Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Side 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.01.1957, Side 16
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS «0 BRIDGE * 4 V Á D O 8 7 ♦ A d 7 a + A io a * 9 5 3 V K 5 J * K G 5 3 * G 7 3 A A G 10 6 V 10 6 3 ♦ 10 8 6 * K 8 5 * KD872 V 9 4 * 94 * D 9 6 4 Norður gaf. Sagnir voru þ.. . N A S V 1 hj. pass 1 sp. pass 2 t pass 2 sp. pass 2 gr. pass 3 gr. pass A sló út láglaufi og S og V létu lág- spil, en N drap með 10. Sennilega hefði verið betra fyrir hann að drepa með ásnum. Nú kom H G og V fekk þann slag á kóng og sló út laufi. Nú er drepið með ásnum í borði og enn kem- ur lauf og þann slag fekk A á kóng. Ef N hefði fyrst tekið hjartaslagina, þá gat verið að hann hefði unnið. En nú tók A slag á S A, svo að S gaeti ekki komizt inn og síðan sló hann út hjarta. Borðið hlýtur nú að missa tvo slagi í tígli og þar með er spilið tapað. NYKUR í TJÖRNINNI Sagt er að nykur sé í Reykjavíkur- tjöm annað árið, en í Hafravatni í Mosfellssveit hitt árið. Er því svo var- ið, að undirgangur er í milli og fer nykurinn eftir honum úr Hafravatni og í Reykjavíkurtjöm og úr tjörn- inni aftur í vatnið, enda þykjast Reyk- vikingar hafa tekið eftir ógurlegum skmðningum, brestum og óhljóðum í Rcykjavíkurtjöm, þegar hún liggur undir is, en þó eru að því áraskipti, því að brestimir koma af því, að nyk- urinn gerir hark um sig undir ísnum og sprengir hann upp þegar hann í tjöminni. En þegar nykurinn er UNGIR HLJÓMLISTARMENN. — f tveimur barnaskólum Reykjavikur starfa hljómsveitir drengja og ber Reykjavíkurbær allan kostnað af þvi. Þetta er nýbreytni, sem lofar góðu og mun ekki leggjast niður aftur, heldur munu hljóm- sveitir verða stofnaðar i öðrum barnaskólum. Drengirnir sýna mikinn áhuga fyrir hljómlistarnáminu og taka góðum framförum. Hér á myndinni sjást nokkr- ir drengir úr hljómsveit Austurbæarskólans, ásamt kennara sínum, Karll Ó. Runólfssyni. (Ljósm. Ól. K. Magnússon). í vatninu, er aftur allt með felldu í tjöminni. (Jón Ámason). STEINN DREGINN tR SJÓ Það er trú manna í Grímsey, að það sé feigs manns dráttur, ef fyrsti dráttur manns í róðri verði steinn. Til að fyrirbyggja .'’eigð sína, á maður að flytja steininn til lands. — Sumarið 1837 var í Grímsey maður sá, sem Júhannes hét. Dró hann í einum róðri stoin fyrstan drátta, sendi hann út. og sagði hann skyldi fara svo sem hann kvað á. Eftir þetta fóru menn að verða hræddir um, að Jóhannes mundi vera skammlífur. Þetta varð líka orð og að sönnu, því að sama sumarið fórst hann þar í björgunum (Séra Jón Norðmann). SJAVARMINJAR í ÖLFUSI Sjór hefir áður, fyrir ekki mjög löngum tíma, verið yfir ölfusi, þó löngu fyrir landnámstíð, og hefir náð upp að fjallahlíðum. Má sjá glöggan malarkamb fyrir ofan Ölfus allt; nær kamburinn i boga frá Ingólfsfjalli vest- ur fyrir Hjalla. Víkin, sem gengið hef- ir inn í landið, hefir náð allt vestur að Selvogsheiði. Hjá Riftúni, vestan til í Ölfusi, eru víða brimbarðar klapp- ir og stór rennslétt björg, núin af haf- róti, og er þetta allt nú mj 'jg langt frá sjó. í fjallshlíðunum fyrir ofan ölfusið sjást sums staðar sjávarmerki; hellar í móbergi í hliðunum íyrir ofan Þur- á, bar sem hraunið fellur niður, eru auðsjáanlega myndaðir af brimróti. Stærsti hellirinn þar er 12 faðma langur, 2 faðma hár og 3—4 faðma djúpur. (Þorv. Thor.). VANDI AÐ ÞEGJA Einu sinni fundu þeir Mála-Davíð og Öræfa-Pétur sel, er þeir fóru á fjör- urnar. Komu þeir sér saman um að láta ekki aðra vita af honum, heldur nota sér hann sjálfir. Tók Davíð Pétri vel vara fyrir að láta það ekki heyr- aat og lofaði Pétur því. En er þeir skildu, sagði hann samt: „Ho, ekki veit eg hvort eg get leynt því“. Enda var það skömmu seinna komið um allan bæinn. (Þjóðsagnakver M. B.). i

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.