Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Qupperneq 10
M LESBÓK MORGUNBLAÐSINS trúa á fortíð sína, á sjálfa sig og framtíð sína. Þess vegna hefir Sviss staðið stöðugt í byltingum álfunnar, frjálslynt og íhaldsamt 1 senn. Ef til vill er engin þjóð í Evrópu jafn íhaldsöm eins og svissneska þjóðin, einmitt vegna þess að hún virðir fortíð sína og stjómarfar. Og ef til vill er engin' þjóð jafn frjálslynd, því að hún skilur vel að aðeins með því að fylgjast vel með, getur hún byggt framtíð sína á þeim grundvelli er feðnrnir lögðu. í Sviss eru um þrjár miljónir þýzkumælandi manna, tæp mdjón frönskumælandi manna og 250.000 ítölskumælandi manna. En svo er líka fjórða „þjóðtungan“, sem þeir nefna rómönsku og hefir lifað þarna síðan Rómverjar réðu yfir landinu fyrir 1500 árum. Þetta mál tala um 50.000 manna. Fæstir Svisslendingar skilja nema sitt eigið mál — menn af inum ýmsu þjóðabrotum skilja ekki hver ann- an. En þeir eiga sameiginlega tungu með nágrönnum sínum ut- an landamæranna. Ein kantónan heitir Ticino. Þar er töluð ítalska. Kantónan nær niður á ítalska lág- lendið, og landamærin eru svo ein- kennileg þar, að fjórir eða fimm ítalskir bóndabæir eru langt inni í Sviss. í norðri er kantónan Schaff- hausen norðan Rínar og er umlukt Þýzkalandi á alla vegu nema á svo sem 10 km löngum kafla meðfram ánni, því að handan við ána er Sviss. Kantónan Genf, þar sem er samnefnd borg, gengur eins og tota inn i Frakkland og er aðeins tengd Sviss með mjóu hafti. En allt það fólk, er þarna býr, hvort sem það talar þýzku, frönsku eða ítölsku, telur sig svissneskt og eina þjóð. Og þó er það eigi að- eins tungumálið sem er breytilegt innan lands, heldur einnig trúar- brögð og þjóðhættir. Menn skyldu nú ætla, fyrst svona er, að þarna hljóti að vera ein sterk yfirstjórn og að það væri öflugir skipulagsfrömuðir sem hefði sameinað þjóðabrotin, svo að þau yrði að styðja sig hvert við annað. En það er þveröfugt. Engin þjóð í Evrópu er svo sundurleit sem hin svissneska, og líklega engin þjóð í heimi. Svisslendingar hafa brennandi á- huga fyrir einstaklingsfrelsi, fyrir sjálfstæði borganna og sveitanna og kantónanna. Hver á að hafa frelsi til þess að ráða sér sjálfur eftir geðþótta og án íhlutunar rík- isstjómarinnar í Bern. Og þegar betur er að gáð, þá er þetta heppi- legasta skipulagið til þess að svo sundurleitt ríki geti staðist. Ef rík- isstjórnin ætlaði að drottna yfir borgunum og kantónunum, mundi allt komast í bál og brand. í Sviss verður ríkisstjórnin að láta sem allra minnst á sér bera. Sjálfsforræði kantónanna er og bezta vernd minnihlutans. Hann getur látið til sín taka í einhverri kantónu, enda þótt hann væri al- veg magnlaus ef um allt landið væri að ræða. Þetta er fyrirbæri, sem ekki á sér neina hliðstæðu hjá öðrum lýðræðisþjóðum. Þar verð- ur minnihlutinn jafnan að beygja sig fyrir meirihlutanum. En í Svis* þar sem landinu er skift í margar sjálfstæðar kantónur, hefir minnl hluti þjóðarinnar færi á «6 itjómt sums staðar eftir sínum geöþótta. Þess vegna er haldið fa&t yiH hv>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.