Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.02.1957, Blaðsíða 12
/ 72 í norðausturhomi danssvæðis- ins. Meðan þessu fer fram bruggar aðstoðarmaður hans ina „svörtu drykki“. Annar er gerður úr rót- um, hinn úr berki og ofan í hann eru talaðar bænir í gegn um þriggja feta holan legg, sem vaf- inn er þremur rauðum böndum. Það er fyrsta helgiathöfnin að neyta þessara drykkja. Svo eru drengirnir rispaðir til þess að hreinsa blóðið í þeim. Það er gert með nálum, tvær rispur gerðar á upphandlegg að utan og tvær að innan, og eins á framhand- legg, tvær framan á lærum og tvær aftan á, tvær á leggjum og tvær á kálfum, tvær á brjóst og tvær á bakið. Blóð kemur úr hverri rispu, en storknar fljótt. Ekki veit eg til þess að nokkurn tíma hafi komið ígerð í slíka rispu. Á hádegi hefst svo ráðstefnan. Öldungaráðið kemur saman í stóra húsinu. Þangað er farið með alla, sem gerzt hafa sekir um yfirsjónir á árinu og þeir dæmdir. Þar fara fram umræður og stjórnarstefna ákveðin. Venjulega eru þarna gest- ir frá hinum frílendunum, bera þeir upp mál og taka þátt í almenn- um umræðum. Þetta eykur sam- heldni. RÁÐIÐ FYRIR VEÐRI Það var einu sinni á ráðstefnu- degi fyrir nokkrum árum, að ský mikil hrönnuðust á loft og gekk með eldingum við sjónhring. Þó var hann enn kollheiður. En ekki var annað sýnna en stórrigning mundi koma bráðlega. „Ætlar hann að fara að rigna?“ spurði eg töframanninn. Hann leit snöggvast til lofts og hrissti svo höfuðið. „Nei“, sagði hann, „gamall Indí- áni situr þama og reykir og fælir með því skýin burtu. Við kærum LESBÓK MORGUNBLAÐSINS okkur ekki um að rigni á Korn- dansinum". Hann varð sannspár, það kom ekki nema aðeins ýringur úr lofti þann daginn. En það hefir líklega komið nokkrum sinnum fyrir að gamli Indíáninn hefir sofnað, því að eg hefi lent í stórrigningu á Korn- dansinum — og það er ekki und- arlegt, því að um það leyti fer rigningatíminn í hönd. DANSINN Þegar rökkrið nálgast taka þeir töframaður og aðstoðarmaður hans sér stöðu, sinn hvorum megin við danssvæðið. Nú er kveiktur eldur við tinnu og stál, sem var í töfra- belgnum. Svo er settur upp pottur til þess að sjóða nýan svartan drykk. í hann eru sett meðul við öllum þeim veikindum, sem töfra- maðurinn ætlar að muni geta heimsótt menn á næsta ári. Nú er belgurinn tekinn og lagður hjá töframanninum og svo er dansað. Dansinn stendur til miðnættis, og við hvern dans stingur töframað- ur niður spýtu hjá sér til að minna sig á að enginn dansinn verði eftir. Um miðnætti er svo potturinn tekinn af hlóðum. Menn teyga drykkinn óspart og spú jafnharðan. Þetta eru lok gamla ársins. Fyrir nýa árið verður að hreinsa líkam- ann bæði utan og innan og kveikja svo nýa elda. Og nú hefst Korn- dansinn og stendur til morguns. Þegar honum er lokið er öllum helgisiðum fullnægt. Indíánar hafa dregið að sér þann kraft, sem megnar að halda töfragripunum lifandi og gefa þeim farsælt ár. „Este Fasta", eða gjafarinn góðra hluta, er þar nærstaddur og er reiðubúinn að bæta nýum töfrum í belginn, ef þörf gerist. Þegar birtir skoðar töframaður töfur sín að nýu. Hann opnar hvern pung og gætir að hvort „Este Fasta“ hafi gefið sér nokkuð nýtt. Þegar skoðuninni er lokið, stingur hann öllum töfrunum í belginn og labbar með hann á stað til austurs, þangað til hann hverfur. Nú er föstunni lokið og skraut- klæddar konur koma í röðum með mat — þar á meðal grænt korn í fyrsta sinn. Þær skilja matinn eftir fyrir utan stóra húsið, en karlmenn bera hann inn. Um leið og sólin rennur upp, kemur töframaðurmn aftur og er nú belglaus. Svo hefst veizla. Nú er Korndansinum lokið og nýtt ár er gengið í garð. Innflytjendur / Kanada í KANADA eru nú um 15 milljónir manna, þar af er 1 milljón innflytj- enda, sem komið hafa þangað síðan seinni heimsstyrjöldinni lauk. Flestir komu frá Englandi, en þar næst voru flóttamenn frá Þýzkalandi og Austur- ríki. Margir innflytjendur komu og frá Norðurlöndum, langflestir frá Dan- mörk. Samkvæmt seinasta manntali í Kanada voru Norðurlandabúar 2% af þjóðinni. Þessar 15 milljónir manna, sem eiga heima í Kanada, eru þangað komnar frá öllum löndum heims. Fólkið er ekki aðeins ólíkt að uppruna, heldur og að líísskoðun og trúarbrögðum. En allir lifa þar í sátt og samlyndi, vegna þess, að þar hefir hver maður frelsi til þess að njóta lífsins, og að þar er hægt að komast áfram, ef menn nenna að vinna. Stjórnskipanin er þannig, að framtak einstaklingsins fær að njóta sín og það er hvöt fyrir alla að duga sem bezt. Stjórnin hlynnir og að þessu fram- taki, og þess vegna blómgast alls konar iðnaður, kaupgeta almennings eykst, fjármagnið er í stöðugri veltu, öllum til hagsbóta, því að við það skapast aukin vinna og aukin viðskipti. Lífs- kiör fólksins batna stöðugt, og gleggsta dæmið um það er, að langt um fleiri menn búa þar í einbýlishúsum heldur en í sambyggingum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.