Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 15
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 75 * U Að stuðla mál og styrkja höfuðstöfum, var stundargaman fólks í norðurhöfum; um aldir rækti þjóð vor þetta gaman, nú þykir mörgum skömm að öllu saman. • Nú rembast „skáld“ við rímlaus atómkvæði og reyna að trúa að list sé það og fræði. En hver mun kunna ljóðin þeirra og þylja er þrengir vök og næðir vetrarkylja? Það verður ekki ungmeyjan á palli, né ungur sveinn er tekur hest af stalli og „hleypir skeiði hörðu yfir ísa“, er himinstjörnur leið og áttir vísa. Það verður ekki húsfreyjan, er heima við hlóð og arin lætur hugann sveima, né bóndi sá, er fer í för um löndin, er fast um amboð tekur starfsöm höndin. Það verður ekki vörður sá er hleður að vísa leið er geisa hættuveður, er kveður Grettisljóð við raust í réttum og ræðst til þess að bjarga fé úr klettum. Þau halda velli sterku stuðialjóðin, þó stundar-fátæk geti orðið þjóðin; án ríms er ekkert líf í þessu landi, og ljóð án höfuðstafa er byggt á sandi. Þær verða plægðar lands vors Miklumýrar, og margar drápur kvcðnar, sterkar, dýrar, með stórum tökum lífsins ríms og raka á Rán og mold skal þjóðin höndum taka. 20. janúar-1957. ÁRNI G. EYLANDS _____----------------------—.—.—~ ----------------------—* rauður niðri í sjónum, með dökkri um- gjörð utan borðstokka. Hniflar voru á ' fram og aftur stafni, en mjög litlir. Engin sást þar ár. Báturinn gekk upp og niður, til og frá, eins sem vort skip bar sig, svo var hann og bar ei út af. Vér horfðum á þessa langa hríð og létum árar liggja í hömlum, því veður var indælt. Nú sem vér vorum þar um hríð mælti Bjami formaður vor: „Ekki vil eg hér lengur dvelja og skulum vér á burt og fram til miða“. Og svo gerð- um vér. Ei þorðurn vér að tala neitt til þeirra, og var sem hver vor gleymdi sjálfum sér, nema að horfa og stara á þessa. Nú sem vér fórum þaðan, hröðuðum vér róðri, og varð á skipi voru góður skriður. Þá komu þessir á eftir, ára- laust að vorri sjón, og heldu þá sömu leið. Dró hvorki sundur né saman nokkra stund. En svo fór um síðir, að þeir tóku til að fara mjög krókótt, svo skip þeirra hætti skriði og nam staðar. Vér rerum fram að fiskimiði voru, og sáum þessa allan þann dag. En sem leið á dag, sáum vér hræring á skipi þeirra, og fóru þeir þá austur og inn eftir og stefndu sem inn til Höskulds- eyar og Bjarneyaflóa, og fóru ei hraðar en sem fjórir menn róa. Sagt hefir mér einn maður að vest- an, vorið eftir þennan vetur, hafi þetta sést af fiskimiðum þrem dögum seinna samu haust, Ei veit eg til, segir sögu- skrifarinn, að þann tilkomandi vetur, né um það skeið, yrði nein nýlunda eður tilburðir. En vér áhorfandi fórum heimleiðis sama kvöld og þótti oss mikils um vert og þeim öðrum, sem þetta fregn- uðu af oss. Fleiri af þeim, sem með oss voru og þetta sáu, eru burtsofn- aðir, nema þessir lifa: Bjarni sonur formannsins, Helgi Jónsson á Grundar- firði, sem þá var með oss á skipinu er þetta sáum, og sá er ritaði sögu þessa. Hefir það of lengi dregist, að hún út bærist til skynsamra manna, sem vel kynnu að deila hvað þetta hefir verið, hvað eg hygg mjög þyki varasamt, svo það sé með rökum og sannindum gert. En þess vil eg síðast geta, að þetta hefh- þó út borist munnlega og heyr- anlega fyrir eyru vitra manna og hafa þeir þar um ýmsar meiningar. Sum- ir meina þessir hafi verið Marfólk, aðrir Andar, eður og svipir dauðra manna. En þetta er þó allt óvíst, því ekkert draga þeir til sanninda. t_,^ð®®®G^J Spanskt ÚTLENDINGUR, sem kom til Sevilla á Spáni, segir svo frá: Eg fór frá gisthúsinu og ætlaði að skoða borgina. Rétt fyrir utan gisti- húsið kemur til mín snotur leppalúði, líklega 8—9 ára að aldri, ógn ræfils- lega til fara. Eg skil ekkert í spænsku, en samt var mér þegar ljóst að hann var að biðja um ölmusu. Eg fleygði í hann smápeningi og fór svo. Eg ráfaði um miðborgina og var sein- ast kominn í úthverfi nokkurt. >á var kominn tími til þess að fara heim í gistiliúsið, en þá uppgötvaði eg að eg var villtur og vissi ekkert hvert halda skyldi i hinum þröngu og krókóttu götum. >á sá eg að litli leppalúðinn hafði veitt mér eftirför. Eg gaf honum bendingu og með allskonar pati gerði eg honum skiljanlegt að eg rataði ekki heim til gisthússins. Hann brosti út 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.