma verður hver maður á aldrin- um 20—22 ára að vera þrjár vikur við heræfingar á hverju ári, og eftir það annað hvort ár þar til þeir eru fertugir. Og ef stríð skyldi hefjast eru allir herskyldir fram að sextugu. Á þennan hátt getur Sviss haft á að skipa 800.000 manna her, og það hefir sjálfsagt verið vegna þess, pð hvorki Hitler né Eg bað nokkra svissneska vini piína að gefa mér skýringu á þessu og þeir svöruðu blátt áfram: „Þú verður að minnast þess að við höf- um ekki átt í styrjöld, en nágrann- ar vorir hafa orðið fyrir þungum búsifjum og skorti". Þá spurði eg hvernig á því stæði að meiri velmegun og betri af- koma væri þar heldur en í Sví- þjóð, sem einnig hefði komist hjá styrjöldum. Svíþjóð væri þó miklu stærra og fjölmennara land, frjóv- samara og ætti mörg náttúruauð- æfi, sem ekki væri til í Sviss, og auk þess gæti Svíar flutt allt að sér á skipum, en Sviss yrði að bjargast við dýra fluttninga á landi. Þessu gátu þeir varla svar- að. Flestir sögðu hikandi: Ætli það sé ekki vegna þjóðarbúskaparins? Hér er kjarni málsins. Svíar hafa MÖNNUM HEFIR verið það undrunarefni, að Svjss skyldi geta ver- ið hlutlaust í tveimur heimsstyvjöldum, með ófriðarbálið geisandi allt um kring. Og mönnum er það einnig undrunarefni, að í þessu hrjóst- uga fjallalandi, skuli velmegun vera á hærra stigi en í flestum öðr- um löndum heims. Norskur rithöfundur, Benjamin Vogt, skýrir mál- ið hér frá sínu sjónarmiði. FJalIa- ' ' jöfurinn Moat Blanc IjAÐ ER SAMA hvort maður kemur til Sviss frá Þýzka- landi, Frakklandi eða Ítalíu, alltaf verður maður var við snögg um- ekifti — þar eru húsinu fallegri og betur við haldið, fólkið betur til fara. Allt ber þar vott um reglu- semi og velmegun. Að þessu sinni kom eg frá St. Louis í Frakklandi til Basel. Þess- ar borgir liggja svo að segja sam- an, og sama máli er að gegna um Basel Bad í Þýzkalandi. En það er sama frá hvorum staðnum í stórveldunum maður kemur til Sviss, viðbrigðin eru svo, að það er eins og maður sé kominn inn í betri heim. búið við verkamannastjórn í aldar- fjórðung og hún hefir látið ríkið færast æ meira í fang og varið ógrynni fjár til félagsmála. En Svisslendingar krefjast þess, að stjórnin sé ekki að vasast í öllu. Þess er krafist að fylkin, kantón- urnar, sjái um sig að öllu leyti. Þetta nær jafnvel til þess, að kantónurnar hafa sinn eigin her og sjá hermönnum fyrir öllum út- búnaði. En ríkið sér um víggirð- ingar og leggur til stærstu vopnin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.