Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Qupperneq 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Qupperneq 14
58 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Flugvélar leita að námum lega vegna þess að rignt hafði um nóttina. Hinum megin við Boreray var hár drangur, snjóhvítur af súludrít og súlum, því að þar voru hreiður þeirra svo þétt, að hver súlan lá upp að annari. Annar drangur er þar stærri og kallaður Stac Lee. Þar sátu súlur einnig sem þéttast á hreiðrum sínum. Þegar flugvélin nálgaðist, fóru þær á kreik og svifu á stórum hvítum vængjum umhverfis dranginn. Það var líkast því sem maður hefði styggt býflugur úr búi sínu. Tvær þeirra flugu svo hátt að þær voru rétt framundan flugvélinni og var ekki annað sýnna en árekstur mundi verða þá og þegar. En í því að maður bjóst við árekstrinum, stungu súlurnar sér beint niður eins og elding og voru þegar horfn- ar. Það var sannarlega gaman fyr- ir mann, sem lengi hefir athugað líf og lifnaðarháttu súlnanna, að sjá hve viðbragðsfljótar þær geta verið. Við flugum yfir Hirta og sáum St. Kilda í svip undir grænni hlíð Conachair, en hinum megin geng- ur þetta fjall þverhnýpt í sjó fram og er 1300 feta hátt. Þarna í St. Kilda ófu menn áður ið nafnkunna „tweed“ sem kennt var við byggð- ina. Næsta ey heitir Soay og hún virtist enn hrikalegri. Þarna er líklega stærsta lundabyggð, sem til er á Bretlandseyum. Einn lundinn forðaði sér undan flugvélinni á sama hátt og súlurnar, með því að stinga sér beint niður. Og nú lá leiðin yfir opið haf, út til Rockalls. Lengi sáum við mergð af súlum undir okkur. Þær flugu mót vindi út á haf til þess að leita sér að æti, og sumar voru í æti hópum saman. En þær hurfu alveg þegar komið var um 60 sjómílur vestur af Soay. Himininn var heið- ur og bjartur, en kólguský fram undan. Og um leið og við flugum THOMAS A. EDISON, uppfinn- ingamaðurinn frægi, varð fyrstur manna til þess að láta sér til hugar koma, að hægt væri að finna málma í jörð með rafbylgj- um. Og norður hjá Huron-vatni þóttist hann finna merki þess að málmar mundu vera þar í ríkum mæli. Hann byrjaði að grafa þar, en eftir nokkum tíma gafst hann upp, og hafði ekkert fundið. Ef hann hefði verið þrautseigari, mundi hann hafa orðið milljóna- mæringur, því að þarna eru ein- hverjar auðugustu nikkelnámur heimsins. Þær fundust ekki fyrr en nokkrum árum seinna. Edison hafði ekki látið grafa nógu djúpt. Meðan seinni heimsstyrjöldin geisaði, voru fundin upp tæki til þess að uppgötva sprengjur í jörð og sjó, og einnig hvar kafbátar væri á sveimi. Síðar var farið að nota þessi tæki til þess að leita að málmum í jörð, og varð af því mikill árangur. En síðan hefir þessu fleygt fram, komin eru ný og fullkomnari tæki, og nú er farið að nota flugvélar til þess að leita að námum. Á einum degi geta þær rannsakað landsvæði, sem gang- andi menn væri marga mánuði að fara yfir. Rannsóknatækin, sem flugvél- inn í þau dundi á okkur svo mikið regn og lamdi belg flugvélarinnar svo að utan, að varla heyrðist hvin- urinn í hreyflunum. Brátt stytti upp aftur og varð glaða sólskin. Langt í fjarska úti á hafi sýndist okkur herskip vera á siglingu, en þegar nær kom, sáum við að þetta var ekki herskip, heldur klettur- inn Rockall, sem við ætluðum að heimsækja. Skammt frá honum braut á Haslewood Rock, en boð- inn sjálfur sást ekki. Um leið og við flugum yfir Rockall í fyrsta skifti, flaug þar upp hópur af ritum, með miklu írafári, og barst eins og hvítur feldur út yfir bláan sjóinn. Þær höfðu setið þarna, en ekki verpa þær þar. Rétt við klettinn var sjór- inn grænn til hlés, en hinum meg- in brotnaði á honum stór alda og þeytti drifhvítu löðri upp að brún eins og goshver. Um leið og við flugum yfir eyna, þutu nokkrar teistur upp af bergstalli rétt við bergbrúnina, og flugu út á sjó. Nokkrar teistur voru og á sundi umhverfis eyna, og annar hópur af ritum kom utan af hafi og stefndi þangað. Alls flugum við níu sinnum yfir klettinn og komumst að raun um að þar verpa engir fuglar nema teistur. Þegar við fórum þar fyrst yfir, sátu um 30 þeirra á einum stalli, en í seinustu ferðinni voru ekki nema 6 eftir, og þær lágu áreiðanlega á eggjum. Á flugi er Rockall að sjá eins og uppborið hey, því að allur kollur- inn var ljósleitur af sinu. Kollarnir á eyunum hjá St. Kilda voru eins hvítir og snjóað hefði á þá, en hér var kollurinn grár, eins og þar væri föl. Marga rauða ganga sá- um við í berginu; þar finnst þessi steintegund, sem kölluð er Rockal- lite. Enginn maður hefir enn stigið fæti á hvítu silluna, þar sem teist- urnar verpa, þessir litlu og harð- geru fuglar, sem halda til í norð- urhöfum allan ársins hring. r \

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.