Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 63 sveitarbæum. Hann hefir líkst meira þorpi. Þar voru fjórar menn- ingarstofnanir, biskupsstóll, dóm- kirkja, skóli og prentsmiðja. Þar var auk þess gríðar stórt bú, með ráðsmönnum, ráðskonum, brytum og fjölda hjúa. Eru þá og talin um 60 hús á staðnum, að útihús- um meðtöldum. Menn vita nú eigi glögglega hvar hvert hús hefir staðið, en svo virð- ist sem byggðin hafi verið í tveim- ur hverfum. Var annað þeirra kall- að Uppbær, en hitt Norðurbær. í úttekt eru staðarhúsin talin þessi í Uppbænum: 1. Steinhúsið, eða nýa húsið, 6 stafgólf. 2. Timburstofan gamla. 3. Biskupastofan. 4. Bamabaðstofan. 5. Prestabaðstofa. 6. Nýi skálinn svokallaður, 2Vt stafgólf. 7. Kjallari, eða kjallarabaðstofa, 3 stafgólf. 8. Fatabúrið, 6 stafgólf. 9. Steikarahús nyrðra. 10. Steikarahús syðra. 11. Borðhús, 4 stafgólf. 12. Stórastofan, 6 stafgólf. 13. Stórabúr, 5 stafgólf. 14. Forbúr, 5 stafgólf. 15. Eldaskáli, 5 stafgólf. 16. Litlabúr, 2 stafgólf. 17. Grasaloftið. 18. Langabúr, 9 stafgólf. 19. Suðurbæargöng. 20. Studium-loftið. 21. Dyr. En í Norðurbæ eru talin þessi hús: 22. Sveinaskemma, 6 stafgólf. 23. Ráðsmannsstofa, 4 stafgólf. 24. Brytastofa, 3 stafgólf. 25. Brytahús, 2 stafgólf. 26. Kvennaskáli, 5 stafgólf. 27. Göng. 28. Búr, 2 stafgólf. 29. Ráðsmannsstofa önnpr, 4 staf- gólf. 30. Ráðsmannsbúr, 4 stafgólf. 31. Ráðsmannseldhús, 4 stafgólf. 32. Ráðsmannsskáli, 4 stafgólf. 33. Göng. 34. Stórabaðstofa með vefjar- stofu, 5 stafgólf. 35. Skemma, 2 stafgólf. 36. Prestaskólinn, 6 stafgólf. 37. Hjaltaskemma, 4 stafgólf. 38. Breiðabúð, 5 stafgólf. 39. Karlaskáli, 7 stafgólf. 40. Prentsmiðja, 6 stafgólf. 41. Gagnabúrið. 42. Soðhús, 2 stafgólf. 43. Smiðja. 44. Ráðsmannsskemma. 45. Fjós yfir 20 kýr. Nú ber þess að gæta, að skóla- húsin eru ekki talin hér, en þau voru þessi: 1. Skólahúsið, eða Skólabað- stofa. Það var 4 stafgólf og skipt í tvennt, efri bekk og neðri bekk. Það var með sillum, bitum, sperr- um og langböndum. í efri bekk voru borð og bekkir allt í kring og skrifborð skólameistara. í neðra bekk var „fangaléttir og ófóðraðir bekkir og skarir allt um kring með lókatsins skrifborði, hurð á járnum með dróttum og dyrastöfum". 2. Skólameistarahúsið „allt í þili, með 2 stafgólfum, bitum og sperr- um og lofti yfir fremra stafgólfi, bríkum þar undir, borði með stól- um á tröppum, bókahyllum tveim megin, glerglugga á bjórþili yfir borðinu". Þar var rúm með brík- um og skör, borð og bekkur með sessu. 3. Heyrarahúsið, W2 stafgólf með bita, sperrum og sillum og reisirafti í rjáfri, standþil framan undir með hurð á járnum. Þar var lítið borð og bekkur og rúm. Einn glergluggi var á húsinu. 4. Nyrðri skáli. 5. Syðri skáli, líka kallaðir Fremri skáli og Innri skáli. Þetta voru svefnhús skólapilta. Þar voru engin húsgögn, nema 9 rúm, flest eða öll með grassængum, og áttu tveir að sofa í hverju rúmi, enda mun tala skólasveina oftast hafa verið undir 20. Hér eru þá talin 50 hús á staðn- um. Á uppdrætti, sem fylgir rit- gerð dr. Guðbrands Jónssonar um Hólakirkju (Safn V.), má sjá hvar nokkur þessara húsa hafa staðið. En nokkurra inna helztu ber að geta nánar. Er þá fyrst að nefna: Auðunarstofu, eða Timburstof- una gömlu (nr. 2). Þetta hús lét Auðun biskup rauði gera 1316. Var það bjálkahús og mjög ramgert. Voru í veggjunum öllum timbur- ■tokkar miklir „upp á norskaii móð“. Beztu lýsinguna á þessari stofu er að fá í úttekt árið 1685: „Hún er með tveimur grenibit- um og þriðja járnbita gömlum (skipt hafði verið á tveimur járn- bitunum og grenibitar settir í stað- inn), sperrum, skammbitum, 8 með súð og bjálka, veggjum umhverfis á allar síður eftir norskri bygg- ingu; langbekkir og krókbekkir að sunnan fóðraðir, 4 rúm og fyrir biskupssæng tvennar skarir fóðr- aðar og fyrir miðsænginni við gafl- inn tvísett skör, ein við þá þriðju, þar með bekkjarfjöl, bakdyr og framdyr með hurð á járnum, skrá og hespa fyrir framdyrum og með 2 glergluggum." Biskupsbaðstofan (nr. 3) mun hafa verið frá tímum Auðuns rauða, sama húsið og „fyrsta ofn- baðstofa hér á landi", sem hann lét byggja 1315. Hún var 4 stafgólf „með höggsperrum, umhverfis al- þiljuð reisisúð með tvennum lang- böndum yfir, matborð með stólp- um undir, fóðruðum bekkjum, fjalatröppum, forsæti og skör, lítill skápur innlæstur við háborðsbrík með hvolíi undir, lægra borö með

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.