Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Blaðsíða 15
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 9t arnar hafa, eru aðallega þrenns konar. Eitt er notað til þess að finna geislavirk efni í jörð, annað til þess að finna málma og ið þriðja til þess að finna olíu. Öll þessi tæki er að vísu hægt að nota á landi, og menn geta ferð- ast með þau af einum stað á ann- an. En þar koma þau ekki að jafn miklu gagni. Menn geta hæglega farið fram hjá námu, sem er ekki nema svo sem 100 fet í burtu, án þess að verða hennar varir, en í flugvélum tilkynna tækin þegar um slíka staði, vegna þess að þá ná þau til stærra svæðis. Flug- vélar geta einnig rannsakað svæði, þar sem heita má ógerningur að koma við nokkurri rannsókn á landi, svo sem í fenjaflóum, eða í vötnum. Á Ameríku hafa nú verið stofn- uð ýmis fyrirtæki, sem hafa það verk með höndum að leita að nám- um, eigi aðeins þar í landi, held- ur miklu víðar. Eitt fyrirtæki hefir t. d. stundað námuleit í 34 löndum, vestan hafs og austan. Merkilegt mun virðast, að það eru ekki flugmennirnir sem „finna“ námurnar, heldur jarð- eðlisfræðingar fyrirtækjanna, sem sitja í skrifstofum sínum og koma hvergi nærri. Meðan flugvélarnar eru á flugi, eru sjálfritandi mæli- tæki þeirra í gangi, einn maður tekur myndir af landslaginu alveg eins og um kortagerð væri að ræða, en annar hnitmiðar niður staðarmælingar, svo hægt er að sjá hvar vélin var stödd þegar myndirnar voru teknar. Allt þetta er svo lagt inn í skrifstofu fyrir- tækisins, og þar vinna jarðeðlis- fræðingar úr því. Geta þeir síðan sagt upp á hár hvar helzt sé væn- legt að grafa ða bora eftir málm- nm „ Nauðsynlegt er að flugvélarnar séu alltaf í sömu hæð frá jörð, en það getur reynzt örðugt í fjall- Álagablettir Alfkonutúnið í Hvestu ÞAÐ VAR árið 1879 að föðurmóðir mín, Þórunn Einarsdóttir Gíslasonar prests í Selárdal varð eigandi að Ve úr landi jarðarinnar Neðri-Hvestu í Dala- hreppi f Arnarfirði og hafði hún þá búið með börnum sínum um 10 ára skeið í Hringsdal. Hafði Þórunn amma min fengið þennan jarðarhluta, sem kallaður var Vikuverk í próventu með frændkonu sinni Ragnheiði Guð- brandsdóttur sýslumanns og kammer- ráðs í Feigsdal, sem var sýslumaður Barðastrandarsýslu frá 1812—1847, og dó í Feigsdal 1857. Vikuverkið var talið 6 hundruð að fornu mati. Eftir að amma mín varð eigandi þess„ tók hún það til afnota og slægna með Hringsdal, sem hún bjó á eins og áður var sagt. Var það þá eitt sinn fyrsta vorið, sem hún átti Vikuverkið rétt fyrir sláttar- byrjun, að hana dreymdi, að til sín kæmi mjög góðleg og vingjamleg kona, sem heilsaði henni. Sagðist hún vera álfkona og eiga heima í hinum svokallaða Álfkonusteini, sem stendur á engjaslægnamörkum Vikuverksins og hins hluta Neðri-Hvestu, ca. 60 föðmum vestan við hina svokölluðu Hrakurð, sem liggur niður úr fjalls- lendi. Þess vegna er farið að nota kopta þar, því að þeir eiga hægar með að hækka sig og lækka, eftir því sem landslag breytist, og geta jafnvel komizt inn á milli fjalla, þar sem öðrum flugvélum er ófært. Með þessari leitaraðferð hafa fundizt margar námur, sem mönn- um hafði sézt yfir áður, bæði á bygðu bóli og þó einkum í lítt kunnum héruðum, svo sem Labra- dor og nyrztu auðnum Kanada. Er nú farið að starfrækja ýmsar af námum þeim, sem flugvélar hafa fundið. Þar á meðal eru úran- námumar hjá Blind River í Ont- ario, sem nú eru taldar einhverj- ar mestu úran-námur heims. hlíðinni. Sr •teinninn á fjðrðu tlin á hæð og tæpur faðmur á hvern veg á fjóra vegu. Segir álfkonan ömmu minni, að norðan megin upp með Hrakurðinni sé blettur, sem nái frá fjallsaurunum nið- ur að fjárgötunum í hvolfinu. Blett- ur þessi sé túnið sitt og sé nú sín inni- leg bón til hennar, að hún sjái til að synir hennar slái eklci blett þennan. Þóttist amma mín lofa álfkonunni að gjöra þessa bón hennar. Sagði amma mín sonum sínum frá draumnum, og bað þá að slá ekki blettinn, og hétu þeir góðu um það og efndu trúlega og slóu aldrei blettinn, og var hann ekki sleginn í næstu 25 árin. En árið 1904 leigði sá maður Vikuverkstúnið, sem Gísli Guðmundsson hét, góðkunn- ingi minn, sem hafði lengi verið vinnumaður hjá þeim Hringsdals- bræðrum, Einari og föður mínum. — Hann fóðraði eina kú á túninu og 6 kindur. En ég hafði Vikuverksengj- arnar, sem Álfkonutúnið telzt til fyrir slægjuland með Hringsdal og var þá faðir minn dáinn. Eitt sinn kemur Gísli til mín, og spyr mig hvort ég vilji nú ekki leyfa sér að slá Álfkonu- blettinn, sem hann er oftast kallaður, fyrst ég slái hann ekki. Ég sagði hon- um það sem álfkonan sagði ömmu minni og hverju hún hafi lofað henni, og telji ég mig vart hafa umráðarétt yfir honum, og segi honum í glettni að það sé bezt hjá honum að eiga við álfkonuna um það, sem vel geti verið að birtist honum í draumi, þegar hún viti að hann ætli að slá blettinn, en Gísli kvaðst ekki vera smeykur við álfkonuna. Ekki veit ég hvort álfkon- an hefir látið Gísla dreyma sig, en svo mikið er víst, að hann sló blettinn, og mun hafa fengið af honum 2 hesta þurra heim í hlöðu. Um haustið vantaði svo Gísla 3 ær með dilkum af fjalli eða helming af kindareign sinni, sem hann fann aldrei, þrátt fyrir mikla leit af honum sjálf- um, sem var ágætur smali og fygling- ur mesti í klettum. Var ekki laust við að sumir vildu kenna kindatjón hans því, að hann hefði slegið tún álfkon- unnar. Hvort Gísli hefir sjálfur lagt trúnað á það skal ég ekkert um segja, en aldrei sóttist hann efíir að slá blett- inn eftir það. Hefir hann aldrei verið sleginn síðan. Einar Bogason frá HringsdaL , --------

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.